mánudagur, maí 09, 2005

Thoughts of a dying atheist...


Ég reyndi að blogga fyrr í dag, en skrambans kötturinn settist á lyklaborðið, slökkti á tölvunni og þar með var allt fyrir bý. Ég var meira að segja að hugsa um að sleppa því bara að blogga aftur í bráð. Eeeen þjarmað var að mér úr öllum áttum og loks gafst ég upp undan hópþrýsting. Undanfarna daga hef ég meira og minna haldið mig inná spjallforritinu MSN Messenger og veigrað mér við að læra fyrir prófið sem ég var í. Fyrir íslenskuprófið sem ég var að taka í dag það er að segja, lærði saman sem ekki neitt... potaði lítillega í bækurnar en fann mér ótrúlegt en satt, alltaf eitthvað annað að gera. Tók til dæmis loksins til í veskinu mínu! Og fann bíómiða frá 2002... ég hef greinilega farið og séð "The Transporter" í áttunda bekk. Skemmtilegt. Svo fór ég ekki einu sinni að sofa á réttum tíma, miðað við ráðleggingar kennara um að koma "vel upplögð" í prófið. Ég kom ekki vel upplögð í prófið, frekar þreitt ef satt best skal segja. Hefði kannski átt að fara í slökunina... hmmm... nei. Hefði ekki fyrir mitt litla líf farið í slökun. Svo er náttúrulega enskupróf á morgun. Ég er heldur ekki búin að taka upp bók fyrir það... enda eru þessi tvö próf þau léttustu, við sjáum bara hvað setur á fimmtudaginn. Það er kannski óþarfi að segja það, en ég er mjög svartsýn á málið. Nenni samt ekki að röfla endalaust um prófin. Fyndið þetta msn, það er eins og það sem gerist á msn sé ekkert til í raunveruleikanum. Þetta er svona aukaheimur þar sem allir eru vinir, þrátt fyrir útlit, aldur og félagslega stöðu. What happens on MSN, stays on MSN. Þetta ætti eiginlega að vera mottóið þeirra en það er víst frátekið af einhverri borg í Nevada.

Dagurinn: Eins og flestum er kunnugt var háð barátta góðs og ills í morgun - það er að segja á milli mín og mannsins á snældunni sem smjattar svo mikið að lítil taug í heilanum á mér fer að titra og mig langar ekkert meira en að þrífa geisladiskinn úr tækinu og stappa duglega á honum. Semsagt samræmda prófið í íslensku. Prófið var svona sæmilega erfitt, og ég spái sjálfri mér 6,5... hugsanlega slefa ég upp í 7 eða jafnvel 7,5 ef að fancy-smancy hugtök eins og "félagsmótunaraðilar" og "grunnmenntun" strýkur þeim sem fer yfir prófið mitt á réttann hátt. Vonandi næ ég að kjafta mig út úr þessu eins og svo mörgu öðru. Annars var prófið grútleiðinlegt og ég er ekki frá því að lesskilningurinn hafi drepið nokkrar heilasellur. Eftir prófið fórum við Íris heim að læra. Það gekk nú ekki alveg eftir og einhverra hluta vegna er ég með samviskubit yfir því... jafnvel þótt ég kunni ekki að læra fyrir enskupróf. Kannski ég fari meira að segja að sofa á "réttum" tíma núna... ef það er ekki orðið of seint. Þyrfti eiginlega að kötta þessu strax og drífa mig í háttinn en ég kemst ekki hjá því að spyrja einnar spurningar. Er eitthvað að því að vera dulítið svampkenndur? Mér finnst einhvernvegin að nú til dags snúist allt um það að vera með sem harðasta magavöðva og "buns of steel"... kannski er það bara leti í mér en ég hef ekki verið að sækjast eftir því. Mér finnst kökur betri en hlaupabretti. So sue me. Jæja, núna er ég farin að sofa... óska öllum góðs gengis og farsæls komandi árs.

Pæling dagsins: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Af hverju er ég að missa? Er það ég, eða vantar bara eitthvað púsluspil til þess að fullkomna myndina? "Whadda Hell?" Mér finnst eins og ég sé að missa af einhverjum veigamiklum punkt. Ég er bara ekki að sjá heildarmyndina. HVER TÓK PÚSLUSPILIÐ SEM VANTAR!? Too much Radiohead makes my brain go numb.

Kv.Andrea

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gott gott gott. gaman af þessu.
Annars held ég að þú verðir að útskýra þessa pælingu fyrir mér.

þriðjudagur, maí 10, 2005 12:15:00 f.h.  
Blogger Benedikta said...

ég botnaði ekkert í þessari pælingu :D en já elskan, við fórum saman á transporter, ég dró þig með afþví að hún er tekin í suður frakklandi ^.^ Mig minnir að þetta hafi verið frá tíma bíókortanna okkar góðu....

þriðjudagur, maí 10, 2005 6:06:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þú ert heppin að MSN er hætt að skilja eftir logskrár. Áður gat ég alltaf skoðað hvað þú hafðir verið að bulla á MSN. En ekki lengur :(. En þú getur sjálfri þér um kennt að vera illa upplögð. Ég rak örugglega 10 sinnum á eftir þér í háttinn.

þriðjudagur, maí 10, 2005 11:04:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

:O Mamma krípí! Nei... trúi þessu ekki, ertu að njósna um mig? :O

Já, þessi karl þarna er alveg fáránlegur... ég sver hann sagði LÍMA!

þriðjudagur, maí 10, 2005 1:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

JÁ! Ég heyrði LÍMA LÍKA!!!!! Æi mér finnst að hann megi deyja...hann er búinn að vera að þessu svo lengi....þetta er svona eins og með páfann, hann hefur alltaf verið þarna og maður heldur að hann sé 200 ára en svo kemur í ljós að hann er bara 86 eða e-ð. Ennnn... páfinn er nú dáinn þannig að við getum verið bjartsýn **skamm* slá á hendi* STÆRÐFRÆÐI *dettur í gólf með tilþrifum* GRENJ! Aufi!

þriðjudagur, maí 10, 2005 2:51:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Satt er það. Það er fullt af fólki sem ég tala mikið við á msn en aldrei í raunveruleikanum.

miðvikudagur, maí 11, 2005 3:05:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

miðvikudagur, maí 11, 2005 3:06:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahhh...raunveruleikinn... hvað er raunverulegt? *ég skynja hint í commentinu hans gumma...kannski er það bara ég*

miðvikudagur, maí 11, 2005 4:28:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Gummi... eins og mig.

Andrea ég elska þig fyrir að minnast bæði á uppáhaldslagið mitt með Muse og Radiohead í sama bloggi... ég overloadaði næstum.

Ég er ekki sammmála því að radiohead deyfi heilann... kannski fyrst... þá varð ég svolítið leið en núna verð ég svo hamingjusöm því ég áttaði mig á því að textarnir þýða allt annað en fólk heldur í fyrstu... svona djúpur er hann Tommi.

miðvikudagur, maí 11, 2005 7:54:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tommi svæfði mig einmitt værum svefni í gær ... ZZZzzzz

fimmtudagur, maí 12, 2005 1:59:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Já, Hildur og Erla eru góð dæmi um það, Andrea reyndar líka. Já og ég biðst afsökunar á því að hafa AFTUR hlaupið þig niður. Þú bara hleypur alltaf á mig!

fimmtudagur, maí 12, 2005 3:55:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home