föstudagur, maí 20, 2005

Banana co.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, gera eða skrifa. Skömm, no doupt. Ég er heldur ekki frá því að tannburstinn minn sé ennþá í Eyjum. Mig langar að grenja, hlægja og grenja svo aðeins meira. Þyrfti samt eiginlega að fara í sturtu, kannski málið að sameina þetta og fara bara að grenja í sturtu? Sounds like a plan. Þeir sem að lesa þetta núna eiga líklega eftir að finnast þetta eins samhengislaust og titill bloggsins. En fólk sem hlustar á Radiohead gæti skilið titilinn... sem og þeir sem voru í Eyjum gætu hugsanlega botnað eitthvað í færslunni. Samt, í rauninni ekki. Núna væri ég til í að eiga tímavél, fara aftur um sirka einn dag og vinna aðeins betur úr honum og taka skynsamari ákvarðanir. Það er ALDREI, ekki undir neinum kringumstæðum skynsöm ákvörðun að fara drukkin að spranga.

Hausinn á mér er að springa. Þegar hann springur eiga hugsanirnar eftir að flæða yfir allt og það mun taka marga mánuði að þrífa þær upp. Ég er orðin svo "fucked up" í hausnum... Helst af öllu langar mig að yfirgefa samfélag manna og gerast einbúi. Eða fyrirfara mér. Það hljómar eins og góð lausn í augnarblikinu. Spekingar hafa hinsvegar sagt að sjálfsmorð sé aldrei lausn... Uss... hvað vita þeir? Ekki eins og þeir hafi prófað að deyja.

Glöggir hafa maske tekið eftir því að þetta er ekki hin hefðbundna uppfærsla á bloggi hjá mér, og þeir sem eru hræddir við breytingar verða bara að taka þessu eins og menn, en þetta er þó líklegast einsdæmi. Þótt blogginu sé ekki skipt niður er ég þó með pælingu. Tilfinningar.

Hvað er málið með tilfinningar? Mannkynið hefur komist að því að tilfinningar eru ekkert nema efnaskipti í hausnum á okkur, svo afhverju látum við þær hafa svona mikil áhrif á okkur? Í augnablikinu eru mínar eigin tilfinningar að eyðileggja líf mitt. Lærum við ekki af reynslunni? Brennt barn forðast eldinn... nema kannski svona hálfvitar eins og ég. Held alltaf áfram að brenna mig. Er þetta kannski bara ég, að vera unglingur með overflow af tilfinningum? Ætli þetta sé eitthvað niðurbælt þunglyndi eða er fullkomlega eðlilegt að fara að grenja þegar maður hlustar á Radiohead? Afhverju í andskotanum er ég að láta einhver fáránleg efnaskipti í heilanum á mér hafa svona mikil áhrif á mig? Mér finnst eins og ég valdi öllum vonbrigðum, alltaf. Ég reyni og reyni, en alltaf tekst mér að misheppnast. Enda er ég misheppnuð með meiru. Ok, það er nokkuð augljóst að þetta blogg er ekki að ganga upp og eiginlega komið í algerar ógöngur. Ég held ég drífi mig bara í sturtu.

P.s. - Mamma, gaman að segja frá því að ég notaði gönguskóna ekkert, lakið ekkert, peysuna góðu notaði ég ekkert og ekki heldur vindgolluna. "If I could be who you wanted. If I could be who you wanted, all the time." - Syngur Thom í græjunum mínum.

Kv.Andrea

17 Comments:

Blogger Andrea said...

Nei nei nei, Creep hefur engin áhrif á mig. Fake plastic trees hins vegar...

föstudagur, maí 20, 2005 4:36:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Exit music. FKN EXIT MUSIC

föstudagur, maí 20, 2005 7:23:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Sammála Kalla! Exit Music finnst mér frábært.

laugardagur, maí 21, 2005 12:34:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

Þetta er voðalega undarlegt ástand. Ég hef svo sem ekkert að segja sem hefur ekki verið sagt eða ég hef ekki sagt við þig svo að ég sleppi því bara.

laugardagur, maí 21, 2005 1:44:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hjarta Radiohead blogg.

Fyrir þá sem ekki vita er Exit music textinn gerður eftir hugsunum Thom Yorke um hvernig Romeo and Juliet ætti að enda. Honum finnst að þau hefðu átt að flýja saman morguninn eftir að þau sofa saman... þá hefði þetta ekki endað svona illa... æi litlu kjánarnir sem þetta fólk var... JUST RUN.

Creep ætti ekki að fá fólk til að gráta... það er frekar biturt lag. Enginn sorgartexi... bara biturð.

Hver hefur ekki grátið yfir setningunni "I'm not living I'm just killing time" í true love waits þar sem röddin hans brestur eins og hún gerir stundum.

...a pig in a cage on antibiotics

laugardagur, maí 21, 2005 2:14:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Já! True love waits... nákvæmlega Hildur! Við erum greinilega á sömu nótum með þetta. En veistu hvað ég sá í dag! Viðtal við eitthvað fólk í DV sem að drap dóttur sína sem hét Hildur María!!! samsæri?

laugardagur, maí 21, 2005 12:39:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er með það á hreinu að ég verð ekki drepin nema með ást þar sem ég var vakin af mömmu í mörgun þegar hún kyssti mig aftur og aftur segjandi "og ég saknaði þín svo, Edda var hæst, bíllinn hans pabba þíns dó"

I feel so loved... BAMM BAMM BAMM BAMM

Ég skil alveg með að grát af biturð en ég kemst í svo mikið ÚMPF stuð við að hlusta á creep... ég finn svona o.k. I'm a creep and everyone else is a creep YAY

Lagið sem ég hef grátið oftast yfir er ekki eftir Radiohead heldur R.E.M. (sem sumir finna engan mun á) og heitir "I'll take the rain" ... ég hef hlustað á það í skólanum og ekki sigrað þörf á að gráta...

laugardagur, maí 21, 2005 2:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ívar... þú ert of neikvæður fyrir þína eigin heilsu... o.k. ef þú fílar ekki radiohead... ekki auglýsa það samt... eins og Erla Dóra með Adda... það gerir ekkert gagn. Sammála, Andrea?

sunnudagur, maí 22, 2005 2:57:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Ívar, það er bara þín skoðun. Þessar svívirðilegu alhæfingar þínar fara alveg með mig. -ÞÉR FINNST- það vera lélegt. Frábært, skrifaðu það á þína eigin síðu en haltu þessu fyrir þig ef að eini tilgangurinn með þessu kommenti er að fá Hildi upp á móti þér.

sunnudagur, maí 22, 2005 1:27:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

okey. ... ... ... *tár*

sunnudagur, maí 22, 2005 1:40:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

þroskað....

sunnudagur, maí 22, 2005 2:19:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála þér... þetta er ekki neitt... vá... drekka í útskriftaferðinni... svo ég vitni í vin minn hann Fló "so fucking what?"

Ef fólk vill heyra flott efni með radiohead mæli ég með meirihlutanum af B-hliðunum.

mánudagur, maí 23, 2005 10:18:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Radiohead sökka!!!!

mánudagur, maí 23, 2005 1:32:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég vil benda á að Ívar skrifaði svarið fyrir ofan.

mánudagur, maí 23, 2005 1:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja kullhærði/hrokkinhærði ívar *gef þér illt augnarráð*

o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. o.k. ... you get the point!

mánudagur, maí 23, 2005 4:39:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Að sjálfsögðu er það frekar ósanngjörn refsing að vera rekin tafarlaust úr skólanum, en Andrea fær harðari meðferð vegna þess að hún var forseti nemendaráðs og á þar með að vera fyrirmynd hinna...

mánudagur, maí 23, 2005 5:00:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei nei, ég myndi nú ekki líta á það þannig afþví að hinar stelpurnar fengu nú sömu refsingu en samt sem áður... of hörð refsing. Kv.Andrea - að skrifa úr annarri tölvu

mánudagur, maí 23, 2005 6:55:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home