mánudagur, janúar 31, 2005

Mánudagar...þarf að segja meira?

, afhverju eru mánudagar svona rosalega erfðiðir... þótt þeir séu það í rauninni ekki, afhverju eru þeir þá svona hvimleiðir eitthvað? Er þetta einhver Íslenskur vinnufíkla kúltúr sem hefur verið skapaður í kring um mánudaginn í einhverju skemmdegisþunglyndiskasti? (vá langt orð þetta) Jæja, þessi mánudagur var frekar erfiður.

Dagurinn: Ég vaknaði við klukkuna í morgnu! Stórt húrra fyrir því :D hehe, aftur á móti þá held ég, að þar sem ég fór að sofa kl.3 að ég hafi bara aldrei sokkið almennilega í svefninum og einfaldlega ekkert sofið yfir nóttina... bara lúllað í 4 tíma... eða eitthvað þannig....oh ég veiit ekki, ég kýs það helst að vita bara ekki neitt á mánudögum. Okkar stórmerkilega skólakerfi tókst af einhverjum virkilega fáránlegum ástæðum að gera stundarskrána mína þannig að ég byrja í 2földum íslenskutíma á mánudögum, kannski ekki besta fagið fyrir svona morgunfúla manneskju eins og mig, en sem betur fer var Hrefna íslenskukennari ómeðvitað góð og fór yfir námsefnið mestallann tímann, og svo fórum við víst líka í ljóð, sem eru nú bara svo fáránlega létt að það telst varla sem námsefni. Dagurinn leið og fyrr en varði var aðeins einn tími í íslensku framhald, þar sem ég, Karen og Karen áttum eftir að klára verkefnið okkar. Okkur tókst það með naumindum en þegar það var komið að því lesa upp úrdráttinn úr sögunni okkar var ég penlega uppfrædd um að ég ætti að lesa hálfann textann! Það er að segja mestallt sem ég skrifaði, sem var nú alveg absúrd með meiru og ég gat ómögulega komið því uppúr mér, það var svo bullandi í einkahúmor að á ákveðnum tímapunkti lamaðist ég algjörlega í hláturskrampa og hrundi í jörðina, á meðan ég var að fara með LOKAverkefnið okkar í íslensku framhaldi. Veit ekki hvernig mér tekst að koma mér í svona aðstöður, ég hreinlega horfði á verkefnið okkar molast í sundur, á meðan ég lá með hláturskrampa á gólfinu yfir því ó-fyndna hugtaki "mjög svo hálfdauður". Á þeim tímapunkti vorum við allar farnar að grenja úr hlátri, Karen A. var búin að skríða undir borð og greyið bekkurinn hefur mjög líklega ekki skilið eitt orð af því sem ég var að reyna að segja. Ég er bara að giska á þetta, en ég held að okkur hafi ekki gengið vel. Á eftir íslensku var svo Samfélagsfræði val, og ég var bara svo örmagna af þreitu og svengd að ég bara rotaðist niður á borðið mitt og missti af nánast öllu. Vaknaði svo, og fékk ábendingu frá Erlu Dóru að ég væri með stórann rauðann blett á enninu, og þar kenni ég nýju borðunum um. Frábært Andrea! Þið getið eflaust ýmindað ykkur hversu pirruð ég var orðin. Svo þurfti ég að taka strætó heim afþví að Lindaskóli suckar. En þegar ég kom heim fékk ég mér pizzu og núna er allt betra. Ég er að hugsa um að fá mér að lúlla smávegis. Eða fara í sturtu... ég sé alveg hvernig hægt er að smella þessu tvennu saman. Jæja, nóg af röfli í dag.

Pæling dagsins: Hvað er afturkreisingur? (ég veit alveg hvað það þýðir en ég er að velta því fyrir mér hvort allir viti það) og þótt þið vitið það... hvað kemur fyrst upp í hugann þegar einhver segir við þig: Oh, þegiðu afturkreistingurinn þinn! Bara pæling. Og líka orðið Örverpi! Það hljómar frekar neikvætt... en er það það? Hmm... Jæja, ég er farin í sturtu!

Tónlistin: Sigur Rós: Viðrar vel til loftárása (hehe....flott lag ;) þeir eru krútt)

2 Comments:

Blogger Andrea said...

HAHA.... ur not missing out on anything, unless you looove to dance and I know you doo! Þetta kemur allt með menntaskólanum, nema þú sért ennþá ákveðinn á því að vera straight-X allt þitt líf... það er samt líka alveg hægt að fara edrú í partý! nóg af möguleikum :D

mánudagur, janúar 31, 2005 9:22:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

ég hatahatahata mánudaga óó svo mikið... var að koma úr vinnunni.. þetta var rosa skemmtilegur dagur hjá mér... skóli frá 8:45-15:25 svo hafði ég 10 mín. heima til að skipta um föt og þurfti svo að fara beint í vinnuna, og ég var að koma þaðan núna.... *geisp* en drykkja og partý rúla, en ég blómstraði nú ekki í þeim efnum (hef jafnvel ekki enn) fyrr en í menntaskóla, hinkraðu bara ívar... þar að auki eru grunnskólapartý frekar sorgleg... *hóst*landasopafyllerí*hóst* You people have noooo idea whats good for you!!! :P en jámm.... það sem mér dettur í hug þegar þú segir afturkreistingur er nú bara :Alvin and The Chipmunks, eða The chipmunks and chippettes... and you know why darlin'!

mánudagur, janúar 31, 2005 9:40:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home