föstudagur, janúar 21, 2005

I'm back *hóst*

Hæhæ... ef það les þetta einhver. Já, orðrómarnir eru sannir, ég er komin aftur í ham fyrir skemmtileg og "upbeat" blogg! Ólíkt fólk blogginu mínu ætla ég að fjalla um líf mitt á hamingjusamari nótum hér, og reyna að vera aðeins jákvæðari. Ég var alveg búin að gleyma því að fyrir löngu síðan átti ég hér blogg sem rúllaði sér upp úr húmor (ok, mínum húmor) eins og svín í sjálfsmorðshugleiðingum rúllar sér upp úr villisveppasósu. Ég verð að viðurkenna að í þessum heimi sem við lifum í er voðalega lítið skemmtilegt og fallegt að blogga um svo ég blogga líklega ekki á hverjum degi en það er hvort eð er enginn að búast við þvílíkum framförum frá mér svo þetta verður líklega allt í fína lagi. Ég byrjaði áðan á því að búa til profile-ið mitt og ætlaði líka að reyna að breita útliti síðunnar en augljóslega gekk það ekki alveg upp svo ég geri það líklega bara seinna undir hjálp einhvers sem kann á tölvur, því að eins og við öll vitum þá kann ég mjög lítið á þessi fyrirbæri. Jæja, eins og ég gerði alltaf ætla ég að byrja á því að segja frá deginum mínum.

Dagurinn: Ég vaknaði með hjálp móður minnar í morgun því að greinilega hefur klukkan mín farið í verkfall og er algjörlega hætt að hringja á tilsettum tíma. Eða þá að ég er búin að rækta með mér "natural reflex" í undirmeðvitundinni að taka af alarm þegar hún byrjar að hringja kl.7 á morgnanna. Ég held að seinni möguleikinn sé líklegri nema klukkan mín hafi kennt sjálfri sér að að afstilla sig sjálf líka. Maður veit aldrei, klukkan mín gæti verið fyrsta dæmið í heiminum um gervigreind. Jæja, aftur að deginum. Þá hafði ég rúmlega 20 mínútur til að gera mig tilbúna. Ok, þetta ætti að hafast, hugsaði ég 'vongóð' með sjálfri mér og rúllaði mig lausa úr fjólubláu rúmfötunum mínum. Það tók nokkurn tíma að finna eitthvað sem ég má klæða mig í þökk sé helvítis exeminu, ég get sagt ykkur það að það er ekkert grín að mega ekki vera í brjóstahaldara á veturnar á Íslandi, seriusly, *mah nipples could cut glass* og þar að auki má ég ekki vera í hlírabolum, og bara helst ekki í ermalausum bolum yfirleitt sem er frekar erfitt fyrir mig þar sem að fataskápurinn minn skiptist í hlíraboli, pils og afgang. Ég endaði í bol og gallabuxum, uuh...vá þetta hljómar erfitt. Svo tók við sú athöfn allra stúlkna að setja upp andlitið. Það tók 2 mínútur, enda var ég grútmygluð í skólanum. Ég fór niður í eldhús og fékk mér beyglu með Philadephia ost. Hún var góð. Vá, mér bara tekst ekki að sjóða neitt fyndið upp, ég á bara greinilega voðalega niðurdrepandi líf. Kannski er maður bara fyndnari á hápunkti gelgjunnar?... gæti það verið?? Jæja, síðan var mér skutlað í skólann og jamm... það er bara ekkert svakalega skemmtilegt að tala um skólann, ég fór í tímana mína og það var ágætt. Er annars í smá krísu með það að ég á að gera verkefni með Karenunum um Tristam og Ísönd sem er drepleiðinlega riddarasaga um brjálað fólk sem býr í Kornbretland (btw. hvað í anskotanum er Kornbretland??? hefur EINHVER heyrt um þetta land?) og við fáum hvergi að komast í tölvu í skólanum svo við náum ekkert í verkefnið okkar og getum voðalega lítið gert sem að er ekki gott því að við þurfum að skila því á mánudag. Það er nú mikið ólán. Svo var ég líka í lífsleikni hjá Sigurbirni sem eru virkilega tilgangslausir tímar, og greyjið hann Söh reynir að skapa umræðuefni og þar sem ég finn til með honum reyni ég líka stundum að svara en það endar oftast með því að ég, Gerður, Íris og Jórunn erum einar að tala fyrir utan stöku sinnum opna sómadrengirnir (framtíð samfélagsins, guð hjálpi oss) kjaftinn en einungis ef kvikmyndir koma fyrir eða ef það er skotið á þá virkilega ærumeiðandi athugasemd. Annars tala þeir mestmegnis bara innan hópsins síns. Það er til dæmis eitt af þeim hlutum sem mig langar rosalega að vita, hvað strákar tala um, og ég mun örugglega einhvertíman á lífstíðinni klæða mig upp sem dreng og lauma mér (yes, I am oh so sly) inn í hið mikifenglega karlaveldi. Sem verður létt fyrir mig þar sem ég er þegar allt kemur til alls frekar karlmannlega vaxin. Svo mun ég taka samtölin upp og skrifa bók, verða fræg og kaupa mér hús á Ibiza! Allaveganna, hvar var ég? já, lífsleikni! Við ræddum nú um ósköp fátt og það vildi enginn segja neitt, sérstaklega ekki strákarnir því að umræðuefnið var meðal annars rómantík. Skríííítið. Og dúkkulísurnar sátu bara og voru sætar fyrir Einar, afgangurinn af stelpunum héldu kjafti eins og þær væru með flygill fastann í óæðri endanum, sem er reyndar frekar líklegt þegar maður hugsar um það. Oh, þarna koma þessar vondu hugsanir! Ég er nánast búin að baktala alla í bekknum mínum. *alter ego talkin* Vá, það skiptir engu, þau hafa líklega öll baktalað þig hvort eð er! *ég* ok, ok... trúlega... Allaveganna þá var olíumálun eftir þennan tíma og eins og venjulega var það skemmtilegasti tími vikunnar. Ég gleymi mér alltaf í olíumálun, það er svo gaman. Núna er ég að byrja á nýju málverki, sem er titlað Le vent nous portera eða eitthvað í þá vegu (ekki skamma mig ef þetta er vitlaust Benedikta, ég er að skrifa eftir minni hérna) og er semsagt mynd af pari að faðmast í vindinum. Ok,ok... vissulega frekar EMO og vonleysislega rómantískt en hvað get ég sagt? Ég ER einmana og rómantískur hugsuður. Sue me. Ég ætla allaveganna að leggja mig alla í þetta verk en svo ætla ég að snúa mér að einhverju aðeins stærra og mig vantar hugmynd, látið mig vita ef þið hafið eitthvað áhugavert til málanna að leggja. Eftir olíumálun fór ég heim og hékk heima, og af því að ég er svo hlýðin dóttir ryksugaði ég húsið líka. Í gær eldaði ég líka kvöldmat... vá mér líður eins og bældri eiginkonu....shiiiet! Jæja, svo er núna komið kvöld og ég hef ekkert að gera, þar sem að Benedikta hefur voða lítinn tíma fyrir mig, enda þarf hún að sinna skólanum, vinnunni, kærastanum og svona u.þ.b. 2000 nýjum vinum sínum, ég bíð bara þolinmóð eftir mínum tíma. Annars eru allar aðrar vinkonur mína virkilega uppteknar af A. real life romance B. on-line romance C. drunken and in love with guys romance eða D. All of the above.... *biturleiki* jafnvel Erla Dóra er búin að finna sér einhvern! Mér líður illa að vera ekki með bónda á bóndadaginn... *lítur í kring um sig og fattar svo* AAH! ég lofaði sjálfri mér að þetta yrði jákvætt blogg!!! Ah, damn meee! ...ok, þið bara ímyndið ykkur bara að þetta hafi allt verið jákvætt þarna fyrir ofan... Jæja, ég ætla að finna mér eitthvað annað að gera... fara á bretti á morgun? hmm... ég verð mjög líklega ein en það verður bara að hafa það.

Pæling dagsins: Hvað ef húsgögn hefðu tilfinningar? Myndu þau hafa verkalýðsfélag? Myndu þau eiga íbúðir og hvað myndu þau geyma í þeim? Væri það eins ef ríka fólkið myndi nota fátæka fólkið sem húsgögn? Hvernig myndi heimurinn vera ef sófinn væri tilfinningavera? *hlær með sjálfri sér* Ég veit að þetta er ekki athyglisverðasta pælingin mín en ég ræð ekkert við þær og stundum koma góðar pælingar og stundum ekki... og svo eitt mjög handahófskennt í lokin. Ég var að skila spólu og á leiðinni var ég umkringd glimmeri. Snjórinn var glimmeraður, það gerði mig hamingjusama að sjá það fallega í lífinu.

Kv.Andrea

2 Comments:

Blogger Benedikta said...

Váh, fína blogg ^.^ you have made it oh so pretty! :P og þetta var nú alveg ágætlega upbeat hjá þér, og ég lofa að reyna að finna meiri tíma til að sinna þér elskan :* og mér finnst þetta hljóma eins og geðveikt flott málverk og nafnið var rétt skrifað en ehm, fékkstu það í tíma hjá Bergljótu? hún lætur venjulegfa alla áfanga hlusta á einhvern disk með þessu lagi :D

sunnudagur, janúar 23, 2005 11:17:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Meinaru ekki Bergrósu? og jú... það var laaaangur fyrirlestur :) en þúst... mér finnst það líka sætt...lagið skooo

sunnudagur, janúar 23, 2005 1:30:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home