Bloggað í öðrum heimi
Ekki beint en... Já, ég er semsagt heima hjá minni heitt elskuðu að skrifa blogg, því að mér leiðist, við ætluðum að vera frekar heiladauðar og fara á einhverja chick flick á 300 kall og sofna í bíó en þar sem ég er að ganga í gegn um fjárhagslega kreppu (eins og ávalt) og á nákvæmlega 250 krónur og enga strætómiða... þetta mun víst vera aleiga mín þessa stundina. Svo við höfum ákveðið að halda okkur heima, éta kökur og hofta á franskar bíómyndir, og við ætlum að byrja á Serial lover, og svo kannski vinna okkur yfir í Wasabi sem er víst fönsk-japönsk. Svo er náttúrulega alltaf hægt að leigja Battle royal ef við erum komnar í japanskt stuð. Í þeirri bíómynd má meðal annars finna leikonuna sem sumir muna kannski eftir sem BRJÁLUÐU skólastelpunni í Kill Bill v.1 en ég man ekki alveg hvað hún heitir þessa stundina. En já, það verður lítil peningaeyðsla í kvöld.
Dagurinn: Nú, klukkan er einungis hálf 4 svo það er lítið hægt að segja um daginn í dag. Í gærkvöldi fór ég til Benediktu og við vorum bara að kúra og hlusta á tónlist, horfðum reyndar á Monsters.inc. og smá hluta úr Alvin and the chipmunks - þvílík nostralgía! Annars eyddum við kvöldinu í að hlusta á tónlist og spjalla - as we all do. Á laugardagsmorgnum finnst okkur gott að vakna mjög sein, helst ekki vakna yfirleitt. Eins ótrúlegt og það hljómar komumst við þó fram úr á endanum, rúlluðum væri meira í áttina. Ég drattaðist í sturtu, þar sem að ég var með málningu frá olíumálun í hárinu, frekar ógeðfellt ég veit, enda lít ég út eins og versti afturkreistingur á morgnanna. Sturtan var yndæl, mér finnst alveg endalaust þæginlegt að hanga í sturtu...mmm... og svo á hún Benedikta svo góð sjampó að núna ilma ég eins og jarðaber :D Síðan hringdi móðir mín í mig, sem er stundum gott, en stundum ekki. Í þetta sinn endaði samtalið í illum athugsemdum og almennu óðagoti, ég gat ekki meira og skellti þess vegna á hana. Ég get ekki ímyndað mér að hún sé í góðu skapi núna. Ja, ég er þó ekki jafn erfið og bróðir minn... hún getur prísað sig sæla! Vanþakkláta *orð sem maður má aldrei segja um móður sína* Hphf! Jæja, kakan er að verða tilbúin og og allt á sinn endir.
Pæling dagsins: Er bringuholufólk minnihlutahópur? Mér finnst það, og samkvæmt nýjasta Beneventum blaðinu er það minnihlutahópur, og þar get ég sagt með fullri samvisku að ég tilheyri minnihlutahóp. Ég get ekki sagt að þessi vansköpun mín hrjái mig á einhver hátt, þvert á móti tek ég ekkert eftir henni og enginn annar ef við förum út í þá sálma þar sem það er enginn neitt sérstaklega að skoða á mér bringuna þessa dagana og kenni ég þar 'significant other' leysi um. En hvað þarf til þess að viðurkenna minnihlutahóp? Þarf maður einungis að vera í minnhluta? Þá get ég sagt ykkur að ég á heima í allnokkrum minnihlutahópum, ekki að ég fari neitt nánar út í það. Uppáhalds minnihlutahópurinn minn eru eskimóar. Hver er ykkar yndlings minnihlutahópur? Koma svo og gefa mér nokkrar skoðanir... ég veit það er mikils mælt af mér að biðja um margar skoðanir á svona nýrri síðu en mér þætti vænt um að fólk nennti að skrifa eitthvað, bara hæ þessvegna, svo ég viti að það lesi þetta einhver... annars nenni ég varla að blogga lengur... ég meina, ef það les þetta enginn afhverju að vera að publisha þetta, ég gæti alveg eins bara skrifað í word. Til hvers er fólk með blogg yfirleitt? Er það einhver svona lúmsk leið til þess að láta ljós sitt skína? Æj, droppum þessu söbbjekti bara... það er kúl að blogga. (punktur)
Tónlistin: Þar sem ég er ekki í minni heimatölvu er ég bara að hlusta á það sem til boðanna bíst.
Joga - Björk (fallegt lag)
Schism og The patient - Tool (Maynard er náttúrulega bara snillingur, og allt sem hann tekur þátt í.)
Anne Claire - Guano Apes (eitt af þeirra aðeins hörðuru en samt mjög flott.)
Kv.Andrea - I am not falling down drunk! I am accidentally horizontal.
Dagurinn: Nú, klukkan er einungis hálf 4 svo það er lítið hægt að segja um daginn í dag. Í gærkvöldi fór ég til Benediktu og við vorum bara að kúra og hlusta á tónlist, horfðum reyndar á Monsters.inc. og smá hluta úr Alvin and the chipmunks - þvílík nostralgía! Annars eyddum við kvöldinu í að hlusta á tónlist og spjalla - as we all do. Á laugardagsmorgnum finnst okkur gott að vakna mjög sein, helst ekki vakna yfirleitt. Eins ótrúlegt og það hljómar komumst við þó fram úr á endanum, rúlluðum væri meira í áttina. Ég drattaðist í sturtu, þar sem að ég var með málningu frá olíumálun í hárinu, frekar ógeðfellt ég veit, enda lít ég út eins og versti afturkreistingur á morgnanna. Sturtan var yndæl, mér finnst alveg endalaust þæginlegt að hanga í sturtu...mmm... og svo á hún Benedikta svo góð sjampó að núna ilma ég eins og jarðaber :D Síðan hringdi móðir mín í mig, sem er stundum gott, en stundum ekki. Í þetta sinn endaði samtalið í illum athugsemdum og almennu óðagoti, ég gat ekki meira og skellti þess vegna á hana. Ég get ekki ímyndað mér að hún sé í góðu skapi núna. Ja, ég er þó ekki jafn erfið og bróðir minn... hún getur prísað sig sæla! Vanþakkláta *orð sem maður má aldrei segja um móður sína* Hphf! Jæja, kakan er að verða tilbúin og og allt á sinn endir.
Pæling dagsins: Er bringuholufólk minnihlutahópur? Mér finnst það, og samkvæmt nýjasta Beneventum blaðinu er það minnihlutahópur, og þar get ég sagt með fullri samvisku að ég tilheyri minnihlutahóp. Ég get ekki sagt að þessi vansköpun mín hrjái mig á einhver hátt, þvert á móti tek ég ekkert eftir henni og enginn annar ef við förum út í þá sálma þar sem það er enginn neitt sérstaklega að skoða á mér bringuna þessa dagana og kenni ég þar 'significant other' leysi um. En hvað þarf til þess að viðurkenna minnihlutahóp? Þarf maður einungis að vera í minnhluta? Þá get ég sagt ykkur að ég á heima í allnokkrum minnihlutahópum, ekki að ég fari neitt nánar út í það. Uppáhalds minnihlutahópurinn minn eru eskimóar. Hver er ykkar yndlings minnihlutahópur? Koma svo og gefa mér nokkrar skoðanir... ég veit það er mikils mælt af mér að biðja um margar skoðanir á svona nýrri síðu en mér þætti vænt um að fólk nennti að skrifa eitthvað, bara hæ þessvegna, svo ég viti að það lesi þetta einhver... annars nenni ég varla að blogga lengur... ég meina, ef það les þetta enginn afhverju að vera að publisha þetta, ég gæti alveg eins bara skrifað í word. Til hvers er fólk með blogg yfirleitt? Er það einhver svona lúmsk leið til þess að láta ljós sitt skína? Æj, droppum þessu söbbjekti bara... það er kúl að blogga. (punktur)
Tónlistin: Þar sem ég er ekki í minni heimatölvu er ég bara að hlusta á það sem til boðanna bíst.
Joga - Björk (fallegt lag)
Schism og The patient - Tool (Maynard er náttúrulega bara snillingur, og allt sem hann tekur þátt í.)
Anne Claire - Guano Apes (eitt af þeirra aðeins hörðuru en samt mjög flott.)
Kv.Andrea - I am not falling down drunk! I am accidentally horizontal.
3 Comments:
Jeij! það er bónus pæling í dag ^.^ en minnihlutahópa-wise... myndi ég halda samkynhneigðir :P Þar sem ég þekki alveg slatta af þeim og er þetta upp til hópa mjög yndislegt, caring og lífsglatt fólk... fyrir utan einn... sem nokkrir þekkja, og hata.... en anyhoo! lüvly blogg, I had fun ^.^
Erm... ívar, ég veit ekki hvort þetta sé viðurkenndur minnihlutahópur, eða hvort það gangi einhverjir maurar með sólgleraugu.... en óóókey... spes minnihlutahópur :)
JEEIII! einhver annars sem commentar! jibbí! ég var að fatta það að ég tilheyri nokkrum minnihlutahópum...meðal annars örvhentra og bringuholu... alvöru ljóskur fara líka örugglega að teljast til minnihluta, þar sem allir lita á sér hárið nú til dags... jamm... en allaveganna er skúli komin á mína góðu hlið (illa þýtt ég veit) :D
Skrifa ummæli
<< Home