"Frumlegur titill"
Að beiðni Benediktu sný ég aftur eftir nónokkra fjarveru. Ég nenni í rauninni ekkert að babla eitthvað tilgangslaust hérna inná hvort eð er, vegna aldurs undirritaðar er ég bara stimpluð gelgja með athyglissýki hvort eð er. Annars er ekkert mikið búið að gerast hjá mér upp á síðkastið... reyndar er einmanaleikinn farinn en ég ætla ekki að verða enn gelgjulegri og fara að röfla stanslaust um Adda hérna svo ég sleppi því bara alveg og segi einfaldlega... helgin var ágæt. Í gær þurfti ég hinsvegar að bera út einhver ógeðsleg blöð fyrir Guðrúnu Soffíu sem þröngvaði þeim upp á mig óviljugri. Svo kom ég heim til þess eins að taka allt til því að mamma og pabbi komu heim í dag. Sem betur fer (einhverra hluta vegna) blessaði Íris mig með náveru sinni og hjálpaði okkur að þrífa... :D Ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þennan engil... Aaallavanna, hún ætlaði að koma eftir mat líka að læra með mér en neiii... sund var vitanlega mikilvægara. Mér var hálfpartin sama, ég horfði bara á Fight Club með Adda, frekar sátt... enda er þetta náttúrulega snilldar mynd. Ég er ekki búin að vera dugleg við að læra upp á síðkastið og verð, augljóslega að fara að taka mig á enda er óhugnarlega stutt í þessi fjandans próf. Ætti til dæmis að læra núna í staðin fyrir að blogga svona tilgangslausu röfli.
Dagurinn: Öh... ég mætti of seint í skólann í dag. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist, annaðhvort ég eða Addi höfum greinilega slökkt á vekjaraklukkunni afþví að ég vaknaði kl. 9, þegar orðin of sein. Sem betur fer skutlaði hann mér í skúlen, annars hefði ég fengið fyrsta skrópið mitt á árinu... ég trúi reyndar ekki að ég sé ekki með neitt skróp, og samt svona marga punkta.. að mínu mati allt of marga. Kannski ég prófi þetta punktalækkunnardót áður en ég hætti. Góð mætingareinkunn skaðar engann, er mér sagt. Annars fékk ég út úr lokaprófinu mínu í íslensku í dag. 8,5 var lokaniðurstaðan og fyrst var ég auðvitað ekki sátt við það enda fékk ég 9 síðast en þegar ég frétti að þetta var hæsta einkunnin í bekknum ákvað ég að þegja. Mér gekk hræðilega á málfræðinni, fékk ekki nema 7,5 sem var svolítið skrítið vegna þess að ég fékk 9.5 á málfræðinni á síðasta prófinu. Ég skiil ekki afhverju ég er svona óskeikul í íslensku... einkunnirnar hjá mér eru aldrei eins. Kom mér hinsvegar mest á óvart að ég fékk 9,8 í ritun og Hrefna (kennarinn minn) sagði einmitt að það hafi verið lakasti parturinn hjá árgangnum. 10 hefði samt alltaf verið betra en ég sætti mig vel við 9.8.. munar eiiinu skitnu stigi. Eftir skóla fórum við Íris aftur heim, staðráðnar í því að læra! Öh... það gekk ekki alveg eftir, þar sem að við steinsofnuðum og byrjðuðum ekki að læra fyrr en um 6 leitið (er það ekki annars með venjulegu þegar átt er við tíma? Þetta er alveg dottið úr mér!) ... Min mor og far komu heim í dag, færandi hendi og ég fékk fleiri boli í safnið! Jeiiii... persónulega hefði ég vel sætt mig við súkkulaði en greinilega eru föt mikilvægari :P Jæja... núna er ég hætt. Það er nákvæmlega ekkert meira til þess að blogga um.
Pæling dagsins: Ég var að velta því fyrir mér hvort að rekja mætti lífsviljaleysi unglinga til þess hversu rosalega ofdekruð við erum hérna, krakkarnir á Íslandi. Ég er náttúrulega ekki að segja að hvert og eitt okkar sé ofdekrað og leiðinleg, en það er óneitanlega mikið af lífsleiðum unglingum út um allt. Ætli það sé vegna þess að við fáum allt upp í hendurnar og þurfum ekki að hafa fyrir neinu. Krakkar eru alveg hættir að lesa bækur til dæmis, maður þarf bara að kveikja á sjónvarpinu eða skella sér í bíó og maður er mataður af einhverri þvælu... ok, ég er ekki að fullyrða að allt sem sést í bíóhúsum og sjónvarpi sé þvæla en það er vissulega stór partur. Við þurfum heldur ekki að hafa áhyggjur af atvinnu, það getur hvaða hálfviti sem er fengið vinnu hjá sveitafélaginu.. það er að segja í hinni mjög svo skemmtilegu unglingavinnu. Ég þarf jafnvel ekki að glósa lengur í skólanum! Mér eru bara gefin nokkur hefti með útprentuðum glósum og ég þarf ekkert að hafa fyrir því... Mér finnst eins og það sé engin hvatning lengur til þess að maður fari nú og geri eitthvað. Er þetta kannski bara eintómt agaleysi hjá mér eða er ég ekki að ímynda mér þetta? Æj... ég veit ekki... kannski ég fari bara og lesi eitthvað.
Kv.Andrea
Dagurinn: Öh... ég mætti of seint í skólann í dag. Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist, annaðhvort ég eða Addi höfum greinilega slökkt á vekjaraklukkunni afþví að ég vaknaði kl. 9, þegar orðin of sein. Sem betur fer skutlaði hann mér í skúlen, annars hefði ég fengið fyrsta skrópið mitt á árinu... ég trúi reyndar ekki að ég sé ekki með neitt skróp, og samt svona marga punkta.. að mínu mati allt of marga. Kannski ég prófi þetta punktalækkunnardót áður en ég hætti. Góð mætingareinkunn skaðar engann, er mér sagt. Annars fékk ég út úr lokaprófinu mínu í íslensku í dag. 8,5 var lokaniðurstaðan og fyrst var ég auðvitað ekki sátt við það enda fékk ég 9 síðast en þegar ég frétti að þetta var hæsta einkunnin í bekknum ákvað ég að þegja. Mér gekk hræðilega á málfræðinni, fékk ekki nema 7,5 sem var svolítið skrítið vegna þess að ég fékk 9.5 á málfræðinni á síðasta prófinu. Ég skiil ekki afhverju ég er svona óskeikul í íslensku... einkunnirnar hjá mér eru aldrei eins. Kom mér hinsvegar mest á óvart að ég fékk 9,8 í ritun og Hrefna (kennarinn minn) sagði einmitt að það hafi verið lakasti parturinn hjá árgangnum. 10 hefði samt alltaf verið betra en ég sætti mig vel við 9.8.. munar eiiinu skitnu stigi. Eftir skóla fórum við Íris aftur heim, staðráðnar í því að læra! Öh... það gekk ekki alveg eftir, þar sem að við steinsofnuðum og byrjðuðum ekki að læra fyrr en um 6 leitið (er það ekki annars með venjulegu þegar átt er við tíma? Þetta er alveg dottið úr mér!) ... Min mor og far komu heim í dag, færandi hendi og ég fékk fleiri boli í safnið! Jeiiii... persónulega hefði ég vel sætt mig við súkkulaði en greinilega eru föt mikilvægari :P Jæja... núna er ég hætt. Það er nákvæmlega ekkert meira til þess að blogga um.
Pæling dagsins: Ég var að velta því fyrir mér hvort að rekja mætti lífsviljaleysi unglinga til þess hversu rosalega ofdekruð við erum hérna, krakkarnir á Íslandi. Ég er náttúrulega ekki að segja að hvert og eitt okkar sé ofdekrað og leiðinleg, en það er óneitanlega mikið af lífsleiðum unglingum út um allt. Ætli það sé vegna þess að við fáum allt upp í hendurnar og þurfum ekki að hafa fyrir neinu. Krakkar eru alveg hættir að lesa bækur til dæmis, maður þarf bara að kveikja á sjónvarpinu eða skella sér í bíó og maður er mataður af einhverri þvælu... ok, ég er ekki að fullyrða að allt sem sést í bíóhúsum og sjónvarpi sé þvæla en það er vissulega stór partur. Við þurfum heldur ekki að hafa áhyggjur af atvinnu, það getur hvaða hálfviti sem er fengið vinnu hjá sveitafélaginu.. það er að segja í hinni mjög svo skemmtilegu unglingavinnu. Ég þarf jafnvel ekki að glósa lengur í skólanum! Mér eru bara gefin nokkur hefti með útprentuðum glósum og ég þarf ekkert að hafa fyrir því... Mér finnst eins og það sé engin hvatning lengur til þess að maður fari nú og geri eitthvað. Er þetta kannski bara eintómt agaleysi hjá mér eða er ég ekki að ímynda mér þetta? Æj... ég veit ekki... kannski ég fari bara og lesi eitthvað.
Kv.Andrea
16 Comments:
pirrandi ? jafnvel þó flestar myndir sem eru bygðar á bókum valdi áhorfenda er lesið hefur gripinn talsverðum vonbrigðum !
Ég held að þú sért nú alveg út á þekju Ívar, ég benti meira að segja á það að ég væri ekki að segja að allar bíómyndir væru heilaskemmandi, það eru líka bækur þarna úti sem er ekkert sniðugt að lesa. Ég er bara að segja að fólk velur gjarnan auðveldari kostinn, nefnilega 90 mínúturnar.
Og ég held að þú ættir að hætta að gera grín af þessu þar sem að mamma mín les þetta blogg.
Úbs, satt... velti fyrir mér hvort það væri í smá stund þegar ég var að skrifa en já.. nennti augljóslega að pæla ekki meira í því.
Einhvervegin tókst þér að láta mig finnast ég vera ótrúlega heimsk með þessu litla kommenti... strange.
Þú og Addi eruð svo mikil krútt!! :P I am very happy for you (and me of course, no more moaning from you :P) er hann strax farinn að gista? Þið eruð ekkert að tvínóna við hlutina ;)
ANDREA BRUNDÉTARI !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hmmmmm.. bara bögg í gangi?
Oh! Why wont you juust drooop it?!?!?! Ég bara skil ekki afhverju þetta er ykkur svona mikið hjartans mál og brandari um leið...
ég er farin að hafa áhyggjur Andrea... ég er orðin duglegri við að blogga en þú,... iss...
Maður vill ekki trufla í miðjum lærdómnum eeeen þú mátt endilega calla í mig þegar/ef þú hefur tíma. Er með nokkrar pælingar sko. ekkert heavy so don´t worry. (ef að þetta meikaði ekkert sense þá er "calla" übersniðugt slang yfir að hringja.)
Hinsvegar, ef mínar endalausu pælingar eru farnar að vera dálítið pirrandi þá sleppuru því bara :D
Það er afskaplega upplífgandi að lesa bloggið þitt, svo framarlega sem þú ert ekki að blammera aðra. Og oft enn skemmtilegra að lesa commentin. Ekki hætta alveg. Ein frumleg athugasemd á dag er gulli betri. Fær alla til að hugsa, oft á nýjan hátt.
Luv jú
Ég styð hugmynd Beggu! Ekki skilja okkur aðdáendur þína og dygga lesendur eftir hangandi í lausu lofti, algerlega snauða af bloggfærslum Andreu... blogga kannski smá 3. hvern dag?
já, hlusta á mömmu gömlu.
Ég er ekkert gömul góði minn, bara á besta aldri. Beat that!!!
Hehe... hvaaað meiiinaru?! :P Mamma mín er húmoristi.
Skrifa ummæli
<< Home