sunnudagur, janúar 23, 2005

Dugleg, það er ég.


Jæja! Ég ætla að vera mjög dugleg og skrifa ANNAÐ blogg í þessarri viku! Þetta er sjaldséð gæti fólk hugsað, því að hún Andrea er frekar sínk á bloggin, Haaaa? Ég ætla nú bara aðeins að fara yfir helgina sem var nú síður afdrifarík. Á föstudaginn.... uhh, hékk ég í tölvunni eins og hinn íslenski unglingur gerir óspart. Á laugardaginn var ég hinsvegar óhemju dugleg og vaknaði um hálf 11 leitið (sem gerist ekki oft) og fór á bretti uppí Skálafelli. Það var fullt af fólki þar, og ég fékk að hitta Agga, kærastann hennar Benediktu í fyrsta skipti, og hann er alveg sómanáungi... Annars var mjög gott færi og ég var þar í 6 tíma. Jibbíjei. Um kvöldið ætlaði ég að fara í partí með Benediktu en svo kom í ljós að partíið var á Seltjarnarnesi... sem var bara aðeins of langt fyrir mig að nenna að fara svo ég ákvað bara að leigja spólu með Örnu frænku minni sem að er brettasnillingur. Allaveganna, eins góð og hún er á bretti er hún með ömurlegann kvikmyndasmekk (ég meina... hún spólaði yfir söngatriðin í Moulin Rouge!) og við enduðum á því að leigja einhverjar hörmulegar vasaklútamyndir... ok, ég var ekki í stuði fyrir það svo að ég afsakaði mig bara eftir 20 mín og hún Arna mín er svo skilningsrík :) Ég ákvað að fara bara heim í tölvuna sem er alltaf jafn gaman, en hljómsveit bróður míns var í heimsókn, og svo var reyndar líka eikkað annað fólk... en jamm, við fórum í Popppunkt, og ég þurfti að vera með Adda, sem er trommarinn í liði, og hann hefur örugglega lélegasta áfengisþol sem ég veit um. Þegar hann var farinn að leika sér með bjórtappa og reyndi að sannfæra okkur um að þetta væri gjaldeyrir gáfumst við upp og jamm... það var bara almennt tjill til kl. 3 eftir það, eins og gengur og gerist og bara uhm... já það var fínt :) Reyndi í nokkurn tíma að útskýra fyrir vinum Bensa að ég væri ekki lessa sem er greinilega það sem flestir ef ekki allir eru farnir að halda... og þá fékk ég bara voðalega neikvæðar athugasemdir svo ég gafst bara upp. Mér er svosem sama. En allaveganna þá er komið að deginum í dag.

Dagurinn: Vaknaði í dag eftir 8 tíma svefn kl.12, you do the math. Var í tölvunni í smá tíma, seldi smá klósettpattír, og horfði á smá part af How do you like Iceland? sem var endursýndur, en svo hringdi Benedikta og vildi hitta mig. Ég nennti ekki að gera mig sæta svo ég fór bara beint niður í Liminn eftir þáttinn og hitti hana elskulegu Benediktu... við vorum bara að skoða, tjilla og spjalla í nokkurn tíma. Ég fann ekkert sérstakt nema kannski í Zöru þá var mjög sætur sumarkjóll og jamm... ég þurfti náttúrulega að prófa hann með brjóstahaldara og þessvegna fann ég bara einn í búðinni og jamm.. ég varð bara eiginlega þunglind af söknuð! uughg... ég saakna þeirra! sko brjóstahaldaranna... ég leit bara á mig þarna í speglinum og þúst... they were all up and pretty n' stuff... this is not fair! Eníveis... þá fórum við síðan bara heim til hennar og vorum bara að tjilla. Eftir skamma stund þurfi móðir mín endilega að fá mig heim og þar sem ég er svo góðhjörtuð hafði ég það ekki í mér að segja nei og fékk góðfúslega far hjá föður mínum. Þegar heim var komið fór ég í sturtu, sem ég geri óspart og það var þææægilegt. Ég sofnaði nánast. Annars er voðalega lítið búið að gerast í dag. Þessi helvítis klósettpappír á bara eftir að vera fyrir mér, mér á aldrei eftir að takast að selja allt þetta! Náttúrulega bara rugl...En já, on with the blog. Eftir sturtuna er ég bara búin að hanga fyrir framan tölvuna, en það er svo rosalega kalt hérna að ég er búin að vera í stanslausri leit að niðurstöðu þessarar hvimleiðu stöðu, sótti fyrst teppi, en það var ekki nóg... tjekkaði á ofninum en hann var stilltur á 4 svo það var víst ekki sökin. Að lokum fann ég sökudólginn sem var galopinn gluggi sem var vandlega falinn bak við púðana og gardínuna... og núna er loksins að hlýna hérna og ég er loksins að verða búin með bloggið.

Pæling dagsins: Nú á dögunum var verið að opna Nautilíus líkamsræktarstöð hérna í Salahverfi og þá fór ég á spá og spekúlera afhverju fólk fer í líkamsræktarstöðvar og hreifir sig? Afhverju borgar það morðfjár í einhver árskort og svoleiðis rugl til þess eins að svitna óhóflega mikið í kring um fullt af fólki? Ég skil auðvitað að fólk vilji losna við kíló eða koma sér í form en afhverju ekki bara að fara út að hlaupa? Það er sagt að fólk sem hreyfir sig meira sé með meira endorfín flæði í heilanum en þegar ég er búin í Píp testi í skólanum líður mér bara frekar illa, eiginlega er ég oftast bara alveg miður mín og að niðurlotum komin. En samkvæmt þessum vísindalega sönnuðu staðreyndum að það er meira endorfín flæði í heilsugúrúum en letingjum og þeir séu þar af leiðandi hamingjusamari á sér engann grunn í minni persónulegu vitneskju. Ég þekki til dæmis eina manneskju sem er alltaf í ræktinni, ókey... hún er alveg hamingjusöm en það var mjög líklega ekki afþví að hún var alltaf í ræktinni, heldur fannst mér meira eins og hún hafði ræktað með sér mikilmennskubrjálæði frekar en hamingju, og treystið mér þegar ég segi að mikilmennskubrjálæði á alls ekki við þar sem umrædd manneskja er bara ekkert mikil (í stærð og ef þú fattar þetta 'skan þá er þetta ekkert illa meint heldur bara smá grín) Hinsvegar, er fólkið sem stundar líkamsræktarstöðvarnar af kappi oftast með ákveðin markmið í huga og eftir minni bestu vitneskju verður fólk hamingjusamt þegar því tekst að uppfylla markmið sín svo að það er nú ekki mikil niðurstaða í þessum texta nema kannski að ég á það til að andmæla sjálfri mér. Jæja, þið getið velt ykkur upp úr þessu... en það er ein staðreynd sem stendur alltaf og hún er: Það er alltaf gott að hreyfa sig!

Kv.Andrea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home