You bought a haunted toaster?
Ne Hæ. Ég veit ekki afhverju ég er að blogga. Ekkert gerist nokkurtíman hjá mér. Núna er ég búin að vinna alla vikuna eins og ég fengi borgað fyrir það. Haha... þetta var svo lélegt að það blæðir úr eyrunum á mér. Í gær kláraði ég allaveganna fyrstu vikuna mína, sem er ágætt. Núna er bara mánuður eftir! Við bíðum og sjáum hvort guð hafi bænheyrt mig um betra veður. Einhverra hluta vegna voru allir að drífa sig úr bænum í gær. Það er greinilega mikið skemmtilegra að djamma uppí sveit, samkvæmt þessu athæfi sem samanstendur af því að óhugnarlega margir stungu af úr rósömu borgarlífinu. Ég lét það ekki á mig fá og fann mér einfaldlega eitthvað annað að gera. Það vildi svo vel til að Stebbi og Addi voru of félitlir til þess að stinga af líka, svo að við gripum gæsina á lofti á meðan fjölskylda Adda fór út úr bænum... eins og svo margir aðrir, og skelltum okkur í Vesturbæinn. Stebbi, Íris, ég og Addi... og Dennis og Elsa kærastan hans, en fyrir þá sem ekki vita (sem eru örugglega allir) þá er Dennis breski söngvarinn í hljómsveitinni þeirra) sköpuðum semsagt þetta litla gettúgeððer. Dennis er geðveikur. Ja, það er að segja geðveikt góður söngvari og gítarleikari. Hann er *of* góður. Og mikill Radiohead aðdáandi sem er alltaf plús. Kannski voru það bjórarnir sem sögðu til sín, ég veit ekki... en ég fékk hann til þess að spila High and Dry og mig langaði til þess að grenja hann var svo góður. Næstum því jafngóður og Thom York, og nei Hildur ég er ekki að grínast. Eftir mikla gullhamra hjá mér fékk hann svolítið æði yfir sig og tók nánast öll Radiohead lög í bókinni... og þau voru öll svooo góð! Ég spái því að hann eigi eftir að verða frægur. Mér leið bara eins og ég væri á lævakústik tónleikum, á fyrsta bekk! Það var algjör snilld. Allaveganna... hvað var ég aftur að segja? Já... Öh, æj. Ég man það ekki. Hann kunni samt ekki True Love Waits, sem var bömmer... og ég gleymdi að láta hann spila No Surprises! Ég er svo mikill kjáni.
Dagurinn: Er ekki nema hálfnaður. Mestallur dagurinn hefur gengið út á að berjast við þynnkuna, og ég get sagt með algerri fullvissu að það hafi bara gengið vel. MacDonalds og Foamy geta læknað hvað sem er. Þegar ég kom heim hringdi Gerður í mig og bauð okkur Írisi í kvöldverðarboð. Úúúú... fansí. Það er samt mjög heppilegt afþví að Addi er að fara út úr bænum (!!!) og ég hef ekkert að gera í kvöld. Sem stendur ligg ég bara upp í rúmi með Pésa og læt tímann líða... ekkert betra en smá tími til þess að gera ekki neitt eftir annasama viku. Kirsuberið á rjómatertuna væri auðvitað að hafa smá kók við höndina en maður getur nú ekki fengið allt er það? Að öðrum málefnum hef ég komist að því eftir mikla eftirspurn hvenær the almighty bréf er sent. Ekki láta eins og þið vitið ekki hvað ég er að tala um... THE BRÉF, the one and only. Þetta litla bréf sem úrskurðar hvort maður sé heimskur eða gangi veg vísdóms. Það er ekkert svo langt í það :D samkvæmt mínum heimildum svona vika, kannski tvær... fer eftir því hvort maður sé gáfaður eða ekki. Ég var líka að spá og spekúlera hvort maður mætti fara og sjá prófin sín, mig dauðlangar að vita hvað ég fékk fyrir ritun í íslensku og ensku... sérstaklega ensku afþví að sú ritun varð allt of löng, ruglingsleg og semi-kaldhæðin fyrir einu sinni mig að skilja. Íslenskuritunina lagði ég aðeins meira í og mér fannst hún ganga vel... og langar að vita hvernig íslenskuspekúlerantarnir kváðu dóm. En einhver sagði mér nú að maður þyrfti að kaupa prófin af námsgagnastofnun! Hverslags vitleysa er það nú? Ojæja... Ætli maður fari ekki og finni sér föt fyrir matarboð? Nema kannski að mæta bara á nærfötunum? Það væri nú soldill sjokker... sem er bara gaman! :D Nei, Gerður myndir örugglega lemja mig. Held ég verði bara retró og fari í föt.
Pæling dagsins: Margt í gangi bak við græn augun. Tími til þess að velja eina og festa á blöð mannkynssögunnar. Eða tölvuskjá í þessu tilviki. Guð minn eini. Já! Guð... Stór eða lítill stafur? Ég persónulega er svona hálfpartin trúleysingi (það er saga á bakvið, en ég nenni ekki að útskýra hérna) svo að ég segi bara guð með litlum staf, nema auðvitað þegar það er fyrst í setningu... maður vill ekki brjóta almenn málfræðiviðmið. Ætti þetta að vera þannig að þeir sem trúa á guð skrifi það með stórum staf afþví það er þeirra guð, en þeir sem trúa ekki á hann líti bara á hann sem einhvern guð og skrifi þá með litlum? Hmm... Annars, rosaleg frumlegheit hjá kristnu samfélagi að kalla guðinn sinn... "Guð". En kannski er þetta bara svona hjá öllum trúarsamfélögum. Kannski þýðir Buddah guð á einhverju chingchong máli, ég veit það ekki. Allaveganna finnst mér að við þurfum að finna frumlegri nöfn á þann sem við leggjum alla okkar trú á. OMIU! Þetta er svona einskonar OMG, nema bara aðeins frumlegra. Oh my invisible unicorn, minnir að þetta sé einhver kult í úddlöndum sem trúir því að guð sé ekkert nema ósýnilegur einhyrningur. Mér fannst það fyndið. Ég held að við sláum botninn í þessa leiðindafærslu sem fyrst.
Tilvitnun dagsins: Hmm... veit nú ekki alveg afhverju ég er að koma þessum lið inn afþví ég á engar skemmtilegar tilvitnanir... það eina sem ég er búin að gera merkilegt í dag er að horfa á Foamy svo að... já, ef þið skiljið þetta þá er það æði... ef ekki, þá áfellst ég ykkur ekki.
Foamy: The Amytiville toaster... make breakfast spooky, spooky talk from toaster... spooky eatin' toast! Yum yum yum, human hand.
Og ein önnur... svo fyndið...
Foamy: Wait! How about this? Na?
Germane: Cock-Master? I think I’ll pass.
Foamy: Why? What’s wrong with advertising that you are in control of a large farm bird?
Germane: Er… that’s not what it means...
Ef þið viljið meira... www.illwillpress.com !
Hérmeð kveð ég ykkur að sinni og afsaka þessa afspyrnuleiðinlegu afsökun fyrir afþreyingu. Ú... lots of A's... Is it a sign?
Kv.Andrea
Dagurinn: Er ekki nema hálfnaður. Mestallur dagurinn hefur gengið út á að berjast við þynnkuna, og ég get sagt með algerri fullvissu að það hafi bara gengið vel. MacDonalds og Foamy geta læknað hvað sem er. Þegar ég kom heim hringdi Gerður í mig og bauð okkur Írisi í kvöldverðarboð. Úúúú... fansí. Það er samt mjög heppilegt afþví að Addi er að fara út úr bænum (!!!) og ég hef ekkert að gera í kvöld. Sem stendur ligg ég bara upp í rúmi með Pésa og læt tímann líða... ekkert betra en smá tími til þess að gera ekki neitt eftir annasama viku. Kirsuberið á rjómatertuna væri auðvitað að hafa smá kók við höndina en maður getur nú ekki fengið allt er það? Að öðrum málefnum hef ég komist að því eftir mikla eftirspurn hvenær the almighty bréf er sent. Ekki láta eins og þið vitið ekki hvað ég er að tala um... THE BRÉF, the one and only. Þetta litla bréf sem úrskurðar hvort maður sé heimskur eða gangi veg vísdóms. Það er ekkert svo langt í það :D samkvæmt mínum heimildum svona vika, kannski tvær... fer eftir því hvort maður sé gáfaður eða ekki. Ég var líka að spá og spekúlera hvort maður mætti fara og sjá prófin sín, mig dauðlangar að vita hvað ég fékk fyrir ritun í íslensku og ensku... sérstaklega ensku afþví að sú ritun varð allt of löng, ruglingsleg og semi-kaldhæðin fyrir einu sinni mig að skilja. Íslenskuritunina lagði ég aðeins meira í og mér fannst hún ganga vel... og langar að vita hvernig íslenskuspekúlerantarnir kváðu dóm. En einhver sagði mér nú að maður þyrfti að kaupa prófin af námsgagnastofnun! Hverslags vitleysa er það nú? Ojæja... Ætli maður fari ekki og finni sér föt fyrir matarboð? Nema kannski að mæta bara á nærfötunum? Það væri nú soldill sjokker... sem er bara gaman! :D Nei, Gerður myndir örugglega lemja mig. Held ég verði bara retró og fari í föt.
Pæling dagsins: Margt í gangi bak við græn augun. Tími til þess að velja eina og festa á blöð mannkynssögunnar. Eða tölvuskjá í þessu tilviki. Guð minn eini. Já! Guð... Stór eða lítill stafur? Ég persónulega er svona hálfpartin trúleysingi (það er saga á bakvið, en ég nenni ekki að útskýra hérna) svo að ég segi bara guð með litlum staf, nema auðvitað þegar það er fyrst í setningu... maður vill ekki brjóta almenn málfræðiviðmið. Ætti þetta að vera þannig að þeir sem trúa á guð skrifi það með stórum staf afþví það er þeirra guð, en þeir sem trúa ekki á hann líti bara á hann sem einhvern guð og skrifi þá með litlum? Hmm... Annars, rosaleg frumlegheit hjá kristnu samfélagi að kalla guðinn sinn... "Guð". En kannski er þetta bara svona hjá öllum trúarsamfélögum. Kannski þýðir Buddah guð á einhverju chingchong máli, ég veit það ekki. Allaveganna finnst mér að við þurfum að finna frumlegri nöfn á þann sem við leggjum alla okkar trú á. OMIU! Þetta er svona einskonar OMG, nema bara aðeins frumlegra. Oh my invisible unicorn, minnir að þetta sé einhver kult í úddlöndum sem trúir því að guð sé ekkert nema ósýnilegur einhyrningur. Mér fannst það fyndið. Ég held að við sláum botninn í þessa leiðindafærslu sem fyrst.
Tilvitnun dagsins: Hmm... veit nú ekki alveg afhverju ég er að koma þessum lið inn afþví ég á engar skemmtilegar tilvitnanir... það eina sem ég er búin að gera merkilegt í dag er að horfa á Foamy svo að... já, ef þið skiljið þetta þá er það æði... ef ekki, þá áfellst ég ykkur ekki.
Foamy: The Amytiville toaster... make breakfast spooky, spooky talk from toaster... spooky eatin' toast! Yum yum yum, human hand.
Og ein önnur... svo fyndið...
Foamy: Wait! How about this? Na?
Germane: Cock-Master? I think I’ll pass.
Foamy: Why? What’s wrong with advertising that you are in control of a large farm bird?
Germane: Er… that’s not what it means...
Ef þið viljið meira... www.illwillpress.com !
Hérmeð kveð ég ykkur að sinni og afsaka þessa afspyrnuleiðinlegu afsökun fyrir afþreyingu. Ú... lots of A's... Is it a sign?
Kv.Andrea
15 Comments:
Hummm... ég trúi þér samt ekki Andrea. Þarf að hitta þennan Dennis.
Thom Yorke er skrifað með e-i. Ég líð hvorki litlar né stórar Radiohead villur!!
Whooooo!! allt á fullu hérna mar
Já, ég er soldið fúl yfir þessu... þegar maður venst því góða þá er ekkert gaman þegar marr fær bara eitt komment! Uss.., núna skal ég sko svelta ykkur um blogg...
Það eru bara allir að vinna, er það ekki? Eða þá þeir tíma ekki að eyða tíma í tölvunni þegar það er sól úti....
*dansa við Street Spirit dance remix* ég hjarta þessi remix (auðvitað elska ég upprualegu útgáfurnar meira... ég meina, doj)
segðu mér að hann hafi sungið You .. .ég elska You ... ég gæti étið smáskífu með laginu You en ég ætla þó ekki að gera það ... ég elska líka sjálfa mig .. getur hann spilað á mig ?? humm lítið vit í mér já ... þarf svefn .. þarf vökva .. þarf ... humm komin of djúpt í þarfar ræðuna .. læt hér við numið *does not need to be named* svo .... ummm vinna vinna vinna .. vinnan göfgar manninn ..
gleðileg sveppatár ... megir þú brosa í aftur sæti á limmu fyrir jólin 2019
veit að það er aftursæti en aftur sæti getur verið sæti aftur eins og í einu sinni enn .. (afsakanir afsakanir)
það sem þarf ekki að nefna þarf í alvöru ekki að nefna ;)
oh, boo hoo! Ég er ekkert að tala um einhverja andskotans unglingavinnu... ég vinn flesta daga, þar á meðal helgar og mínar vaktir (t.d. í dag) eru 9 tímar, sem mér finnst bara ágætur slatti... hef líka unnið öll sumur síðan ég var 10 ára, og ekki kveinka ég mér, þótt þetta hafi verið misskemmtilegar vinnur....
Hví er fólk svona peningagráðugt???
Því að því vantar pening máske? Og hefur ekkert betra við tímann að gera en að vinna eins og geðsjúklingur? Ef ég er ekki að vinna, nöldra foreldrar mínir í mér fyrir að vera löt og hanga heima allan daginn, og þau borga ekkert fyrir mig, þannig að ég sé bara um mig sjálf, og til þess að geta það, verð ég að vinna....
hey andrea hæ man ekki hvernig eg rataði inna þessa siðu rata nefnilega ekki uti sjoppu til að kaupa mer sigo (er sko i noregi) en ja eg er heavy óánægður með þig fyrir Það fyrsta er buddha astand en ekki guð og i öðru lagi er guð almattugur. eg meina eg helt allir hefðu lært það i skola OMG. en ja annars frekar ruglingsleg siða veit ekki hvernig eg a að skoða hluti og það er alltof mikið um skrif en hey þu skuldar mer sleikjo eg var að muna eftir þvi rett aðan eg krefst Þess að fa hann strax og eg kem heim og kok i dos lika og segðu benediktu að hun se með cool nafn HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH AHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH AHAHAHAHAHAHAHAHA Ozzy er geðveikt svalur flottasti facemelter i heimi fra minutu:sekundu 3:27 til minutu:sekundu 4:08 i laginu No More Tears. ha ekki er radiohead með neina facemeltera i karma police (held allavega að það seu þeir sem spila það) og ja eg er alveg örugglega með lengsta kommentið herna og er þarafleiðandi svalastur og ef eg er ekki með lengsta kommentið er sa sem er með lengsta kommentið geggjaður luði að nenna að skrifa svona langt komment. Peace og Nixon svipur. og einn geggjað blautur koss a kinnina til þin andrea. p.s. ef þu skildir það ekki þá var þetta kaldhæðni varðandi guð.
Hví veit hann ekki að Radiohead eiga/spila Karma Ploice??? *hneyksluð*
(ég held ég þurfi ekki einusinni að segja til nafns)
karma police*
Hildur mín þótt við séum nú flest öll vel upplýst og hamingjusöm eru til þeir óheppnu sem fara á mis við slíkar upplýsingar .... guð einn getur forðað þeim frá glötun
Skrifa ummæli
<< Home