þriðjudagur, janúar 25, 2005

Þegar ég fór í dýragarðinn

Halló. Í rauninni fór ég ekki í neinn dýragarð, þetta hljómaði bara svo spennandi byrjunartitill á bloggi. Ég hef þó farið í dýragarð! En nóg um það, dýragarðssögur eru heilaskemmandi. Chewits rúúúla btw! Þar sem ég hef óumdeilanlega ekkert að segja frá skulum við einfaldlega bara vinda okkur að deginum.

Dagurinn: Ósköp venjulegur skóladagur í lífi Andreu Bjarkar. Andrea veit þó ekki hversvegna hún talar um sjálfa sig í 3. persónu en henni er líka svolítið mikið sama. Andrea fór í próf í dag, í náttúrufræði. Hún gleymdi að læra fyrir prófið... en ef hún hefði vitað að það væri próf hefði hún heldur ekki lært hvort eð er svo það skiptir hana engu. Hún fékk eina villu, og fékk lokaeinkunina 9.5 sem var algjör bullskítur og fjarstæða því að bæksli á hval og mannshönd eru eðlislík líffæri og hvalir og menn eru bara nánast ekkert skyldir! Henni finnst þetta ruglspurning, alltof tvíræð. Stundum finnst Andreu 9.5 ekki fullnægjandi einkunn, sérstaklega í einhverju svona léttu eins og líffræði. Andreu fannst þetta próf kjaftæði og ekkert annað. Annars fékk ég að heyra það að ég væri engu betri en einhver drusla, ég væri svo mikil glenna... bara afþví að ég var í pilsi, sem er einmitt orsökin af því að fötin mín eru skítug og ég vildi frekar fara í pils en að vera í skítugum gallabuxum. Ég skil eiginlega ekki alveg afhverju því að það koma fullt af stelpum koma í pilsum í skólann og þar má nefna Erlu Rún sem á bleikt, stutt GEGNSÆTT pils (mjög flott pils, engar móðganir hérna hjá mér, Erla er fín stelpa) en ekki fær hún neinar athugasemdir, neeei... bara afþví að ég er í sokkum er það eitthvað athugunarvert, segja að ég sé glenna, þau eru bara helvítis perrar að vera alltaf að kíkja það er málið! Málið er EKKI ég, það er aldrei ég *smirk* En nóg um það... Svo púlaði ég rassinn minn af í leikfimi og fór heim.

Pæling dagsins: Hvers vegna halda norðurlandabúar, eða bara vestur-Evrópu búar yfirleitt að þeir séu eitthvað æðri en annað fólk? OG Bandaríkjamenn, auðvitað... það má nú ekki gleyma þeim en ég ætla að halda þeim útúr umræðunni því að þeir líta svo stórt á sig að það er ekki einu sinni vert að tala um það. En pæling dagsins gengur aðallega út á það að Svíar, sem komu svo illa út úr hamförunum í Asíu, eru auðvitað í miklu sjokki en afhverju eru allir aðrir að finna svona mikið til með Svíunum? Af þessu mætti draga þá áliktun að td. okkur Íslendinga skipti meira máli hversu margir (eða fáir) Svíar deyja frekar heldur en allir þessir Asíubúar sem hafa flest allir misst heimili sín, ef ekki fjölskylduna líka! Og okkur er samt svo virkilega umhugað um greyjið Svíana! Og ekki misskilja mig þar sem að ég finn alveg til með þeim og allt það en þeir lentu nú samt ekkert illa í þessu miða við Asíu sjálfa. Mér finnst eins og verið sé að horfa framhjá vandamálinu, sem er Asían sjálf. Bara svona smá pæling, og hún meikar örugglega ekki mikið sens en já, þegar þið hugsið um Asíu hamfarirnar reynið að hugsa framhjá ljóshærða fólkinu í blautu fötunum. Og ég veit ekkert hvernig þið hugsið en ég hef heyrt nokkuð marga tala um 'greyjið svíana' og það pirrar mig smá. Jæja, nóg af þessu hamfara-þunglyndis rugli, hér kemur eitthvað ferskt! (Er samt ekki viss hvort þetta verði daglegur liður.)

Brandari dagsins: Afhverju bjargaði Superman ekki Twintowers? ......Afþví að hann var í hjólastól! HAHAHAHAHAHAHAHAHA *ok, ok, kannski smá illkvittið en samt, hver getur ekki sagt að þetta sé húmor???*

Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Andrea said...

??? this makes no sense at all, nema þú sért rasisti, en hvað veit ég...

miðvikudagur, janúar 26, 2005 1:11:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ok. Haha.... æj, þetta var nú illa bjargað hjá mér... þú ert ágætur :)

sunnudagur, janúar 30, 2005 7:19:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home