Að eiga kósí augnablik í ringulreið heimsins.
Að vanda var ég óundirbúin með meiru fyrir prófið í dag. Hékk heima í gærdag og reyndi að læra, Addi gerði mér þann grikk að koma í heimsókn sem stuðlaði ekki beint að lærdóm og svo þegar ég loksins ætlaði að læra fóru allir með eitthvað vit fyrir stærðfræði úr húsinu. Ég sem ætlaði að læra út gegnum daginn. Fór reyndar í aukatíma en þar sem að stofan hennar Þóru var pökkuð neyddist ég til þess að deila stofu með bekkjarbræðrum mínum, Írisi og Rut. Örugglega óþarfi að segja frá því að allur vinnufriður var fyrir bý. Lærði semsagt ósköp lítið í þá 3 tíma sem ég var þar. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að finna ekkert annað til þess að blogga um þar sem að um þessar mundir snýst líf mitt í hnotuskurn aðeins um þessi bésvítans samræmdu próf. Þegar ég hugsa út í það veit ég ekki einu sinni afhverju ég er að blogga, hafði enga löngun til þess. Þannig er það í pottinn búið að ég á nefnilega 3 vini á MSN sem að stytta mér oft stundir. En þar sem enginn af þeim getur tuskast til þess að koma inná hef ég lítið annað að gera en að hlusta á frumraun A Perfect Circle (hinn yndislega Mer De Noms - sannkallað konfekt fyrir eyrað) og klappað kettinum mínum, sem er svo næmur fyrir væntumþyggju að ég þarf bara að horfa á hann og þá byrjar hann að mala eins og ég veit ekki hvað. Frekar blogga ég - hugsaði undirrituð, án þess að fatta að ég hef ekkert til þess að skrifa um. Reyndar þá hef ég fullt að skrifa um en ég efa bara að nokkur vilji heyra það. Svo myndi ég ekki vita hvað ég ætti að setja greinaskil.
Dagurinn: Í morgun var ég svo stressuð að ég labbaði á dyrakarminn þegar ég var á leiðinni niður í eldhús. Það var sársaukafullt og gerði mig enn stressaðari og erfiðari. "Góð byrjun á deginum, Andrea!" hugsaði ég. Mjög illa undirbúin þreytti ég svo prófið sem hefur skelft mig óumdeilanlega í 2 ár, samræmda prófið í stærðfræði. Ég hef heyrt frá nokkuð mörgum að þetta próf hafi verið fremur auðvelt, sem undirstrikar bersýnilega hversu illa undirbúin ég var. Mér gekk, vægarast sagt hræðilega. Kannski er ég að stressa mig of mikið en ég er ekki að búast við meiru en 6,5... var reyndar að stefna á 7 en maður verður að vinna með gáfurnar sem maður fær. Ég sé ennfremur fram á að ég endi í MK næsta vetur sem mun líklega leiða til mikils þunglyndis og á endanum mun ég dangla niður úr gardínustönginni inn í stofu. Hinsvegar gæti ég verið að overcomplexa, en stelpur eiga það víst til, samkvæmt staðalímyndinni. Og kannski gekk mér bara illa afþví að ég er stelpa og stelpur segja alltaf að þeim hafi gengið illa á meðan strákar segja alltaf að þeim hafi gengið vel, sem gæti útskýrt afhverju svona mörgum þótti prófið auðvelt. Ef að staðalímyndir væri ekkert nema sannleikurinn gæti þetta staðist eeeen rökhugsunin vinnur í þetta sinn og ég játa mig sigraða. Stærðfræðin stakk mig í hjartastað. Ég notaði allann próftímann og þegar Gummi Kalli prófstjóri var farin að ota að mér fingri og segja mér að ég ætti 2 mínútur eftir skilaði ég inn prófinu mínu með trega í hjarta. Spennufallið eftir prófið var gífurlegt, en 2 tímar í fótbolta og ég var búin að hlaupa þetta af mér. Þegar ég kom heim, aðframkomin af þreitu... lét ég mig falla á rúmið og svaf í 2 klukkutíma. Það var rosalega gott, fyrsti kvíðalausi svefninn minn í langann tíma. Annars var annar hlutur að valda mér kvíða og heilabrotum. Addi bauð mér á endurrisutónleika Fabúlu í Borgarleikhúsinu þar sem að fjölskyldan hans átti að vera. Hann sótti mig kl. 8:15 og ég vissi eeekkert við hverju ég átti að búast enda hlusta ég ekki á Fabúlu.
Við fórum og sóttum stjúpsystur hans (sem að er notabene 1 ári yngri en ég) og keyrðum svo í Borgarleikhúsið. Þar sem að ég var náttúrulega svolítið stressuð að fara og hitta ömmu hans og afa, bræður og önnur skildmenni var hann búinn að vara mig við að amma hans gæti faðmað mig. Strax í anddyrinu föðmuðu mig 3 ókunnugar manneskjur og vissu hvað ég héti. Ég lét eins og þetta kæmi mér ekki spánskt fyrir sjónir en var örlítið brugðið. Þegar Addi var búinn að heilsa nánast ÖLLUM í Borgarleikhúsinu og kynna mig fyrir öllum mögulegum fórum við inn. Ljósmyndari frá Fréttablaðinu stöðvaði okkur og tók af okkur mynd, og mér varð ljóst að þetta varð það allt í einu ljóst að þetta væri með öllum líkindum einhver menningarlegur artí-fartí viðburður sem að allir með áhuga á íslenskri tónlist yrðu að fara á. Svo hitti ég bræður hans og meira varð um að faðma ókunnuga. Tónleikarnir sjálfir voru samt alveg geðveikir, festival fyrir skilningarvitin. Tónlistin alveg yndislega kósí og flott bara í heild sinni... fallegt samspil í röddum og gítarleikarinn var snillingur. Svo var alveg magnað ljósashow og mikið um litinn fjólubláann. Uppáhalds liturinn minn. Fabúla- söngkonan sjálf er líka svo seiðandi performer, mér fannst eins og hún væri að fá það í hvert skipti sem hún byrjaði nýtt lag. Þetta var alveg ferskt í æð eftir langan tónlistarlegan þurrk. Sári hluturinn við þetta er að meirihluti imbanna sem stunda DC hafa einhæfann tónlistarsmekk og það er ekkert áhlustanlegt þar að fá. JÆJA, núna er ég allaveganna aftur komin heim og ætti eiginlega að fá mér smá að sofa. Hugsa að ég geri það bara.
Pæling dagsins: Já, ég get ekki talist til þeirra sem að taka fjárhagslegann auð fram yfir annað og keppast mikið um að eiga sem flestar veraldlegar eigur enda hef ég ekki fjárhaginn í það. Veraldarlegur auður er semsagt ekki mínar ær og kýr. Hef aldrei haft gaman að því að safna að mér hlutum, versla föt og svoleiðis. Fæ heldur sjaldan þessa miklu löngun til þess að eiga þetta eða hitt sem er nýtt á markaðnum. Samt átti ég mér alltaf þann draum að búa á Smáratorgi. Þetta er nú eiginlega engin pæling, frekar svona gamall draumur frá barnæsku. Að búa á Smáratorgi var alltaf pottþétta planið. Ég gæti sofið í Rúmfatalagernum, fengið mér að borða á Jarlinum og leikið mér við að taka upp allt dótið í Hagkaup (sem var þar á tíma draumsins). Svo ef mér leiddist gæti ég alltaf skroppið í Elko og horft á sjónvarpið eða farið í Tekken! Ef ég yrði veik af öllu nammiátinu í Hagkaup gat ég alltaf farið á læknavaktina á annarri hæð. Já, þetta hljómaði andskoti skothelt á sínum tíma. Ég á mér ekki lengur svona drauma. Núna hugsa ég alltaf rökrétt og leyfi mér ekki að dreyma svona kjánalega hluti. Er þetta sá liður í mannsævi sem heitir "Að fullorðnast"...? Ef svo er verð ég fúl því að mig langar ekkert að fullornast, helst langar mig bara að flytja inn á Smáratorg og búa þar ein alla mína ævi, óháð heiminum fyrir utan. Segið mér svo að þetta sé ekki freistandi??? Nóg komið að blaðri, ég held ég fari bara að sofa. Diskurinn er líka að verða búinn.
Kv.Andrea
Dagurinn: Í morgun var ég svo stressuð að ég labbaði á dyrakarminn þegar ég var á leiðinni niður í eldhús. Það var sársaukafullt og gerði mig enn stressaðari og erfiðari. "Góð byrjun á deginum, Andrea!" hugsaði ég. Mjög illa undirbúin þreytti ég svo prófið sem hefur skelft mig óumdeilanlega í 2 ár, samræmda prófið í stærðfræði. Ég hef heyrt frá nokkuð mörgum að þetta próf hafi verið fremur auðvelt, sem undirstrikar bersýnilega hversu illa undirbúin ég var. Mér gekk, vægarast sagt hræðilega. Kannski er ég að stressa mig of mikið en ég er ekki að búast við meiru en 6,5... var reyndar að stefna á 7 en maður verður að vinna með gáfurnar sem maður fær. Ég sé ennfremur fram á að ég endi í MK næsta vetur sem mun líklega leiða til mikils þunglyndis og á endanum mun ég dangla niður úr gardínustönginni inn í stofu. Hinsvegar gæti ég verið að overcomplexa, en stelpur eiga það víst til, samkvæmt staðalímyndinni. Og kannski gekk mér bara illa afþví að ég er stelpa og stelpur segja alltaf að þeim hafi gengið illa á meðan strákar segja alltaf að þeim hafi gengið vel, sem gæti útskýrt afhverju svona mörgum þótti prófið auðvelt. Ef að staðalímyndir væri ekkert nema sannleikurinn gæti þetta staðist eeeen rökhugsunin vinnur í þetta sinn og ég játa mig sigraða. Stærðfræðin stakk mig í hjartastað. Ég notaði allann próftímann og þegar Gummi Kalli prófstjóri var farin að ota að mér fingri og segja mér að ég ætti 2 mínútur eftir skilaði ég inn prófinu mínu með trega í hjarta. Spennufallið eftir prófið var gífurlegt, en 2 tímar í fótbolta og ég var búin að hlaupa þetta af mér. Þegar ég kom heim, aðframkomin af þreitu... lét ég mig falla á rúmið og svaf í 2 klukkutíma. Það var rosalega gott, fyrsti kvíðalausi svefninn minn í langann tíma. Annars var annar hlutur að valda mér kvíða og heilabrotum. Addi bauð mér á endurrisutónleika Fabúlu í Borgarleikhúsinu þar sem að fjölskyldan hans átti að vera. Hann sótti mig kl. 8:15 og ég vissi eeekkert við hverju ég átti að búast enda hlusta ég ekki á Fabúlu.
Við fórum og sóttum stjúpsystur hans (sem að er notabene 1 ári yngri en ég) og keyrðum svo í Borgarleikhúsið. Þar sem að ég var náttúrulega svolítið stressuð að fara og hitta ömmu hans og afa, bræður og önnur skildmenni var hann búinn að vara mig við að amma hans gæti faðmað mig. Strax í anddyrinu föðmuðu mig 3 ókunnugar manneskjur og vissu hvað ég héti. Ég lét eins og þetta kæmi mér ekki spánskt fyrir sjónir en var örlítið brugðið. Þegar Addi var búinn að heilsa nánast ÖLLUM í Borgarleikhúsinu og kynna mig fyrir öllum mögulegum fórum við inn. Ljósmyndari frá Fréttablaðinu stöðvaði okkur og tók af okkur mynd, og mér varð ljóst að þetta varð það allt í einu ljóst að þetta væri með öllum líkindum einhver menningarlegur artí-fartí viðburður sem að allir með áhuga á íslenskri tónlist yrðu að fara á. Svo hitti ég bræður hans og meira varð um að faðma ókunnuga. Tónleikarnir sjálfir voru samt alveg geðveikir, festival fyrir skilningarvitin. Tónlistin alveg yndislega kósí og flott bara í heild sinni... fallegt samspil í röddum og gítarleikarinn var snillingur. Svo var alveg magnað ljósashow og mikið um litinn fjólubláann. Uppáhalds liturinn minn. Fabúla- söngkonan sjálf er líka svo seiðandi performer, mér fannst eins og hún væri að fá það í hvert skipti sem hún byrjaði nýtt lag. Þetta var alveg ferskt í æð eftir langan tónlistarlegan þurrk. Sári hluturinn við þetta er að meirihluti imbanna sem stunda DC hafa einhæfann tónlistarsmekk og það er ekkert áhlustanlegt þar að fá. JÆJA, núna er ég allaveganna aftur komin heim og ætti eiginlega að fá mér smá að sofa. Hugsa að ég geri það bara.
Pæling dagsins: Já, ég get ekki talist til þeirra sem að taka fjárhagslegann auð fram yfir annað og keppast mikið um að eiga sem flestar veraldlegar eigur enda hef ég ekki fjárhaginn í það. Veraldarlegur auður er semsagt ekki mínar ær og kýr. Hef aldrei haft gaman að því að safna að mér hlutum, versla föt og svoleiðis. Fæ heldur sjaldan þessa miklu löngun til þess að eiga þetta eða hitt sem er nýtt á markaðnum. Samt átti ég mér alltaf þann draum að búa á Smáratorgi. Þetta er nú eiginlega engin pæling, frekar svona gamall draumur frá barnæsku. Að búa á Smáratorgi var alltaf pottþétta planið. Ég gæti sofið í Rúmfatalagernum, fengið mér að borða á Jarlinum og leikið mér við að taka upp allt dótið í Hagkaup (sem var þar á tíma draumsins). Svo ef mér leiddist gæti ég alltaf skroppið í Elko og horft á sjónvarpið eða farið í Tekken! Ef ég yrði veik af öllu nammiátinu í Hagkaup gat ég alltaf farið á læknavaktina á annarri hæð. Já, þetta hljómaði andskoti skothelt á sínum tíma. Ég á mér ekki lengur svona drauma. Núna hugsa ég alltaf rökrétt og leyfi mér ekki að dreyma svona kjánalega hluti. Er þetta sá liður í mannsævi sem heitir "Að fullorðnast"...? Ef svo er verð ég fúl því að mig langar ekkert að fullornast, helst langar mig bara að flytja inn á Smáratorg og búa þar ein alla mína ævi, óháð heiminum fyrir utan. Segið mér svo að þetta sé ekki freistandi??? Nóg komið að blaðri, ég held ég fari bara að sofa. Diskurinn er líka að verða búinn.
Kv.Andrea
6 Comments:
Hah! fyrstur. úauá
Ég býst ekki heldur við hárri einkunn, þar sem ég verð seint talinn til merkra stærðfræðinga. Þeir halda líka örugglega að ég hafi svindlað á einu dæminu því ég sýndi gífurlega langa útreikninga og svaraði svo öðru svari en útreikningarnir gáfu til um. Það á nú einmitt að byggja risa blokk á smáratorgi held ég. Það held ég að yrði lýti á þessu annars "fallega" umhverfi.
Ég elska drauma! Í hvaða formi sem er. ég gæti ekki lifað ef ég ætti mér ekki draum. Annars veit ég ekki hvernig mér gekk í stæ. prófinu...mér fannst það samt léttara en samræmda 2004...
Ooooo... mig langar þá bara að taka þetta próf líka og fá hærra.
Materealistism sucks (ég held ég hafi verið að búa til orð en you know what I mean)
Hver man ekki eftir laginu song2 með Blur... var að sjá myndbandið á RÚV áðan... oh hvað það er æðislegt... er samt allt of stutt... bara 2 mínútur
GANGI ÞÉR VEL Í SAMFÉLAGSFRÆÐI PRÓFINU Á MORGUN...OG BARA ÖLLUM!
Segji bara eins og krulli, gangi þér vel á morgun.
og já, vegna þrýstings frá þér henti ég upp smá nöldri um Garðabæinn. ef þú þekkir einhvern þaðan þá......verðum við bara að berjast ey
Skrifa ummæli
<< Home