miðvikudagur, maí 25, 2005

Marx og Engels

Hæ hó. Það er nú merkilegt hvað það er ósköp lítið að gera þessa dagana. Ég vona að þið getið afsakað mig en ég get ekki búist við öðru en að þessi færsla verði fremur fjandsamleg og bitur, vegna þess að ég er að taka eina af þessum reiðisveiflum sem ég á til að fá. Það er nefnilega þannig í pottinn búið að ég er víst búin að afsala mér formannstitlinum mínum óviljug og óspurð um málið. Ég get í rauninni alveg sætt mig við það að vera ekki formaður í þessar 2 skitnu vikur sem eru eftir af skólanum en eins og hefur kannski komið fram á þessari bloggsíðu finnst mér allt sem tengist þessu máli mínu í hæsta máta fáránlegt. Lágkúrulegast af öllu finnst mér þó að vera svipt titlinum og að þurfa að komast að því í gegnum slúður frá Sunnu. Það eitt að vera ekki einu sinni látin vita gerði mig svo reiða að það þurfti ekki meira til þess að fylla mælirinn. Loksins get ég sagt það og meint það af öllu mínu hjarta.

ÉG HATA LINDASKÓLA.

Já, loksins viðurkenni ég það fyrir sjálfri mér. Þessi 4 ár sem ég hef verið í skólanum hefur mér aldrei liðið vel. Þessi skóli hefur heldur ekki farið vel með mig. Ég eignaðist verstu vinkonur sem nokkur stúlka getur ímyndað sér þarna, sem dæmi. Og þegar ég hugsa um það þá er allt leiðinlegast fólk sem ég þekki í Lindaskóla eða var í Lindaskóla. Undiraldan í skólanum er líka alveg hreinn viðbjóður. Þetta er ekki góður staður, finnst mér. Þegar ég hugsa um Lindaskóla á ég mér fáar góðar minningar. Nemendaráðið hefur kerfisbundið unnið á þessu síðan ég byrjaði í því allaveganna að bæta andann í skólanum og það hefur gengið ágætlega en samt ... æj, ég veit ekki... mér finnst ég ekki velkomin þarna, og kannski er ég það ekki. Vá, ég nenni ekki að tala um þetta og það eina sem ég get sagt er að ég hlakka til þess að útskrifast þaðan og þurfa ekki að koma þangað aftur. Að öðrum og skemmtilegri málefnum þá er þetta mín þriðja tilraun í dag til þess að blogga og ég ætla rétt að vona að þessi komist til skila, annars gefst ég alveg upp og það kemur ekkert blogg frá mér í langann tíma.

Dagurinn: Dagurinn var alveg hreint ágætur... ég vaknaði klukkan 1 og hafði það lítið að gera svo að ég vökvaði grasið. Eftir að ég var búin að dunda mér í þónokkurn tíma fór ég niður í skóla með Hildi og skilaði viðtölunum fyrir árbókanefndina sem að ég er notabene ekki í lengur (er þessi refsing ekki að ganga út í öfgar?) og svo skruppum við niður í sjoppið. Þar hittum við Sunnu og við löbbuðum heim saman. Með þeim fékk í þessa líka sterku smábæjartilfinningu, og fyrir þá sem ekki vita er smábæjartilfinning tilfinning sem að ég fæ stundum sem að lætur mig finna rosalega vel fyrir stöðu minni í heiminum. Oggupínu-pínu lítið peð á plánetunni Jörð. Að búa í svona smábæ bætir það ekki. Stundum þegar ég fæ smábæjartilfinninguna fer ég alveg í kerfi og þunglyndi en stundum sætti ég mig alveg við það að vera bara ég. Fullkomin skilyrði fyrir smábæjartilfinningunni er auðvitað að vera í smábæ, eða úthverfi... samanber Lindahverfi. Dagurinn þarf að vera rosalega aðgerðalaus og dull og veðrið þarf að vera mellow, hvorki heitt né kalt. Þá fer heilinn minn oftast á stað og smábæjatilfinningin lætur kræla á sér. Ég fann einmitt fyrir henni í dag og í þetta sinn var ég bara nokkuð sátt við hlutskipti mitt, sem er að vera bara lítil stelpa í litlum bæ á litlu landi, og geta voðalega lítið í því gert. Ég veit ekki hvort ég komist nokkurtíman út fyrir litla bæjinn minn en hvað með það? Þá verð ég bara ánægð með lífið í Kópavoginum og skelli mér svo með manninn og börnin á 3 ára fresti til Benedorm til þess að brjóta upp á tilveruna... er eitthvað að því að vera bara meðaljón? Afhverju er það markmið hjá svona mörgum að skera sig útúr, vera öðruvísi og slá í gegn? Á meðan þetta fólk svitnar yfir því að láta á sér kræla sit ég bara við gluggann og horfi á árstíðirnar hlaupa framhjá mér í Kópavoginum. Er eitthvað erfitt að sætta sig við það að vera venjuleg/ur? Ég er farin að sætta mig við það, sem er líklegast gott þar sem að þær gerast ekki venjulegri en ég.

Annars var ég að labba heim í dag og tók eftir því að lúpínurnar eru farnar að vaxa. Ég hlakka svo mikið til þegar þær verða í blóma, það vill nefnilega svo vel til að það er stór lúpínuakur fyrir utan húsið mitt. Það er sumar. Það er líka best í heimi að hlaupa út í miðja breiðuna og láta sig hverfa, horfa bara upp í himininn með góða tónlist í eyrunum. Priceless. Þegar ég fór út áðan tók ég líka eftir því að grasið var orðið grænna en í morgun... vá, sumarið er að koma, á hraðferð. Vona bara að það staldri við í smá stund og ylji mér um hjartarætur. Annars var ég að koma inn úr fótbolta, það var gaman... þetta er farið að vera eina hreifingin mín, sem er ekki gott miðað við allann matinn sem ég borða. Jæja, ég ætlaði að skella á ykkur einni stórri pælingu um ást og svoleiðis stöff en ég held ég sé bara ekki nógu vel upp lögð til þess að leggjast í pælingu af þeirri stærðargráðu. Í staðin fáið þið eitthvað stutt og laggott, sem er auðvelt að melta. Auðveld pæling... er það til?

Pæling dagsins: Hvað er skemmtilegt og auðveldlega melt? MÁLFRÆÐI! Nei, kannski ekki... en ég var samt að velta fyrir mér einu. Hvort er réttara að segja ristavél eða brauðrist? Mér finnst brauðrist réttara og reyni að nota það alltaf, enda er það réttnefni því vitanlega er þetta tæki gert til þess að rista brauð, therefor brauðrist. En ef maður segir ristavél, er þá leyfilegt að rista hvað sem er í apparatinu? Eins og til dæmis mannshendi? Hmm... en þegar ég hugsa um þetta þá ætti ég eiginlega að segja ristavél afþví að ég rista voðalega sjaldan brauð í minni brauðrist. Ég rista oftast beyglur eða svona instant frosnar vöfflur, en eiginlega aldrei brauð. Ætti ég þá ekki að kalla tækið ristavél? Á það að vera persónubundið eftir mataræði manns hvernig maður ávarpar heimilistækið? Hmm, já gott fólk... þetta er það sem ég kalla klassa pælingu. Algjör klassi.

Kv.Andrea

15 Comments:

Blogger Benedikta said...

IllWillPress :P 'Whoa, It's a toasted human hand' Amityville!

En já, ég segi brauðrist, enda var þessu barið inn í hausinn á manni þegar maður var yngri, mér finnst þessvegna rosalega rangt þegar fólk segir ristavél...

Og ég mun aldrei sætta mig við meðalmennskuna, sama hversu leiðinlegt námið verður, ætla ég að klára það og búa svo í flottri villu nálægt Antibes, fara á ströndina og kvikmyndahátíðina í Cannes (aftur) og lifa lífinu... ég myndi aldrei lifa af á Íslandi.. enda þoli ég þetta land ekki...

fimmtudagur, maí 26, 2005 11:22:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ekkert á móti því að skera mig úr en ef það skyldi mistakast er ekkert að því að vera bara venjuleg... ég fæ eitthvað svo nice og hlýja tilfinningu þegar ég hugsa út í það að vera/verða venjuleg.

Það er til íþrótt sem heitir lúpínuhopp... við ragga fundum hana upp í 8. bekk... mjög gaman... kennum þér einhverntíma.

Oh já ég er búin að hugsa svo mikið um að klára loks lindaskóla (með tilheyrandi sælutilfinningu)... kvíði samt alveg rosalega fyrir því að sækja um skóla... Guðrún Snorra var e-ð að tala um að það sé aðeins hægt að sækja um einn skóla þegar þú gerir það rafrænt... ekki einusinni varaskóla :S

Massapæling ;)
Því miður get ég ekkert sagt við henni þar sem ég borða aldrei ristað brauð... held að ég hafi notað orðið ristavél í gamla daga.

fimmtudagur, maí 26, 2005 1:52:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Rólegur Ívar... ég fór þangað þegar ég var 11 ára... það rúlar að búa í frakklandi.. you should try it sometime.. ég bjó í circa 15. mín fjarlægð frá Cannes... og í hálftíma fjarlægð frá Ítalíu og Mónakó.. einstaklega skemmtilegt....

fimmtudagur, maí 26, 2005 4:57:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahhh...brauðrist/ristavéla-pælingin! Ég heyrði hana á undan hinum *ull* Mér finnst pælingar skemmtilegar....en þetta tal um að sætta sig við að vera meðaljón og búa bara á Íslandi, NEI TAKK! Ég ætla sko ekki að lifa í þessari stéttaskiptingu sem er að myndast... god I hate rich people... frekar bý ég í kofa á Grænlandi. Ég á mér of stóra drauma svo að ég get allskostar ekki sætt mig við ísland...hugsanlega er plánetan Jörð of lítil fyrir mig (hvort skrifið þið jörð með litlu eða stóru J? Bæði eru betra...). Stundum bölva ég heiminum vegna þess að við eigum úr of mörgu að velja og það ER allt hægt...helvítis kostir...

föstudagur, maí 27, 2005 12:10:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ristavél skal það vera afþví að ég segji það!! og ekki múkk um það meir kerling.

Svo held ég að Benedikta ætti bara að hætta því að monta sig yfir því að hafa farið á Cannes.
Hefur Benedikta farið í bátsferð til Åland??!! NEI, hélt ekki!!

föstudagur, maí 27, 2005 12:45:00 f.h.  
Blogger Benedikta said...

hehe, okeyj kalli, þú vinnur, bátsferðin er án efa mun svalari :D

hey, önnur málfræðipæling, hvort skrifiði typpi/tippi? Samkvæmt orðabók er bæði rétt....

föstudagur, maí 27, 2005 11:58:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Omg! Mig langar í bátsferð... bömmer. En með typpin og það allt (hehe) þá finnst mér ypsilon skemmtilegra afþví að ég á það til að setja ypsilon í öll möguleg orð OG tippi finnst mér hljóma svo barnalega eitthvað... ypsilonið er svo fullorðinslegt ;) hehe... typpi.

föstudagur, maí 27, 2005 2:16:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Og já! Ég mun örugglega fara á Cannes einhvertíman afþví að við Benedikta ætlum nefnilega að flytja saman til Antibes og lifa lífinu. Ég lít ekki á það eins og ég sé eitthvað að reyna að slá í gegn, bara lifa hversdagslegu lífi annarstaðar á hnettinum. Þar sem er meiri sól og fallegra umhverfi... og Cannes, og Ítalía og Mónakó (ú, þá getum við skellt okkur á gambling night af og til :D híhí)... Það er örugglega rosalega boring líka, eins og að búa hérna ;)

föstudagur, maí 27, 2005 2:19:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hmmmm, allt í einu er stangveiði orðið svo miklu skemmtilegra orð.

föstudagur, maí 27, 2005 4:26:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég skrifa typpi. Já, stangveiði gæti þýtt annað :)

föstudagur, maí 27, 2005 5:10:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Híhí... úh, ég finn allt í einu mikið meiri áhuga á stangveiði *hugsar* :P Nota samt ennþá typpi. Typpi eru kúl. Stengur líka *roðn*

Kv.Andrea í Benediktu.

föstudagur, maí 27, 2005 5:27:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aaaah! Svo þoli ég ekki fleirtölu orðanna hringur og stöng. Það er hægt að segja hringar/hringir og stengur/stangir.

föstudagur, maí 27, 2005 6:47:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

MJÖG sammmála Ívari. Meiði mig alltaf í eyrunum þegar ég heyri hitt.

laugardagur, maí 28, 2005 12:33:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Andrea, ég var að spá í þessari pælingu þinni, þ.e.a.s. ristavél/brauðrist, og ég hef komið með svar við þessu, þar sem það er engin vél í þessu þá getum við ekki kallað þetta ristavél heldur eingöngu brauðrist eða bara "beyglurist", "Vöfflurist" eða eitthvað álíka...

laugardagur, maí 28, 2005 6:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Okay... eg las ekki mikið enda les eg aldrei mikið nema eg nauðsynlega þurfði þess eða .... eða ja að eg nauðsynlega þurfi þess eins og i skolanum. þannig að eg segi bara vona að eg er ekki leiðinlegur i Lindaskola OMG!

sunnudagur, maí 29, 2005 11:56:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home