sunnudagur, janúar 30, 2005

How predictable...Helgin!

Halló allir! (eða Benedikta og Ívar, ef þið viljið fara útí smáatriðin)... Jæja, kominn tími til þess að blogga smávegis um "atburðaríku" helgina mína. Í stuttu máli þá var ég hjá Benediktu alla helgina... og þar sem að ég bloggaði síðast í gær, þá vitið þið það örugglega... en þar sem ég skildi við ykkur síðast þar sem ég....uuhh... var að fá mér köku! Já, kakan var mjög góð og ég át eiginlega yfir mig. Svo fórum við í Hvammsval og keyptum okkur nammi og gos, og héldum heim til þess að byrja sukk-frönsku-maraþonið. Við kláruðum semi-splatter myndina Serial lover, og ætluðum að setja aðra mynd í tækið þegar okkur var óvænt boðið í partí. So much for the marathon. Þar sem að ég er kannski ekki beint mest social manneskjan af öllum langaði mig ekkert ótrúlega mikið í menntskælingateiti þar sem ég myndi ekki þekkja neinn og vera þriðja hjólið (já, Aggi, kærastinn hennar Benediktu var að bjóða okkur...) en Benedikta bugaðist ekki og jafnvel þótt ég væri hálfveik þurfti ég að fara, ég átti engann pening, ekkert áfengi og ég var með hausverk OG Benedikta sjálf var veik en nóg um það. Bróðurparturinn af kvöldinu félst í því að hanga heima hjá Agga, eða labba í hringi í Fossvoginum, nei annars... einhverstaðar í Reyjavík væri meira í áttina þar sem ég vissi EKKERT hvar ég var, og ég var orðin rennblaut í fæturnar. En svo um 11 leitið komu Soffía og Imma (sem var edrú ótrúlegt en satt) sem voru á bíl. Hallelúja!!! Allt í einu vorum við komin niður á tjörn aka. miðbæ og þá fékk ég að vita að umrætt partí var semsagt einhverstaðar þar á svæðinu. Við eyddum dágóðum tíma í það að bakka í stæði, en þar sem að Soffía er (infact) kvenkyns gáfumst við upp og fundum okkur annað stæði. Partíið var í MJÖG lítilli kjallaríbúð og ég var ekkert alveg að fíla mig þarna svona fyrst um sinn. Ég og Soffía eyddum meira að segja frekar löngum tíma í það að hlægja að því hversu rosalega 'lame' þetta partí væri. Þess má geta að á þessum tímapunkti var ekkert áfengi komið til sögunar. Svo kom Aggi færandi hendi með bjór og eitthvað í flösku sem ég ákvað að vita ekki hvað var. Ég get samt ekki sagt að ég hafi drukkið mikið, eða borðað mikið for that matter, afþví að ég smakkaði jelloshots í fyrsta skipti og get samviskulega sagt að það var mjög gott (fyrir þá sem ekki vita þá er jelloshots áfengi í hlaupformi). Allaveganna þá varð partíið allt í einu helmingi skemmtilegra... ég fór að hitta alskonar skemmtilegt fólk og talaði aðeins meira, var farin að finna svolítið á mér... sem að opnar óneitanlega fleiri möguleika við að kynnast fólki... sem ég gerði. Um stund var ég bara að flækjast á milli herbergja að leita að manneskjunni sem átti heima þarna (ég var með smá samviskubit að þekkja hana/hann ekki) og endaði í elshúsinu að reykja eitthvað brúnt og vafið sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var, en sómadrengurinn sem gaf mér það sagði að það væri ekki ólöglegt og hann ætti heima hérna. Loksins fann ég eigandann! Eníveis, þá gafst ég uppá þessu eldhúspartí og fór fram að 'mingla' og hitti þar alveg hreint yndislegt par, þar sem strákurinn var úr Kvennó og stelpan MR (fyndið, líklegra að það væri öfugt) sem voru forfallnir tónlistarunnendur. Ég komst að því að þau hlustuðu á Smashing Pumpkins og ræddi um stund við þau snilld Mellon Collie Infinite sadness og fleira í þeim dúr. Þau voruuu yndæl! Við Benedikta vorum búnar að planleggja að gista bara hjá Agga og vera í partíinu lengur en foreldrar Benediktu voru ekki aaaaalveg á þeim dúr þar sem að það var minor (ég) í för með 'menntskælingunum' (þeim sem erun nokkrum mánuðum eldri en ég) svo að við fórum heim um 2 leitið, Smashing Pumpkins parinu til mikils ama, þau buðust til þess að ættleiða mig en ég þurfti að fara heim með Diktu, sem við gerðum... Og steinsofnuðum strax og við komum heim.

Dagurinn: Það er nákvæmlega ekkert búið að gerast í dag, ég vaknaði seint heima hjá Benediktu, tók strætó heim og kom heim... skipti um föt og fór í tölvuna. Núna er ég svöng og ég er að hugsa um að fara að finna mér eitthvað að narta í.

Pæling dagsins: Ég nenni ómögulega að skrifa áhugaverða pælingu núna svo ég ætla að skilja ykkur eftir með eina litla spurningu... Breitir áfengi skemmtanagildi manns? Afhverju? (ok,ok, ég held að það geta kannski ekki allir sem lesa bloggið mitt svarað þessu en þúst... þetta telst sem pæling right? Og btw. þegar ég byð ykkur um að kommenta þá meina ég það alveg. Eina fólkið sem nennir því eru Benedikta (auðvitað) og Íbbi (góóður, mikill plús :D hehe) en ég veit að það hafa fleiri séð bloggið því samkvæmt counternum hafa 60 tölvur skoðað þessa síðu. Mér finnst þetta ekki nógu gott. Ég er bara að biðja um smá viðurkenningu hérna?! Er það of mikils mælst? *sniffle* I just wanna feel looooved!! Nei ókey... þarna er ég aðeins farin út fyrir efnið en allaveganna... Have a nice day ppl!

Kv.Andrea

5 Comments:

Blogger Benedikta said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

sunnudagur, janúar 30, 2005 5:53:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Benedikta! ekki segja mér að þú hafir komið með þetta svar all by our self? þú leynir á þér... að segja svo að ég sé gáfaði helmingurinn af Gabb tvíeikinu ;) hehe... en þetta er áhugaverð pæling í sjálfu sér, ég hefði ekki skemmt mér í gær ef að kærastinn þinn hefði ekki blessað sig yfir mig... og Tommi líka :D hehe... en allaveganna þá passar þetta við núna "allt er gott í hófi" og það er aldrei gaman að "hrynja í það" eins og þú bentir á, enda var ég ekki að tala um það... það er bara einhver íslenskur hnakka/harð-rokkara kúltúr sem ég vill engan vegin taka þátt í. Er ekki betra að vera "léttur á sér" í partíum? Það opnar alltaf nýja möguleika, ef maður er eitthvað sálarlega heftur annarsvegar. Hinsvegar ef maður er sjálfstraustið uppmálað, ætti maður ekki að þurfa áfengi... nema maður sé forfallinn Burgundy aðdáandi eða eitthvað í þá áttina... (og ef þið hin ó-menningarlega sinnuðu föttuðuð ekki þá er Burgundy vínræktarhérað í France) en jámm... Kvöldmatur! toodles!

sunnudagur, janúar 30, 2005 7:02:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

erla dóra hér ... verð víst að tjá mig til að eiga það ekki á hættu að þú berjir mig fyrir að vera þöglull lesandi ... verð samt að segja að eg skil svolítið í pælingunni þinni ... það er óneitanlega skemmtilegra að geta hringsólað um í teitum og talað við alla eins og drottning félagslyndis frekar en að híma út í horni með krosslagðar hendur að kafna vegna eigin feimni og einu skilaboðin sem´þú sendur öðrum er feimnislegt bros öðru hverju sem má jafnvel túlka sem merki um harðlífi
takk fyrir það
nú hef ég mikið til að pæla í þar sem að óneitanlega sýnist þitt líf meira spennandi en mitt sem er inn fact að eyða sunnudagskveldinu sínu í tölvunni (kl er 7 mér finnst næstum komin nótt þar sem að eftir 3 tíma verð ég blessunarlega steinrotuð undir mínum tveimur sængum ofan á koddunum mínum 6)

sunnudagur, janúar 30, 2005 7:19:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Spes pæling... verð samt að segja að ég sé ekki alveg sammála henni... Þar sem að mikið er af ensímum í mínum líkama sem að bæta áfengisþol mitt til muna hef ég sjaldnast efni á því að "hrynja í það" ég get samt ekki sagt að ég skemmti mér mikið meira þegar ég er full, mér finnst best að hafa kanski fengið mér 2-3 bjóra til þess að "loosen-up" og fer þá oftast að spjalla meira við fólk.... þannig að áfengi er ágætis þáttur í skemmtanagildinu en ekkert endilega nauðsynlegt enda rangt gildismat hjá íslensku þjóðinni að halda það,enda sú skemmtanamenning sem tíðkast á íslandi, eða íslenskt"djamm" innifelur oft í sér mikið áfengi, kannski er þetta bara rangt viðmið íslendinga sökum þjóðhverfs hugsunarháttar.....


---... ég er svo sniðug.. og andrea, þú telst enn vera hinn gáfaði helmingur Gabb tvíeykisins... því að ég bara varð að prófa að ýta á ruslatunnuna.....

sunnudagur, janúar 30, 2005 10:21:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAH! Looool, þú ert snillingur en.... curiosity killed the cat you know!

Ég var líka búin að vera að velta þessarri ruslatunnu fyrir mér í þónokkurn tíma...

sunnudagur, janúar 30, 2005 11:26:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home