laugardagur, júní 04, 2005

4:36

Ég veit ekki afhverju ég er að blogga á þessum tíma dags... eða nóttu réttara sagt. Bloggin mín taka oftast langann tíma og þar sem að þreytan fer líklega að komast yfir mig bráðlega á þetta ekki eftir að enda vel. Létt spann yfir nokkra atburði í mínu lítilfjörlega lífi? Hmm... frá því að ég bloggaði síðast tók ég tvö próf og gekk ekki vel á þeim. Svo útskrifaðist ég úr Lindaskóla á fimmtudaginn og fékk sömuleiðis einkunnirnar mínar. Ég get ekki sagt að ég sé sátt við þessar einkunnir en verð þó að viðurkenna að ég gæti verið verra sett. Svo sjáum við til eftir helgi hvort ég verð ánægð eða þunglynd. Fyrir þá sem ekki vita fæ ég samræmduprófseinkunnir eftir helgi. Guð hjálpi oss. Annars neyddi móðir mín mit til þess að fara úr minni eigin útskrift og við fórum á einhvern fansy smansy ítalskann restúrant. Það var sossum ágætt en ég hefði alveg eins verið til í smá kökur og árbókaskriftir. En fór sem fór. Ekki mikið annað gerðist á fimmtudaginn, nema þetta venjulega að vaka til kl. 5 þar til svefninn yfirbugar mig.

Dagurinn: Lítið gerðist í dag, ég vaknaði um tólfleytið við upphringingu frá Benediktu sem að dró mig í Smáralind. Það vildi svo vel til að Íris og Jórunn voru líka að fara í Smáralind. Ég fór samferða þeim. Staldraði við í skólanum og fékk loksins borgað fyrir myndina mína og á núna bara eftir að fá 3000 kr. ... Jess! Annars tæmdi ég bara skápinn minn og henti bunka af glósum, glósum á við nokkur tré skal ég segja ykkur... og ég fann til með trjánum. Svo fórum við niður í Liminn (sorry, ég komst ekki hjá einum typpabrandara) og tyltum okkur inn á Café Adesso. Íris og Jórunn byrjuðu sínar venjulegu keðjureikingar... og ég fékk mér muffin ^_^ Hún var góð. Fyrir þá sem ekki vita finnst mér rosalega leiðinlegt að versla, það eina sem maður fær upp úr því er þreyta og pirringur þegar maður finnur ekkert. Nú, mér til mikillar ánægju var fyrsta búðin sem við fórum í Zara, sem er búð fyrir mig. Ég fann helling af flottum fötum þar og endaði með því að ég keypti mér fullt fullt af fötum. Ég mátaði líka draumakjólinn minn *sigh* en hann kostaði 5000 kr. svo að ég keypti hann ekki... en hann var svo fallegur! Ég held ég sleppi því nú að lýsa honum hérna þar sem að mjög fáir sem lesa þetta blogg hafa áhuga á kjólum, en trúið mér þegar ég segi... hann var flottur. Ég var mjög sátt við fatakaupin afþví að ég þurfti ekki að fara í margar búðir, fötin voru flott og ódýr og núna sé ég fram á það að þurfa ekki að versla neitt í náinni framtíð. Eftir kaupæðið fórum við svo heim og gerðum ósköp fátt.
Í kvöld var ég svo plötuð heim til Agga, kærastann hennar Diktu í SingStar keppni... Bróðurpartur kvöldsins fór í að leita að einhverju skartengisthingyi og þegar við loksins fórum í SingStar máttum við ekki vera með hljóð svo að við fórum út að rúnta (?)... ég þoli ekki tilgangslaust rúnt og hafði lítið að gera þarna, en Benediktu hefur greinlega hrakað að lesa úr augunum á mér afþví að hún gerði lítið í málinu. Klukkan var orðin svona 2 þegar við fórum á einhvern bar í Skeifunni. Ég var búin að lofa sjálfri mér að vera edrú, en þegar ofvirkur vinur Agga sem var augljóslega á spítti GAF mér áfengi átti ég erfitt með að segja nei. Ég þakkaði kurteisislega fyrir Smirnoffinn en opnaði hann ekki og hef ekki ennþá opnað hann. Klukkan tifaði og ég sá fram á að ég kæmist ekki heim á skikkanlegum tíma, eins og foreldra mínir höfðu beðið mig um. Klukkan hálf 4 vorum við svo komin niðrí bæ, þar sem að ég sá bróður minn meðal annars að borða pulsu. Ég var farin að halda að ég þyrfti að labba heim afþví að ofvirki spíttgaurinn var farinn að gefa öllum áfengi og þar af leiðandi ekki margir í akstursfæri. Um þetta leyti var ég farin að trompast úr pirringi, og hélt ég myndi aldrei komast heim aftur. Benedikta var stungin af inná Boomkicker og ég var bara skilin eftir ein í einhverjum bíl með einhverjum gaur sem ég man ekki einu sinni hvað hét. Jú... hann hét víst Kristó eða Kristinn eða eitthvað þannig. Jæja, ofvirki spíttgaurinn bað svo Kristó, sem þá var búinn að samþykkja að skutla mér heim, að keyra sig eitthvað smá. Hann samþykkti það líka og næsti hálftími fór svo í það að skutla honum út um allann bæ. Loksins er ég þó á leiðinni heim og kom heim korter í fjögur og eyddi svo hálftíma í að reyna árangurslaust að brjótast inn á eigið heimili. Ég reyni að vera ábyrgðarfullur unglingur og drekka ekki né reykja jafnvel þótt ég sé í þannig félagsskap... geng í gegnum allskonar vandræði til þess að komast heim og svona launa þau mér? Með því að læsa mig úti! Sem betur fer opnaði pabbi klukkan korter yfir og hleypti mér inn ískaldri, afþví að það var ekki nóg af Diktu að skilja mig eftir en hún tók jakkann sem ég var í með sér svo að ég var að deyja úr kulda mestalla nóttina. Þegar ég var búin að hanga fyrir utan hjá mér svona lengi... og klifra upp á svalirnar hjá mér og allt... var ég svo ekkert þreytt þegar ég kom inn og það er líklegast ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta blogg núna þegar klukkan er orðin korter yfir 5 og ég ætti að vera löngu sofnuð. Held ég fari bara að sofa.

Pæling dagsins: Ætti ég eitthvað að vera að pæla núna? Ja, eitt sem ég var að velta fyrir mér eftir að ofvirki spíttgaurinn sagði við mig að hann myndi kaupa allt sem ég bæði hann um... og ég notaði mér ekki stöðuna btw. afþví að ég er góð stúlka. Afhverju er fólk svona mismunandi þegar það er á rassgatinu/high/á einhverju? Sumir verða alveg ömurlegir og asnalegir og röfla stanslaust og svona, aðrir verða bráðskemmtilegir og fyndnir... og ennaðrir vilja gefa manni heiminn eða stela veskinu manns... Þetta er furðulegt þetta áfengi. Æj, ég veit ekki. Farin að sofa ey? :D Held það sé ráðlegt.

Kv.Andrea

8 Comments:

Blogger Gummi said...

Ég held að þú myndir stjórnast af kvikmyndum. Herma eftir einhverjum gaurum úr myndum :). Held samt að þú myndir sleppa fram af þér beislinu og örugglega reyna við fullt af kvenfólki...sem er mikil breyting.

laugardagur, júní 04, 2005 1:34:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Satt... málið kannski að fá sér tvo bjóra og sjá hvað setur? Ég er orðin forvitin um hvernig hann myndi haga sér :P

laugardagur, júní 04, 2005 2:04:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég er alfarið á móti þeirri hugmynd

laugardagur, júní 04, 2005 2:07:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að við ættum öll að tilraunast og gá hvernig allir verða. Það er forvitnilegt.

laugardagur, júní 04, 2005 5:33:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég ætti pottþétt eftir að verða mér til háborinnar skammar.

laugardagur, júní 04, 2005 6:25:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

vá, góð í að láta mig líta út eins og 'vonda kallinn'.. að vanda... Mig langaði heldur ekkert niðrí bæ, og þurfti að eyða fkn klukkutíma í að sannfæra Agga um það! Þú Lést mig fa jakkan af fúsum og frjálsum vilja, en sorríj, ég fattaði ekki að ég væri í honum, enda of pirruð yfir flip-flopunum. Þú getur prísað þig sæla, ég kom heim með Agga um 5 leytið, en þurfti að vakna til að fara í vinnuna kl.7! Núna var ég að koma heim, eftir að vinna 9 tíma, dauðþreytt, og finnst ekkert gaman að lesa um það hvernig skuldinni er skellt á mig, eins og venjulega... I guess I'll always be the bad guy...

Og helgi er alltaf svona gjafmildur, úturpoppaður eður ei, hann er bara fáranlega örlátur...

laugardagur, júní 04, 2005 6:37:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Sorry að ég hljómaði svona tíkarlega... ég var bara svo pirruð eitthvað þegar ég skrifaði bloggið. Þú ert ekkert vondi kallinn. :) Helgi VAR gjafmildur... ætlaði að kaupa pakka af sígarettum fyrir mig og ég hugsaði um það að segja já og gefa svo einhverjum heppnum nikótín sjúkling pakkann... en ég hætti við, marr á ekki að nota sér fullt fólk...

laugardagur, júní 04, 2005 8:11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er akkúrat málið, Gummi. úúú ég var að fá geðveika hugmynd! Ef þú ferð ú r bolnum, sveiflar honum og öskrar: "Tupperware teiti í kastalanum mínum í kvöld"? bla bla bla bla bla bla bla...

laugardagur, júní 04, 2005 11:27:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home