Can't take my mind...
Fyrst vil ég minnast á það að sökum ónefnds Kalla fór ég ekki að sofa fyrr en klukkan 4. Hélt að ég fengi þó alveg nokkurra tíma svefn þar sem að ég þarf ekkert að gera fyrr en kl.1 þegar ég fer í ferðina. Núna er klukkan 11:57
8:40 - Kötturinn vekur mig, mjálmar stanslaust í hálftíma. Ég gefst ekki upp og fer aftur að sofa.
9:15 - Kötturinn vekur mig aftur, hlammar sér á koddann minn og byrjar að sleikja á sér óæðri endann. Ég gefst ekki upp, hendi kettinum út og fer að sofa.
9:43 - Vakna við furðulegt hljóð að utan. Kemur í ljós að nágranni minn hefur ákveðið að slá grasið á miðvikudagsmorgni. Þetta vekur að sjálfsögðu keðjuverkun og hundurinn í næsta húsi vaknar líka og geltir óstjórnlega. Enn gefst ég ekki upp og fer aftur að sofa.
10:49 - Vakna af sjálfdáðum, hvað getur það verið nú? Jú, ég er komin með blóðnasir. Frábært. Eftir hálftíma baráttu við blóðnasirnar skríð ég aftur upp í rúm en get ekki sofnað. Ákveð að kveikja á sjónvarpinu í fyrsta sinn í viku. Ekkert spennandi þar og ég hugsa með mér að reyna einu sinni enn. Er að skríða undir sæng þegar móðir mín hringir í mig til þess að gá hvort ég sé ekki alveg örugglega vöknuð. Hún hringdi líka til þess að gá hvort ég væri ekki búin að sækja aukapeysuna... ooog hrökkbrauðið. Núna gefst ég algjörlega upp og játa mig sigraða.
Einhverra hluta vegna ákveð ég að sniðugt sé að kveikja á tölvunni og tjá mig um þennan martraðamorgun. Núna er klukkan 12:19 og á meðan ég skrifaði færsluna hefur síminn hringt 2 enn. Ég prísa mig sæla að hafa ekki reynt að sofna aftur því að þá væri ég sprungin núna og þetta yrði líklega haturspostur til heimsins. Núna þarf ég að fara frammúr og drösla mér og dótinu mínu niður í skóla þar sem að móðir mín ákvað að fara frekar í nudd en að skutla mér, og ég vil ómögulega ónáða ömmu mína. Farin.
Kv.Andrea
8:40 - Kötturinn vekur mig, mjálmar stanslaust í hálftíma. Ég gefst ekki upp og fer aftur að sofa.
9:15 - Kötturinn vekur mig aftur, hlammar sér á koddann minn og byrjar að sleikja á sér óæðri endann. Ég gefst ekki upp, hendi kettinum út og fer að sofa.
9:43 - Vakna við furðulegt hljóð að utan. Kemur í ljós að nágranni minn hefur ákveðið að slá grasið á miðvikudagsmorgni. Þetta vekur að sjálfsögðu keðjuverkun og hundurinn í næsta húsi vaknar líka og geltir óstjórnlega. Enn gefst ég ekki upp og fer aftur að sofa.
10:49 - Vakna af sjálfdáðum, hvað getur það verið nú? Jú, ég er komin með blóðnasir. Frábært. Eftir hálftíma baráttu við blóðnasirnar skríð ég aftur upp í rúm en get ekki sofnað. Ákveð að kveikja á sjónvarpinu í fyrsta sinn í viku. Ekkert spennandi þar og ég hugsa með mér að reyna einu sinni enn. Er að skríða undir sæng þegar móðir mín hringir í mig til þess að gá hvort ég sé ekki alveg örugglega vöknuð. Hún hringdi líka til þess að gá hvort ég væri ekki búin að sækja aukapeysuna... ooog hrökkbrauðið. Núna gefst ég algjörlega upp og játa mig sigraða.
Einhverra hluta vegna ákveð ég að sniðugt sé að kveikja á tölvunni og tjá mig um þennan martraðamorgun. Núna er klukkan 12:19 og á meðan ég skrifaði færsluna hefur síminn hringt 2 enn. Ég prísa mig sæla að hafa ekki reynt að sofna aftur því að þá væri ég sprungin núna og þetta yrði líklega haturspostur til heimsins. Núna þarf ég að fara frammúr og drösla mér og dótinu mínu niður í skóla þar sem að móðir mín ákvað að fara frekar í nudd en að skutla mér, og ég vil ómögulega ónáða ömmu mína. Farin.
Kv.Andrea
1 Comments:
Gífurlega skemmtilegt blogg.. en það sem gerir mig glaða er að þú ert aftur farin að verða duglegri við það að blogga :D
Skrifa ummæli
<< Home