fimmtudagur, júní 23, 2005

Komin yfir þröskuldinn.

Já, Hamrahlíðarþröskuldinn. Engar vangaveltur, ekkert vesen lengur. Ég er komin í höfn og þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Undarfarnar vikur, mánuði kannski... hefur líf mitt verið eins og belja á línuskautum. Semsagt virkilega óstöðugt. Ég get með stolti sagt að beljan er komin af svellinu, ég endurtek - hún er komin af svellinu. Mér finnst ennfremur svolítið kjánalegt að segja frá því svona snemma á sumrinu að ég hlakki til þess að byrja í skóla næsta haust... Spennan og óvissan fer með mig. Svo er auðvitað eitt af skemmtilegri hlutunum í heiminum að versla skóladót. Veltið því endilega fyrir ykkur hvort þetta hafi verið kaldhæðni eður ei. Ekki verð ég þó ein í nýja skólanum en ég hef heyrt frá nokkrum vinum og kunningjum sem komust inn, og öðrum sem komust ekki inn. Voðalega er heimurinn ósanngjarn... æj, mér finnst þetta sjúga. Annars er ég mjög ánægð sjálf. Annað í fréttum er ósköp lítið síðan síðast. Ekkert nema tilfinningaflækjur og vinna til skiptis. Fréttnæmt gæti verið að hún Íris Gísladóttir var að eignast lítinn bróður. Gæðaframleiðsla, 17 merkur og læti... hraustur og fallegur strákur, ber fallega nafnið Sólon. Hvort hann verður ræfill og flakkari er nú annað mál. Ég mana ykkur til þess að finna tenginguna á þessu. Annars var ég að fá góðar fréttir. Íris komst inn í Hamrahlíðina. Það er gott. Ég sé fram á áhugavert haust og vetur í Hlíðunum.

Dagurinn: Gekk eins og aðrir dagar. Í dag kom Götuleikhúsið í heimsókn og skemmti krökkunum í klukkutíma eða svo, sem var ansi sweet því að þau sáu basically um mína vinnu. Þau sýndu ansi sýrt leikrit um landakort og verndarálfa, og ég er ekki frá því að starfsmennirnir hafi hlegið meira en börnin. Svo fóru þau með krakkana í leiki og við þurftum ekkert að gera. Need I say, sweeeet! Við fórum líka í nokkuð skemmtilegann skotbolta, en kárnaði gamanið þegar Skúli skaut af mér gleraugun og þau fóru aaalveg í kleinu og glerið datt úr. Þarf að fara með þau bráðlega til læknis, sem og köttinn minn sem hefur verið að láta leiðinlega uppá síðkastið. Svo fór ég heim, tók upp bréfið með skjálfandi höndum, komst inn og græddi fem tusund kroner fyrir almennan skýrleika í kollinum. Anyways... ég veit nú ekki hvort þetta sé frásögum færandi en ég er búin að vera semi-veik mestalla vikuna og hefur liðið almennt illa, með óstöðvandi kvef og tilviljanakenndar blóðnasir. Ég er farin að hafa áhyggjur af þessu blóðleysi mínu. Til þess að bæta líðan mína í dag fékk ég svo vægann hausverk. Þess má geta að bráðlega byrja ég svo á túr, og ég er ekki ein af þessum týpum sem tekur ekki einu sinni eftir því, ónei. Vítiskvalir fólk. Æj, ég veit ekki hvað ég er nú að röfla, ætli það sé ekki bara það að ég hafi ekkert til þess að röfla yfir lengur? Sársauki er samt alltaf sársauki, og slappleiki er alltaf slappleiki. Núna ætla ég hinsvegar að fara að sofa, svo ég meiki kannski að fara í vinnuna á morgun.

Pæling dagsins: Ja... ég hef nú enga pælingu útúrpælda og tilbúna fyrir ykkur sem stendur. Undanfarnar vikur hef ég meira og minna sleppt því að hugsa yfirleitt. Eina pælingin sem situr í hausnum á mér sem stendur er of klisjukennd og týpísk frá fimmtán ára stelpu að ég veit ekki hvort það sé ráðlegt að hún líti dagsins ljós. Nefnilega þetta fyrirsjáanlega. Strákar... hvað er nú eiginlega málið með þá? Afhverju er mér algjerlega ómögulegt með meiru að skilja þá, eins og ég á nú auðvelt með að skilja hluti? Hugsa kynin svona ótrúlega ólíkt eða lendi ég bara í eilífu mindfucki? Stundum finnst mér eins og hausinn á mér sé að springa... (hef nú heyrt þennan áður)... Ætli strákum sé nokkuð ætlað að skilja stelpur, eða stelpum að skilja stráka? Er það kannski ástæðan fyrir því að samkynhneigðir eru nánast að breytast úr minnihlutahóp yfir í meirihlutahóp? (Já, ég veit... Verslings Darwin) Jæja, hvað veit ég? Ekki margt, svo ég ætla bara að segja þetta nóg í bili.

Tónlistin: Eftir mikla togstreitu, bölv og týndar USB snúrur hefur mér loks tekist að uppfæra ipodinn sem að hefur gengið í nýjar víddir með nýjum artístatitlum eins og Olnbogum, Skærasystrum, Hlutlausum Mjólkurhótelum, Germönskum dýrðlingum, Bergmáli og Kanínumönnunum. Ennfremur má ég minnast á nýfundna ást mína á Moloko, The Smiths og The Stranglers. Það er eitthvað fleira sem ég ætlaði að minnast á en það er bara algerlega dottið úr mér. Já!! The Faint! Mæli með snilldarlaginu Worked Up So Sexual sem er svo grúví að það gæti komið letidýri í amfetamín-fíling. Var nú alveg búin að gleyma þessu nafni, en ég og Sunza áttum það til að dansa við The Faint bak við skúr í matarhléum á meðan hún stundaði lung-eyðingar (flott orð ey? Var að búa það til, lol.) Gunnar nokkur Jakobínaríni minntist svo á þessa hljómsveit á blogginu sínu og ég get ekki annað sagt en að þetta lag sé "the-shieet!".
Þakka áheyrn í dag, góðar stundir.

Kv.Andrea

14 Comments:

Blogger Gummi said...

Já, margur maðurinn hefur nú farið flatt á því að elta þau merki sem hann "sá" stelpuna gefa sér. Þetta er ósköp skrýtið allt saman og manneskjum forboðið að skilja. Kannski er þetta eitthvað sem Guð hefur skipulagt...spyrjið Hlöðver, hann veit víst helling um Guð.

föstudagur, júní 24, 2005 1:38:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Amma! Amma mín? Amma hvar ertu?"

"Muuu!"

"Amma þarna ertu!"

*mjólkar*

föstudagur, júní 24, 2005 2:43:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Moloko, Smiths og Stranglers? Jess! loksins uppgötvaði ég hljómsveitir á undan þér ^.^ (eggið að kenna hænunni hvað :P ) ya should have come to the concert! Og til hamingju (Aftur) með Hamrahlíðina ástin :*

föstudagur, júní 24, 2005 6:18:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

OG ekki gleyma Germönsku Dýrðlingunum (St. Germain, ég ákvað að þýða þetta illa en skemmtilega) sem er einnig þitt verk ;) Eggið getur alltaf kennt hænunni eitthvað, því hænan er nú ekki alvitur.

föstudagur, júní 24, 2005 8:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ívar alltaf jafn jákvæður...

Hahaha Hlöbbi (ég hélt alltaf einu sinni að hann væri kallaður Klobbi...fannst það voða skrýtið) Ætli hann hafi komist inn í MR? Þá má Erla Dóra fara að passa sig..

sunnudagur, júní 26, 2005 8:26:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maybe some guys are just slow. With hope they won't be too slow.

mánudagur, júní 27, 2005 4:49:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki fræðilegur séns að botna eitt né neitt í karlmönnum punktur.(ekta punktur máli mínu til stuðnings)

mánudagur, júní 27, 2005 11:09:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ég er mjög svo sammála síðasta ræðumanni...

þriðjudagur, júní 28, 2005 12:36:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eeeeeeins og við séum eitthvað flóknir.

þriðjudagur, júní 28, 2005 11:47:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu fyrst nuna að fatta að strákar og stelpur eru ekki með eins hugsunar hátt ?

miðvikudagur, júní 29, 2005 7:46:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Auðvitað eru kynin öðruvísi en það ætlar engin að segja mér að karlkynið sé eitthvað flókið dæmi. Við erum 2+2 samanborið við hið endalaust flókna kvenkyn. Maður getur gengið í gengum heila mannsævi án þess að átta sig á þessum misvísandi "merkjum" sem þið gefið frá ykkur endalaust.

Og hver er anonymous annars?

miðvikudagur, júní 29, 2005 9:12:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe. gleymdi að merkja commentið mitt. ég á víst seinasta comment

miðvikudagur, júní 29, 2005 9:59:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

strákar eru líka með villandi merki.Engir englar þar á ferð

miðvikudagur, júní 29, 2005 11:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

2+2=5 :P

fimmtudagur, júní 30, 2005 12:03:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home