þriðjudagur, maí 03, 2005

Landafræði fyrir lengra komna

Eftir að móðir mín kær kómentaði í síðustu færslu fann ég mig knúna til þess að blogga aftur þrátt fyrir mikið tímaleysi því að eins og flestir hafa tekið eftir þá eru einungis fáeinir dagar í þessi bésvítans samræmdu próf og ég er ekki komin yfir helming námsefnisins. Ég sé einnig fram á að ég eigi ekkert eftir að læra fyrir íslensku og ensku, þar sem að ég er rétt núna að klára fyrstu landafræðibókina! Á eftir bróðurpartinn af landafræði plús allar glósur, alla söguna og alla þjóðfélagsfræðina. Svo ekki sé minnst á stærfræði. Det blev meget svært. Þessvegna ætti ég að láta "dygga lesendur" mína svelta af næringarríku bloggum fyrir hjarta og sál. Eeeen þar sem að ég er svo góðhjörtuð og komin með upp í kok af landafræði ákvað ég að taka mér smá frí til þess að röfla úr mér líftóruna. ÉG Á EFTIR AÐ FAAALLA!!! Jæja *fjúff* Got that off my back. Nei samt í alvörunni er ég alls ekki undirbúin fyrir þessi mikilvægustu próf lífs míns strax. Ég skil bara ómögulega afhverju þessi próf eru svona mikils metin, og vega á móti 10 ára skólaskyldu. Mér finnst að þau eigi ekki að skipta svona gífurlegu máli. Pollíönnuhugsunarhátturinn segir mér samt sem áður að það er bara rúmur mánuður eftir af grunnskóla! Og ég sem hélt ég kæmist ekki lifandi út úr þessum fjanda. Ekki það að sumarið sé eitthvert tilhlökkunnarefni, ég er ekki frá því að það sé búið að lækka launin í unglingavinnunni og þetta kaup jaðrar við barnaþrælkun. Maður hefði haldið að launin myndu hækka með öllu öðru í samfélaginu en neiiii, þetta er greinilega staðurinn sem að Kópavogsbær sker niður, það kemur allt niður á okkur unglingunum. Ég er farin að vera hrædd um að ALLUR peningurinn sem ég vinn mér inn í sumar eigi ekki eftir að duga fyrir skólabókum og gjöldum. Hvað þá að skrá köttinn minn, það eru víst allnokkrir þúsundkallar, sem og að gera hann "óvirkann". Mér persónulega finnst launinn í unglingavinnunni algjer svíííívirða en einhverra hluta vegna sætti ég mig þó við kaupið í veikri von um að enda á því að vinna kannski nálægt heimili mínu í góðra vina hóp. Annað fréttnæmt af nýliðnum dögum eeeer ekki mikið. Addi er veikur OG í prófum svo við getum búist við því að sjá hann ekki mikið í bráð, eða fyrr en á föstudag í minnsta lagi sem er reyndar í góðu því að þá næ ég kannski að einbeita mér meira að lærdómnum. Ég myndi segja frá helginni ef ég myndi hvað ég gerði um helgina, eða bara í gær en þegar heilinn minn er undir svona miklu álagi eins og nú á ég til að fá krónískt alzheimer og man stundum ekki einu sinni hvaða dagur er. Eins og maðurinn sagði: "I may have alzheimer..... but at least I don't have alzheimer!" Oh, þetta er cruel djókur... *smirk* sem gerir hann bara enn fyndnari. Þetta gerir mig að vondri manneskju right?

Dagurinn: Ég veit ekki hvað kom yfir mig í dag, eða morgun réttarast sagt því að ég vaknaði klukkan 6 og fór í sund með Örnu frænku í nýju lauginni, og notaði þar með sundkortið mitt sem ég vann fyrir búninginn minn á Kvikmyndaballinu, í fyrsta sinn. Laugin var nánast tóm, ef ekki eru talin með nokkur svamlandi gamalmenni. Við syntum einhverjar ferðir og "sókuðum morgunsólina" svo bara upp í þessum prýðis heitapottum sem að eru í lauginni. Eftir sundið tók ég minn tíma í að þurrka á mér hárið og búa til nýjann pleilista á Gúmmísvíninu. Svo LABBAÐI ég niður í skóla (áhersla á labba) og þegar ég kom þangað... fór ég að læra! This is so unlike me! Einhver hefur augljóslega laumast inn í herbergið mitt í nótt og stungið mig með valíumsprautu í rassinn, vegna þess að ég var óvenju hyper í allann dag... alveg hreint hoppandi og skoppandi. Eftir skóla fórum við Íris svo heim, með viðkomu í Nettó eins og venjulega... og lærðum af okkur litlu rassana. Lítil afköst voru í dag sökum handahófskennda kríublunda undirritaðar, en ég kláraði fyrsti bókina í landafræði, var ég ekki búin að minnast á það áður? Ég er mjög stolt, en svartsýn um leið... vissi ekki einu sinni að það mætti. Svo er ég að fara að læra meira eftir að ég lík þessu bloggi hérna. Fjölbreytni ey? Svo er listasýningin hans Skúla að opna á föstudaginn... klöppum fyrir því. Nei, ég skal ekki vera leiðinleg, en ég og Íris erum búnar að gera í því að "baktala" hann og sýninguna hans undanfarna daga... ætli það sé ekki bara eins og alltaf að litli maðurinn er öfundsjúkur út í þá sem eru betri en hann? Það væri kannski í lagi að skrifa þetta ef ég vissi ekki að hann læsi bloggið mitt eeeeen ég nenni ómögulega að stroka allt þetta út og finna eitthvað annað að tala um. Skil eiginlega ekki afhverju ég á að opna sýninguna... langar eiginlega bara ekki að búa til einhverja skitna ræðu... þetta kemur allt fram í sýningarskránni (sem Skúli gerði btw) hvort eð er. Ókey, núna er ég hætt þessu skítkasti. Skúli, þú ert frábær.

Pæling dagsins: Það er sjaldan sem ég man draumana mína en um daginn dreymdi mig tvo furðulega drauma í röð og vaknaði svo og var svo sniðug að skrifa þá niður svo ég gleymdi þeim ekki og pæla í þeim daginn eftir, því að þegar ég vaknaði þarna í svitabaði (þetta voru ekki góðir draumar) fannst mér virkilega eins og þeir meintu eitthvað. Kannski er þetta bara eins og sagan um konuna sem dreymdi að hún væri að segja heiminum eitthvað mjög mikilvægt, vaknaði og skrifaði það niður en daginn eftir las hún það og þá stóð bara einhver streypa á blaðinu. Anyways, þá var fyrri draumurinn frekar ljúfur. Það voru skólalok og útskriftin hjá 10 bekkjar árgangunum. Allir voru að faðmast og ég var mjög glöð. Ég faðmaði alla, jafnvel þá sem að mér líkaði ekki við. Svo átti ég að skrifa niður hverjir mér fannst faðma best... einhverra hluta vegna, ég veit ekki. Ég skrifaði Biggi og Arnór í bekknum mínum og Steinunn eða Silvía (man ekki hvor) og svo fengu þau verðlaun fyrir það. Það sem einkenndi drauminn var að allir voru rosalega hamingjusamir, eiginlega á einhverju furðulegu stigi svo það var heldur krípí. Seinni draumurinn gerðist heima hjá mér, og ég var að læra stærðfræði fyrir samræmdu prófin. Þá kemur Þóra stærðfræðikennari heim til mín og byrjar að fara yfir stærðfræðiglósurnar mínar (stærðfræðiglósur???) og þá var ég búin að skrifa að Þóra væri leiðinleg allstaðar. Hún heimtaði útskýringu og ég gat ekkert sagt. Allt í einu fattaði ég svo að ég var sofandi og þetta væri draumur, samt var ég ennþá sofandi. Þóra var byrjuð að pota í gagnaugun á mér eins og brjáluð væri og allt í einu var eins og ég væri alveg lömuð. Ég gat ekki hreyft mig og ekki sagt neitt, í mesta lagi umlað og ég umlaði og umlaði en enginn heyrði í mér... og Þóra hélt áfram að pota. Þetta er örugglega ein af ógeðslegari tilfinningum sem ég hef upplifað, að vera eins hjálparlaus og smábarn, geta ekki hreyft sig né talað hlítur að vera martröð. Loks vaknaði ég með andköfum, alveg sturluð af hræðslu því ég hélt ég væri í alvörunni orðin lömuð af potinu hennar Þóru... Veit ekkert hvað þessi draumur ætti að þýða, að ég sé lömuð af hræðslu við samræmda prófið í stærðfræði??? Endilega tjáið ykkur um málið, mig langar mikið að komast að botninum í þessum draumum, frekar furðulegir... eru draumar það ekki alltaf? Jæja... ætli ég snúi mér ekki að offjölgunarvandamálum?

Tónlistin:
Allur Fisherman's Woman diskurinn með Emilíönnu Torrini - snilld.
Atari - Ensími
Sick and Tired - The Cardigans (POTTÞÉTT 3! Need I say more?)
Nothing Better - Postal Service (All hail Ben!)

Kv.Andrea

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikilvægustu próf lífsins my ass! *snaps*

HAH! Pabbi var að synda í morgun. Svamlandi gamalmenni :D

Mér fannst þetta sniðugir draumar.

Ég var komin með útskýringar á draumunum en hætti við vegna ótta við að vera dæmd, hengd og brennd.

þriðjudagur, maí 03, 2005 10:39:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Nei, ég skal ekki hengja þig... seimmér... eitthvað merkilegt?

þriðjudagur, maí 03, 2005 11:17:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Einnig sammála með Fisherman's Woman. Til hamingju Arnór, Biggi og Silvía eða Steinunn. Mér finnst Steinunn mjög undarleg manneskja, meina þetta þó ekki á slæman hátt...frekar góðan. Það er svo sem smávægilegt og skiptir engu máli. Ég kaupaði mér DVD í dag, gaman að því.

miðvikudagur, maí 04, 2005 12:32:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Til hamingju Arnór, Biggi" ?????

miðvikudagur, maí 04, 2005 2:18:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

daddara, sú var í stuði.
alltaf gaman af þessu bloggi. eitthvað svo skemmtilegt við það hvernig hausinn á þér virkar.:D

En í sambandi við þessa drauma þá held ég að þetta sé ekkert svo flókið, ég er allvana kominn með þetta. held ég*-)

miðvikudagur, maí 04, 2005 7:32:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aahhh...draumar, merkileg fyrirbæri...mig dreymir...oft...og þá dreymir mig yfirleitt frekar skrýtna drauma...ostur í eldföstu móti...ég segi ekki meir.

miðvikudagur, maí 04, 2005 11:38:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home