Bikini og hrökkbrauð.
Jæja, þá er mesta stressinu lokið. Get ekki sagt að ég sé sátt við frammistöðuna en það er víst lítið sem ég get gert í því núna, nema kannski sætt mig við hlutskipti mitt... sem er MK. Get ekki sagt að ég hlakki til þess að fara í þessa afsökun á skóla en -kannski- hefði ég átt að hugsa um það áður en ég ákvað að læra bara "hæfilega mikið" fyrir samræmdu prófin... sem var ekki mikið. Hver er sinnar gæfu smiður ey? Ég var aldrei það góð í Smíðum. Ég get ekki sagt að það eigi ekki eftir að vera sárt að sjá á eftir draumunum um að vera loksins með bestu vinkonu minni í skóla en það er svona þegar önnur er gáfaðari en hin. Hinir glöggu hafa kannski fattað núna að ég er auðvitað að tala um framistöðu mína í lokaprófinu, nefnilega samfélagsfræði. Landafræðin, fannst mér vera suddalega erfið og sé ekki fram á að ég fái mikið fyrir hana. Annars er ég mjög óviss með sögu og þjóðfélagsfræði. Allt í allt gekk mér ekki vel á prófunum og Kalli, ætli ég sjái þig þá ekki bara næsta vetur? ;) Yfir í önnur málefni... þá er ég að fara í vorferð á morgun. Búin að pakka, allt klappað og klárt, en einhverra hluta vegna er ég bara ekkert spennt fyrir ferðinni. Þetta átti í byrjun að vera svokölluð "óvissuferð" en það er svona þegar unglingar verða fullir og mæta í skólann, leyndamál læðast út. Samkvæmt þeim upplýsingum plús það sem lítill fugl hvíslaði að mér (lítill fugl sem stundar líkamsræktarstöðvar og byrjar á E og endar á rla Dóra Magnúsdóttir) erum við að fara að hreifa okkur mikið. Það er sjaldan vinsælt meðal unglinga. Fjallganga og ratleikur, sund og svona hlutir eiga víst að vera á dagskránni. Ég get nú ekki sagt að ég sé spennt fyrir fjallgöngu, en maður veit aldrei... kannski verður þetta skemmtileg og spennandi ferð. Eitt finnst mér þó pirrandi. Afhverju er ALLTAF sund í öllum svona ferðum??? Ekki það að ég hafi eitthvað á móti sundi, sund er ágætt. En svo er það allt annað að fara með 40 öðrum jafnöldum í sund. Spéhræðsla og ósætti við eigin líkama eiga náttúrulega stórann þátt þar, einnig það að ég á engin almennileg sundföt sökum fjárskorts. Svo er það líka annað. Mæður. Já mamma, ég veit að þú munt lesa þetta eeeen... Afhverju er það þannig að mömmur, eða kannski bara mamma mín, eru alltaf svona stressaðar fyrir skólaferðir? Mér, 15 ára stúlku er til dæmis ekki treyst til þess að pakka sjálf. Alltaf þarf hún móðir mína að pranga inn á mig fleiri og fleiri ónytsamlegum hlutum. Gott dæmi: Vindgolla. Rétt upp hönd sem VEIT hvað það er. Og svo þarf náttúrulega lak líka, auka peysu... hvað kemur næst? Áttaviti og hrökkbrauð??? Paranoia foreldra í hámarki. "HVAÐ EF ÞAÐ SNJÓAR SVO?!?" Í maí? "ÞAÐ GÆTI GERST!" Já, kannski örlítið ýkt... en þið náið punktinum right? Hvenær er maður orðinn nógu gamall til þess að fá að pakka niður sjálfur?
Dagurinn: Prófið var í dag. Í stuttu máli sagt *aftur* þá gekk mér illa. Eftir prófið fékk ég svo spennufall og eins og allir vita þá er fótbolti besta lausnin við spennufalli! :D Plataði svo Írisi til þess að koma niðrí skóla og vera "memm" í fótbolta. Í fótboltanum var mér hent í jörðina AFTUR af öðlingnum Guðmundi og það er líklega ástæðan fyrir því að ég er svona lengi að skrifa þennan póst, úlnliðurinn á mér er í fokki. Eftir fótboltann fórum við Íris og Brilli í Nettó og ég keypti mér eftirfarandi: 2l kók, Milka súkkulaðistykki, Paxo Rasp og kattamat. Þegar ég kom heim, færandi hendi, gaf ég kettinum kattamatinn sem ég keypti. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég gaf honum Whiskas og kötturinn trylltist algjörlega og skreið undir pallinn og var fastur þar í meira en klukkutíma. Núna er hann sofandi í kjöltunni á mér, þreittur eftir erfiðann dag.
Pæling dagsins: Hvernig það ætli sé að vera eins og Pési? Hafa engar skildur, enga ábyrgð og mega bara gera það sem hann vill allann daginn? Hann er nú líka alveg þroskaheftur köttur og mér finnst það ekkert skrítið því að ef ég hefði engum skildum að gegna væri ég örugglega alveg að flippa og hlaupa á húsgögn. Þá þætti fólki eflaust ekkert gaman að mér og örugglega bara þegar ég er sofandi, eins og hann er núna. Hann er bestur þegar hann er sofandi. Ungabörn haga sér líka svona. Þau hafa engar skildur og það er dekrað við þau, og þau haga sér eins og ég veit ekki hvað daginn út og daginn inn. Ælandi á frændsystkini sín, labbandi á húsgögn og sjúgandi á sér stóru tána... Guð einn veit hvað er að gerast inn í heilabúunum á þeim. Spurning hvort við viljum virkilega vita það? Eða þá dýrum... þá gætum við örugglega ekki drepið þau og étið lengur... ef við vissum hvað þau væru að spá. Jafnvel þótt að þau væru nautheimsk, þá hugsuðuðu þau samt og við gætum ekki étið þau frekar en við gætum étið Rut. Oh... nei, tek þetta til baka, Rut er fín. Ég legg til að allir verði góðir við Rut héðan í frá. :D NÚNA - er kominn tími til þess að fara að sofa.
Kv.Andrea
Dagurinn: Prófið var í dag. Í stuttu máli sagt *aftur* þá gekk mér illa. Eftir prófið fékk ég svo spennufall og eins og allir vita þá er fótbolti besta lausnin við spennufalli! :D Plataði svo Írisi til þess að koma niðrí skóla og vera "memm" í fótbolta. Í fótboltanum var mér hent í jörðina AFTUR af öðlingnum Guðmundi og það er líklega ástæðan fyrir því að ég er svona lengi að skrifa þennan póst, úlnliðurinn á mér er í fokki. Eftir fótboltann fórum við Íris og Brilli í Nettó og ég keypti mér eftirfarandi: 2l kók, Milka súkkulaðistykki, Paxo Rasp og kattamat. Þegar ég kom heim, færandi hendi, gaf ég kettinum kattamatinn sem ég keypti. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég gaf honum Whiskas og kötturinn trylltist algjörlega og skreið undir pallinn og var fastur þar í meira en klukkutíma. Núna er hann sofandi í kjöltunni á mér, þreittur eftir erfiðann dag.
Pæling dagsins: Hvernig það ætli sé að vera eins og Pési? Hafa engar skildur, enga ábyrgð og mega bara gera það sem hann vill allann daginn? Hann er nú líka alveg þroskaheftur köttur og mér finnst það ekkert skrítið því að ef ég hefði engum skildum að gegna væri ég örugglega alveg að flippa og hlaupa á húsgögn. Þá þætti fólki eflaust ekkert gaman að mér og örugglega bara þegar ég er sofandi, eins og hann er núna. Hann er bestur þegar hann er sofandi. Ungabörn haga sér líka svona. Þau hafa engar skildur og það er dekrað við þau, og þau haga sér eins og ég veit ekki hvað daginn út og daginn inn. Ælandi á frændsystkini sín, labbandi á húsgögn og sjúgandi á sér stóru tána... Guð einn veit hvað er að gerast inn í heilabúunum á þeim. Spurning hvort við viljum virkilega vita það? Eða þá dýrum... þá gætum við örugglega ekki drepið þau og étið lengur... ef við vissum hvað þau væru að spá. Jafnvel þótt að þau væru nautheimsk, þá hugsuðuðu þau samt og við gætum ekki étið þau frekar en við gætum étið Rut. Oh... nei, tek þetta til baka, Rut er fín. Ég legg til að allir verði góðir við Rut héðan í frá. :D NÚNA - er kominn tími til þess að fara að sofa.
Kv.Andrea
5 Comments:
SUUUUUUUUUUUUUUUUUUND! :D
B.t.w. þá er mamma mín líka svona.
ú ég þarf að drífa mig í próf... ég á ekki eftir að geta lifað án tónlistarinnar minnar þarna úti... hmmm... vona að það sé hægt að kaupa batterý.
Hehe, í skólaferðinni okkar lagði vinur minn upp í margra kílómetra göngu í gegnum einhvern skóg nálægt Roskilde í Danmörku til þess eins að fá batterí í spilarann sinn ^.^
Og Andrea, þú kemst víst inn þarna littla noijaða stelpa *lemj í haus* How many times have I got to tell ya? Oh well, þetta verður bara meira sweet þegar þú kemst inn í MH og ég fæ að segja: "I Told You So!!" og gera lítinn dans... úú, verð að fara að semja dansinn...
Ég verð bara að vera með þér í liði framvegis. Mér finnst fínt að mamma "hjálpi til" með að pakka. Hún gerir nánast allt svo að ég þarf bara að strika yfir hluti á lista.
jammjamm, mútta var líka svona við mig í fyrra. vildi endilega troða einhverri flíspeysu með en ég neitaði. Sá strax eftir því þegar ég var kominn útí ískalda fkn jökulsá :/
annars verð ég að standa með Benediktu vinkonu þinni í þessu skólamáli. hmmm ætli ég verði ekki að hafa samband við hana svo við getum samið þennan "I told you so" dans saman....og kannski lag líka ey.;)
Mér finnst nú alveg óþarfi að gera mig að umtalsefni í þessu bloggi. Þetta flokkast nánast undir einelti. En Andrea hlustaðu bara á Kalla, hann er örugglega búinn að læra smá af þessum ætlaða töffaraskap að vera illa klæddur í ferðalögum. Betra er of en van!!:)
Skrifa ummæli
<< Home