þriðjudagur, júní 07, 2005

Steinbeck...

Ókey, þá er þetta búið. Mamma var svo ánægð með mig að hún ákvað að panta pizzu, og ég sit núna og bíð, skoðaði nokkur blogg og sá fram á að ég yrði að blogga smá til þess að skera mig ekki útúr steríótýpunni, og umfram allt setja einkunnirnar mínar á veraldarvefinn... þessar persónulegu og prívat upplýsingar. Ég er mjög sátt við einkunnrinar mínar, þó ég viti ekki beint hvernig mér tókst að fá svona góðar einkunnir, eeen ég er sátt.

Íslenska: 9
Stærðfræði: 9,5
Enska: 9,5
Samfélagsfræði: 9

Jú, þetta gerir meðaleinkunnina að 9,25 sem að ég er mjög sátt við og ef MH tekur ekki við mér þá veit ég ekki hvað... þá verð ég mjög bitur.
Vinnan í dag var ágæt, ekkert mikið frá því að segja... eina sem stóð upp úr í dag er líklegast einkunnirnar. Ósköp lítið annað að blogga um... held ég sleppi því bara að röfla út í loftið og láti þetta duga í bili. Þess má geta að þetta er fjórða bloggið mitt í röð, ég er farin að blogga reglulega aftur... er það gott eða slæmt? Annað í fréttum er það að greyjið Íris er á Járnfrúnni í kvöld, en langar sjálf ekki mikið að vera þar, enda hefur tónlistasmekkur hennar þroskast óhemjuhratt síðustu mánuði. Eitt sniðugt í viðbót, rakst á orðabók Sverris Stormskers á bókasafninu í dag! :D

Erótík- Stelpa sem æfir eróbik...
Errótík - Áhangandi listamannsins Erró...

Tónlist dagsins:
Svartur Afgan - Bubbi (hlusta nú ekkert á hann Bubba, en þetta lag er bara flott og sætur texti og svona... jæja, þið megið kalla mig hobo ef það hentar ykkur)
Honest Mistake - The Bravery (Sé svo eftir að hafa ekki farið á þá!)
No Breaks - The Bravery (...)
Cells - The Servant (Sin City bömmer)
Communist Daughter - Neutral Milk Hotel (Vantar meira með þeim, einhver til?)
Happy House - Siouxsie and the Banshees (JEIJ!)
Angel - Massive Attack (*snökt* þeir þurftu ekki að drepa hana...)

Kv.Andrea

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

KOM THE BRAVERY TIL ÍSLANDS?? Ah, bollocks!

Drepa hverja hvað???

... aaa ég fatta! Mömmu Mickey?

þriðjudagur, júní 07, 2005 10:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

SKO! hluuuuusta á vini sína!

Og Bubbi er fkn snilli, veit ekki afhverju þú vilt halda öðru fram.

þriðjudagur, júní 07, 2005 10:46:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Mér finnst Bubbi fífl. Montinn, grobbinn, sjálfumglaður og leiðinlegur.

þriðjudagur, júní 07, 2005 11:12:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Reyndar finnst mér Þjóðlag mjög flott.

þriðjudagur, júní 07, 2005 11:37:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Veistu kona, stundum langar mig að sparka í þig... það eina sem þú hefur talað um er hvernig þér átti eftir að ganga illa í samræmdu... og að ég væri klára vinkonan, well bullshit! :D Þú verður að fara að gefa þér smá kredit kelling.. en til hamingju, þetta eru outstanding einkunnir, þannig að ekki hafa áhyggjur, Mh tekur við þér.. ^.^

þriðjudagur, júní 07, 2005 11:44:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ef Bubbi er fífl, hvað er Tolli þá? HANN er fífl. Fkn fjöldaframleiðandi. Já, Bravery komu til Íslands... you foools! Afhverju veit þetta enginn??? Og jamm, ég var að tala um mömmu hans Mickey, greyjið var svo krúttleg... átti ekki skilið að deyja.

Arnór: við vitum bæði að þú ert heilinn... ekki ég. Heili.

þriðjudagur, júní 07, 2005 11:53:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég hélt að þetta væri blogsíða ekki daðurstaður...

miðvikudagur, júní 08, 2005 12:05:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gummi minn, það skiptir mér engu máli hvernig persóna bubbi er, ég hlusta á músíkina, ég heng ekki með honum.

miðvikudagur, júní 08, 2005 1:20:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

Það er samt eflaust gaman að henga með honum. Ég fíla alveg sumt af verkum hans en mér finnst hann eitthvað svo leiðinlegur oft á tíðum.

miðvikudagur, júní 08, 2005 1:28:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HAHA! Málfræðiskot á Kalla frá Gumma.

Let down and hanging around...

miðvikudagur, júní 08, 2005 11:42:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

HEY! er búinn að vera á fkn grunndeild matvæla í tvær annir. Mér leyfist alveg að fokka málfræðinni upp eins og mér sýnist.

miðvikudagur, júní 08, 2005 4:41:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo stolt af þér ;)...

miðvikudagur, júní 08, 2005 6:53:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

andrea ekkert tuð lengur ....´þú stóðst þig vel ..´gud brilliant ...

miðvikudagur, júní 08, 2005 10:03:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kalli þú kannt ekki fokk í málfræði! til að styðja mál mitt bendi ég á íslesku verkefnið um mann sem hét skrýtnu nafni...

miðvikudagur, júní 08, 2005 11:10:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Já, hef alltaf ætlað mér á Airwaves... en sökum fjárskorts og fleiru hef ég ekki lagt í það. Sé samt mikið eftir að hafa ekki farið á Bravery... ég ætlaði með Sunzu en hún þurfti að fara og gera eitthvað annað minnir mig. Bömmer. Allaveganna, þá stefni ég nú á að fara næst... ef ég finn mér félagsskap það er að segja.

föstudagur, júní 10, 2005 5:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bubbi er mesta fifl allra tima.

Kv. Ivar

föstudagur, júní 10, 2005 8:48:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home