sunnudagur, júní 05, 2005

Freedom is just another word...

Jæja. Ég er með hvíta málningu á mér. Framtakasamir foreldrar mínir ákváðu að nú væri lag á að taka stofuna í gegn. Fyrr í vikunni voru sveittir verktakar niðrí stofu að pússa parketið mitt og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf niður í eldhús. Áðan eyddi ég svo þónokkrum tíma í að setja málningalímband á alla karma og hillur eins og óð væri. Hvíta stofan okkar er að fá á sig nýjann lit. Hvítann. Ég veit ekki hvað gengur að foreldrum mínum en þetta er greinilega nauðsynlegt ferli í því að gera stofuna fallegri. Svo hefur hún móðir mín tekið upp á þeirri dómsdags vitleysu að hafa sunnudagsmatarboðið í allri óreiðunni! Ég veit ekki... nýmálað loft og matur? Við sjáum til. Annað í fréttum er ekki mikið. Jú, annars... eins furðulega og það hljómar er undirrituð komin með vinnu. Já, gegn öllum oddum (vel þýtt ey?) fékk ég vinnu á leikjanámskeiði í Lindaskóla og fæ ekki verri samstarfsmenn en Héðinn, Skúla og Hlyn til þess að hanga með í allt sumar. Ég get vel ímyndað mér að ég eigi eftir að kunna vel um mig í þessarri vinnu og hún verðu bara ágæt tilbreyting frá tilgangslausa lífi mínu. Jæja, mamma er að kalla á mig í mat svo ég mun klára að skrifa þessa færslu eftir sunnudagsmatinn í málningunni. "Oj vei".

Dagurinn: Mmm... Naanbrauð. Málningamáltíðin heppnaðist ágætlega, mjög gómsætur matur. Haha... Gómsætur. Fyndið orð. Ef ég segi til dæmis "Lambið var gómsætt" þýðir það þá að gómurinn á meintu lambi sé sætur, fallegur... eða með sætu bragði? Eða að umrætt lamb hafi verið sætt í gómnum á mér? Það virkar samt ekki orðfræðilega séð (bjó ég til orð?) afþví að það bendir ekkert til þess að ég hafi lagt þetta lamb til munns. Jæja... að deginum. Hann var ósköp þægilegur. Vaknaði klukkan svona hálf 2 og dró mig á fætur. Ég gerði ekkert frásögum færandi í dag, hékk bara heima hjá mér og starði út í loftið. Það er líka nákvæmlega það sem ég gerði í gær. Ég fór reyndar út með köttinn minn og lék við hann í garðinum :) Hann er svo indæll... Vá, núna hef ég fyrir alvöru unnið mig upp í titillinn "Crazy cat lady"... fer með köttinn út í garð og leik mér við hann! Jesús-Bobby, ég verð að eignast mér líf... Æji, mér finnst einhvernvegin eins og þessi liður ("Dagurinn" þá) sé ekki að virka. Ég hef sárasjaldan eitthvað skemmtilegt að segja frá, og jafnvel þó svo væri... hver hefur áhuga á að vita í hvað ég eyði lítilfjörlegu dögunum mínum? Ekki margir skal ég segja þér. Ætti ég að taka þennan lið út? Endilega segið mér, sú breyting gæti eflaust stytt bloggin mín töluvert sem að verða stundum allt of löng og þreytandi. Tjáið ykkur, you know the drill... Haha! Drill getur þýtt vestur-afrískur bavíani, hördúkur og sáðrák, hvað svo sem það er...! Lovely, þessi tölvuorðabók.

Pæling dagsins: Þennan lið á ég líka oftast erfitt með að fylla. Eins og ég pæli nú mikið pæli ég greinilega aldrei nóg. Jæja, þetta er kannski ekki pæling en vissulega eitthvað sem þið getið velt fyrir ykkur. Ég var að hlusta á Zwan áðan, og fyrir þá sem ekki vita er (eða var, ég veit ekki hvernig málin standa núna) nýja hljómsveitin hans Billy Corgan eftir að Smashing Pumpkins hættu. Hann er víst kominn með brjálaðann sólóferil núna og gefandi út ljóða og barnabækur hægri vinstir en það er ekki málið. Zwan kemst ekki með tærnar þar sem Smashing Pumpkins er með hælana, að mínu mati. Ég er ekki að segja að Zwan sé með öllu misheppnuð hljómsveit, bara engan vegin nálægt því sem að Smashing Pumpkins var og er. Ég fór líka að hugsa um þetta á útskriftinni okkar þegar ein af þessum Ædol konum söng Like A Stone... Eins og Audioslave eru góðir voru Soundgarden bara betri. Núna er ég náttúrulega að tala um að maður heyrir bara röddina sem "reprísentaði" eldri hljómsveitina líka... og auðvitað tengir maður það saman, því að engar tvær raddir eru eins. Besta dæmið um þetta er örugglega Stone Temple Pilots, fallega röddin hans Scott Weiland týnist í þessum sora sem heitir Velvet Revolver. Þegar ég hlusta á Zwan og Smashing Pumpkins í samanburði er Smashing kalt kók og Zwan volgt, flatt kók. Það er bara ekki eins... Vonandi er ég ekki ein á þessarri skoðun að finnast þessi nýju bönd ekki vera að meika sig, en ef svo er þá geri ég mig bara að fífli með því að tjá mínar tónlistalegu skoðanir. Jæja, núna er Íris komin og ég þarf að sinna henni. Segjum þetta nóg komið í bili.

Kv.Andrea

5 Comments:

Blogger Benedikta said...

Augljósasta þýðingin á drill finns mér nú bara vera bor?

sunnudagur, júní 05, 2005 10:02:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Yebb... eða æfing... en hva, eru allir hættir að lesa þetta eða? Á ég að taka út Dagurinn liðinn eða ekki?

mánudagur, júní 06, 2005 4:50:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég les þetta en ég fann mig einhverra hluta vegna ekki knúinn til að svara.

mánudagur, júní 06, 2005 5:20:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sama hér. Ég vil bara hlusta á nýja Coldplay diskinn minn.

Umm... kannski hefurðu þetta ekki fastann lið... meira svona öðru hverju þegar dagurinn þinn hefur verið skewmmtilegur, merkilegur eða e-ð :S

mánudagur, júní 06, 2005 6:55:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Ættu liðirnir ekki bara að fara eftir hentugleika? Ef að dagurinn var spennandi, þá hefuru liðinn 'Dagurinn' Ef að þú finnur einhverja krassandi pælingu, þá hefuru liðinn 'pælingin' svo geturu líka bætt við liðum, eins og þér dettur í hug eins og 'tónlistin' (ef þú uppgötvaðir einhverja skemmtilega hljómsveit eða eitthvað í þá áttina, nýr diskur, eða það sem þú ert að hlusta á) 'quote dagisns' (ég veit að þú kannt fullt af þeim) 'orð dagsins' (samheitaorðabókin, anyone?)

En þetta eru bara svona hugmyndir....

mánudagur, júní 06, 2005 9:41:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home