Frostrósirnar eru farnar.
Hæ. Ég hef það á tilfinningunni að veturinn sé að fara að kveðja okkur bráðlega. Þetta hefur verið frekar langur snjóvetur miðað við veturnar á undan og hefur mér þótt snjóbrettafærið mjög ákjósnalegur kostur. Sumir þola ekki veturnar, og allann kuldann sem fylgir honum en mér finnst veturinn skemmtilegur, góð afsökun til þess að ganga með flotta trefla (og svo getur maður alltaf kennt svellinu um ef maður dettur á rassinn ;) hehe) En það sem ég ætlaði að segja er að ég sá engar frostrósir á rúðunni í morgun svo að nú hlítur veturinn að fara að lúta í lægra haldi fyrir golstraumnum. En kannski ekki, maður veit aldrei...
Dagurinn: Venjulegur skóladagur í dag, vaknaði óvenju seint, klukkan var nákvæmlega 7:52 þegar ég fór á fætur. Ég var búin að ákveða að vera þvílíkt dugleg þegar klukkan hrindi kl. 7 og þegar hún gerði það þá náði ég að kveikja ljósið og svo rotaðist ég aftur. Í skólanum var ágætt, fyrir utan eitt lítið syndsamlegt skyndipróf í stærðfræði, en ég held mér hafi bara gengið ágætlega í því. Nóg um það, síðan fór ég heim og er heima hjá mér núna. Jíbbí! Félagsmálafræði féll niður og ég var þessvegna búin í skólanum kl. 12:10 sem er meira en frábært, það er hmm, sterkt lýsingarorð? Stórfenglegt! Ég hef ekki ráðgert neitt í dag, nema ég ætla að fara í sturtu og kannski elda kvöldmat ef ég er í skapi, svo hlýtur að vera eitthvað að læra... annars fer ég bara og hözzla hana Sunzu mína :) Þar sem að dagurinn er eigi búinn get ég ekki sagt meira í bili svo þetta verður síðasta setningin. Arg, ég gleymdi pælingunni.
Pæling dagsins: Hvað ef það væru ekki til neinir blýantar? Ef þeir hefðu aldrei verið fundnir upp? Hvernig væri heimurinn? Ef það ætti eftir að finna upp blýantinn hefði Leonardo da Vinci til dæmis aldrei skilið eftir sig alla þessa urmull af teikningum sem hann gerði... minnir að þær séu um 4000 eða svo, en allaveganna... þá væru skærin kannski ekki einu sinni til! Eða jú, örugglega... hann hefði bara skrifað með einhverju öðru. En td. Uppkast engilsins í Madonnan á klettunum sem er rómað fyrir fullkomnun sína og fegurð sem silfuroddsteikning (minnir mig, það þarf ekki að vera...) væri kannski ekki til! Þegar maður les fyrstu setninguna, þá koma ákveðnir hlutir upp í hausinn á manni, þetta kom hjá mér... en hvað kemur hjá ykkur??? Endurkastar það sjálfinu í ykkur... smá pæling bara, spáið í essu ;) hehe...
Kv.Andrea
Dagurinn: Venjulegur skóladagur í dag, vaknaði óvenju seint, klukkan var nákvæmlega 7:52 þegar ég fór á fætur. Ég var búin að ákveða að vera þvílíkt dugleg þegar klukkan hrindi kl. 7 og þegar hún gerði það þá náði ég að kveikja ljósið og svo rotaðist ég aftur. Í skólanum var ágætt, fyrir utan eitt lítið syndsamlegt skyndipróf í stærðfræði, en ég held mér hafi bara gengið ágætlega í því. Nóg um það, síðan fór ég heim og er heima hjá mér núna. Jíbbí! Félagsmálafræði féll niður og ég var þessvegna búin í skólanum kl. 12:10 sem er meira en frábært, það er hmm, sterkt lýsingarorð? Stórfenglegt! Ég hef ekki ráðgert neitt í dag, nema ég ætla að fara í sturtu og kannski elda kvöldmat ef ég er í skapi, svo hlýtur að vera eitthvað að læra... annars fer ég bara og hözzla hana Sunzu mína :) Þar sem að dagurinn er eigi búinn get ég ekki sagt meira í bili svo þetta verður síðasta setningin. Arg, ég gleymdi pælingunni.
Pæling dagsins: Hvað ef það væru ekki til neinir blýantar? Ef þeir hefðu aldrei verið fundnir upp? Hvernig væri heimurinn? Ef það ætti eftir að finna upp blýantinn hefði Leonardo da Vinci til dæmis aldrei skilið eftir sig alla þessa urmull af teikningum sem hann gerði... minnir að þær séu um 4000 eða svo, en allaveganna... þá væru skærin kannski ekki einu sinni til! Eða jú, örugglega... hann hefði bara skrifað með einhverju öðru. En td. Uppkast engilsins í Madonnan á klettunum sem er rómað fyrir fullkomnun sína og fegurð sem silfuroddsteikning (minnir mig, það þarf ekki að vera...) væri kannski ekki til! Þegar maður les fyrstu setninguna, þá koma ákveðnir hlutir upp í hausinn á manni, þetta kom hjá mér... en hvað kemur hjá ykkur??? Endurkastar það sjálfinu í ykkur... smá pæling bara, spáið í essu ;) hehe...
Kv.Andrea
1 Comments:
Jáh... sérstök pæling... :P en mikið rosalega ertu dugleg að blogga stelpa! ég er ánægð með þig ^.^ *pat pat*
Skrifa ummæli
<< Home