Spenna, stress, spenna, stress, spenna, stess...
Jæja, þreytt og... já, þreytt eftir langann, blautann vinnudag. Þrátt fyrir ósköp misheppnað veður var dagurinn ekkert það lengi að líða og ef satt best skal segja var hann bara alveg ágætur. Ég kynntist samstarfsmönnum mínum eitthvað takmarkað, en hélt mér aðallega nálægt Skúla sem var sá eini sem ég þekkti þar sem að Héðinn lét ekki sjá sig mestallann daginn. Börnin höguðu sér vel að mínu mati, en ég kynntist nokkrum börnum í dag sem að ég verð líklegast með alla vikuna. Gaman hversu vel persónuleikar skína í gegn í börnum þegar þau eru svona ung. Kynntist einum forustusauð og vinkonu hennar sem að gerðu mikið af því að stela símanum mínum... þær voru soldið skrautlegar, en algjör krútt. Svo var ein lítil stelpa í gulum pollagalla sem var svolítið útundan og hún kom upp að mér og faðmaði á mér lærið. Mér fannst það rosalega krúttlegt. Hún kom til mín þegar önnur stelpa sparkaði í bakið á henni, ég fór yfir til hennar og leysti það mál, og samkvæmt pollagallastúlkunni er ég nýja besta vinkona hennar. Stelpan sem að sparkaði í hana, sem var að hennar sögn óvart, var líka áhugaverð. Hún hugsaði ekki mikið um hina krakkana en talaði mikið um blómin sín, og hvað hún ætti falleg blóm. Mér fannst það örlítið furðulegt vegna þess að stúlkan hélt ekki á neinum blómum og ég kom ekki auga á nein blóm í nálægð. Annars fékk ég þessa spurningu fyrsta daginn í vinnunni. "Hvernig verða börnin til?" ... ég fór náttúrulega alveg í kleinu og vissi ekkert hverju ég átti að svara. Framhaldið á þessarri vinnu verður áhugavert. Annars var ég svolítið pirruð yfir að fá ekki einkunninar mínar í dag, en fyrst ég fæ þær á morgun ætla ég ekkert að röfla yfir því. Stressið og spennan eru farin að láta til sín taka, en illu er víst best af lokið. Við sjáum bara til.
Velkominn í þjónustusímann á Kleppi.
Ef þú þjáist af.....þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1..
Ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2..
Klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6..
Ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið..
Ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið..
Þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er..
Lesblindu, skaltu velja 696969696969..
Taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar..
Minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar ..
Óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum. Vinsamlega bíðið eftir tóninum...
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
skertu skammtímaminni, veldu 9..
HAHA! Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið, og já... ég er með óþroskaðann húmor. I know this. Það sem mér fannst einna fyndnast var að Lesblinda er greinilega orðið geðsjúkdómur, miðað við að hægt er að fá meðferð við lesblindu á Kleppi. Þessum Kleppi. Fyrir ykkur sem tóku bakföll af hlátri yfir "heimsku" minni, þá veit ég vel að þetta er ekki raunverulegur símsvari á Kleppi. Ah, skemmtileg þessi íronía.
Ég er hrædd um að ég nenni ekki skrifa neitt frekar að þessu sinni sökum gífulegrar ritstíflu og allmennu aðgerðaleysi. Úje, Jungle Booogie... Ég nenni þessu ekki, er farin að redda mér kóki. Þakka meðfylgdina og óska ykkur góðra stunda.
Kv.Andrea
Velkominn í þjónustusímann á Kleppi.
Ef þú þjáist af.....þráhyggju, skaltu ýta í sífellu á 1..
Ósjálfstæði, skaltu fá einhvern til að ýta á 2..
Klofnum persónuleika, skaltu ýta á 3, 4, 5 og 6..
Ofsóknarbrjálæði, þá vitum við hver þú ert og hvað þú vilt. Bíddu á línunni svo við getum rakið samtalið..
Ranghugmyndum, veldu 7 og við gefum þér samband við móðurskipið..
Þunglyndi, þá skiptir ekki máli á hvaða hnapp þú ýtir - það svarar þér enginn hvort eð er..
Lesblindu, skaltu velja 696969696969..
Taugaveiklun, skaltu fitla við ferninginn þar til einhver svarar..
Minnisleysi, skaltu velja 8 og segja nafn þitt, kennitölu, símanúmer, fæðingardag, heimilisfang, skónúmer og fullt nafn móður þinnar ..
Óákveðni, skaltu skilja eftir skilaboð á eftir tóninum eða á undan tóninum eða á eftir tóninum. Vinsamlega bíðið eftir tóninum...
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
Skertu skammtímaminni, veldu 9..
skertu skammtímaminni, veldu 9..
HAHA! Mér finnst þetta alltaf jafn fyndið, og já... ég er með óþroskaðann húmor. I know this. Það sem mér fannst einna fyndnast var að Lesblinda er greinilega orðið geðsjúkdómur, miðað við að hægt er að fá meðferð við lesblindu á Kleppi. Þessum Kleppi. Fyrir ykkur sem tóku bakföll af hlátri yfir "heimsku" minni, þá veit ég vel að þetta er ekki raunverulegur símsvari á Kleppi. Ah, skemmtileg þessi íronía.
Ég er hrædd um að ég nenni ekki skrifa neitt frekar að þessu sinni sökum gífulegrar ritstíflu og allmennu aðgerðaleysi. Úje, Jungle Booogie... Ég nenni þessu ekki, er farin að redda mér kóki. Þakka meðfylgdina og óska ykkur góðra stunda.
Kv.Andrea
4 Comments:
Já, helmingurinn af fólki nú til dags virðist þjást af lesblindu. Ef einhver gerir stafsetningarvillu og einhver annar leiðréttir hann þá fær hann umsvifalaust til baka: „Ég er lesblind/ur“. Þetta virðist hrjá margan Íslendinginn í dag og sést vel á því að skoða netvafrann http://www.hugi.is. Auðvitað er mun erfiðara fyrir fólk með lesblindu að læra en mér finnst alveg fáránlegt að fólk sem nennir ekki að læra haldi því fram að það sé með lesblindu eða athyglisbrest. Hjá mörgum er þetta bara vitleysa. Þetta er annar sjúkdómur. Hann kallast leti!
Sammála.... sámmála.
Jújú jájá, nákvæmlega!!!... Gaman að fyrsti dagurinn í vinnunni byrjar vel, það hlýtur að boða gott ;)...
Já, börn eru ágæt.. upp að vissu marki.. en segðu mér, hvað eruði eiginlega að gera með þessum krökkum, eru þau bara úti að leika sér eða?
Skrifa ummæli
<< Home