föstudagur, janúar 28, 2005

Föstudagar.

Hæ. Föstudagar eiga að vera skemmtilegir dagar, en föstudagurinn í dag hefur ekkert verið sérstakur. Mér leiðist óumdeilanlega og það hefur enginn reynt að hafa samband við mig svo ég ákvað bara að gera ávaxtarétt með pabba mínum. Hann var góður. Annars hef ég ekkert að gera... einhver? hugmyndir?

Dagurinn: Í dag gerðist voðalega lítið, jújú... ég fór í skólann og allt það, og föstudagar eru nú frekar auðveldir og skemmtilegir (aðallega útaf olíumálun þó) og stuttir! Smá breiting í hversdagsleikanum var að það komu einhverjir 2 ofvirkir gaurar úr Verzló að kynna nýja leikritið, sem ber nafnið Velkomin í frumskóginn. Frumlegt, haha. Ég fæ víst frítt á generalprufuna afþví að ég er formaður. Samt sem áður fékk ég ekki að vita neitt um leikritið sjálft, en ég fékk að vita um rútuferðir og miðaverð...sppeees. Anyways, þá var gaman í olíumálun, þó að það sem ég er að gera núna er ekki að ganga neitt svakalega vel, og mér finnst það eitthvað svo "venjulegt" eða sko... svona eitthvað týpíst sem að14 ára unglingsstelpa myndi gera svo að ég ætla að reyna að gera það eitthvað öðruvísi, og bara prófa mig áfram. Oh, ég vildi að það væri olíumálun á hverjum degi! Vá, annars þá... ekki að ég hafi ekki vitað það áður en Skúli, sem er strákur í bekknum mínum, hann er eitthvað ofvirkur í höndum.. hann er betri að teikna heldur en alvöru listamenn og þúst... æj vá... mig langar að geta teiknað! *frustration* Mig langar líka alveg að fara í teikniskóla en ég bara hef enga löngun til þess að vera í barnahóp, eða unglingahóp sem er eiginlega bara það nákvæmlega sama, því að þá lendir maður bara í því að gera eitthvað ótrúlega leiðinlegt í heila önn sem á víst að búa mann undir frekari námskeið... ég efa að einhver hafi farið á annað námskeið eftir að hafa verið með kennarann sem að ég var með. Ég var actually hrædd í tímum, þvílík skessa sem þessi kennari er. En nóg um það... (ég hef hvort eð er ekki efni á einhverjum fancy smancy námskeiðum) þá fór ég bara heim eftir olíumálun og sofnaði óvart í 4 tíma... og var svo að vakna áðan og fékk mér að borða... mamma er í bjór-keilu með vinnufélugum, og Bensi er að vinna svo að kvöldið ætti að vera frekar hljóðlátt. OHRAGH! Mig langar að fara að gera eitthvað! Rurr... Oh, jæja... nenni ekki að skrifa meir.

Pæling dagsins: Hvað ef popptónlist væri bönnuð á Íslandi? Myndu FM hnakkar deyja úr andlegum næringarskort? Haha... nei þetta er bara rugl, ég finn enga skemmtilega pælingu núna, sooo sue me! Það er ekkert að popptónlist, mér finnst reyndar nýja lagið með Britney bara frekar skemmtilegt... aðeins öðruvísi en þetta nýja rugl sem hún er að gera... ef þú spyrð mig þá finnst mér blómaskeið hennar vera liðið undir lok en með þessu lagi gæti hún gert góða tilraun til krúnu poppheimsins aftur. Svo tók ég eftir því að í myndbandinu að hún hefur grennst allsvakalega, kannski er ég bara að ímynda mér þetta... en hún var orðin svolítið þrýstin, ekki feit eða neitt, en samt búin að ná á sig nokkrum kílóum og núna er hún bara grennri sem aldrei fyrr! Ég opnaði eyrun fyrir slúðri sem aldrei fyrr og heyrði það einhverstaðar að hún væri komin á Atkins kúrinn sem er víst frekar frægur, en þar sem ég stunda ekki megrunir veit ég ekki alveg útá hvað hann gengur en hann hefur greinilega virkað! Bottomline er að Britney hefur fengið "kúlið" aftur, allaveganna hvað mig varðar. (Note to self: mikið hljóma ég grunn eitthvað.)

Tónlist:
Dresden dolls - Half Jack (þetta er mesta snilldar gothic kabaret tónlist sem fyrirfinnst!)
Voltaire - When your evil (smá kabaret/Jack the pumpkin king fílingur, snilld)
Damien Rice -Amie (Snilldar lag, þar ekkert að segja meir)
Daft Punk - Something about us (mér er sama hvað aðrir segja, Daft punk gerir sæta tónlist!)
Fleetwood Mac - Little lies (Stevie Nicks er kúl! Ekki reyna að segja annað)
Weezer - Sweater song (aka. Undone) (Varð að setja eitthvað hérna með smá rokkfíling, ég er farin að verða svo soft! Jiiisús...)
Bubbi - Brotin loforð (JIBBÍ! baraa skemmtilegt lag!)

Kv.Andrea

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home