Lasagniað bubblandi og lífið í plús... um sinn.
Hæhó, Andrea ákvað að blogga þar sem að hún er komin í sumarskap sökum nýlegs veðurfars. Núna er ég pottþétt á því að sumarið sé komið til að vera, og ef það kemur snjór aftur verð ég mjög sár útí Golfstrauminn. Ekki það að dagurinn hafi verið með eindæmum hamingjusamur, hann var bara eins og allir aðrir miðvikudagar, vá... mér finnst ég bara vera að endurtaka allt sem ég segi frá öðrum færslum, ég er aldrei að segja eitthvað nýtt... rosalega tilgangslaust eitthvað en þetta er eina útrásarleiðin mín sem stendur, so try to live with it. Á morgun er Fífan lokuð og við eigum að fara á skauta í staðin. Planið var sko eiginlega að fara í pils á morgun til að fagna sumrinu... Æj, fokkit... ég reyni bara að detta ekki. Hef aldrei verið voðalega elegant á skautum og síðast þegar ég fór var ég svona...hvernig á að orða það. Nett ölvuð, og endaði kvöldið með mjög svo tígulegu splitti, afþví að einhver plammaði risa leðurfrakka á axlirnar á mér. I'm oh so graceful. Ég var að fatta það að þegar ég skrifa bloggin mín reyni ég að ímynda mér að enginn lesi það svo ég þori að segja allt sem að liggur mér í hjartastað. Satt best að segja veit ég eiginlega ekkert hverjir lesa þetta, fyrir utan þessa nokkru sem þora að kommenta og það er þeim að þakka að ég held áfram að blogga :) danko. Svo ef ykkur bíður við íslamískum skriftum mínum um lífið og tilveruna hættið þá bara að kommenta. Hehe... darn, var að gefa ykkur hugmynd. Annars er ég mjög þakklát fyrir góða veðrið sem við erum að fá þessa dagana (guð, ég er farin að tala um veðrið) en aðal vandamálið er bara að hugsa til þess að á meðan þetta góða veður brýst út þarf ég að hanga inni að læra. Nema ég læri bara úti! Hehe... alltaf að hugsa eins og Pollíanna! Maður reynir...
Dagurinn: Já, dagurinn í dag gekk ágætlega... frekar stuttur ef maður telur ekki félagsmálafræðina með en einhverra hluta vegna var hann bara góður. Eftir skólann fór ég niður í sjoppu og við fórum uppá svalir í sólbað/reykingapásu... Þar sem að ég reyki ekki gekk þetta aðallega út á að dýrka sólina en þetta minnti mig svo á sumarið eftir áttunda bekk, þá vorum við alltaf á umræddum svölum. Það voru yndislegir dagar, allt var svo... carefree. Núna þjappast skildurnar að mér hægri vinstri og ég veit varla hvað skal gera. Ég talaði samt við Héðin í dag um að vinna á leikjanámskeiði í sumar... Ég veit ekkert hvar ég er í þeim málum svo ég hef ákveðið að líta neikvætt á málið til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum sem gerist oftar en ekki þegar Andrea ákveður að dýfa stóru tá í ólgandi sundlaug vinnumarkaðsins. Brennt barn forðast eldinn. Annars reyti ég bara arfa í staðin... kannski ég gerist bara grænmetisæta og þá þarf ég ekki einu sinni að koma með nesti! (Pollíannan að kikka inn) Svo ætlaði ég að vera úber virkur nemandi og fara upp á bókasafn að læra en neiii... ég bara get ekki haldið einbeitingu við stærðfræði. Svo ég fór að teikna, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hæfileikar mínir á því sviði eru horfnir. Mig skortir andagift og er alltof löt við að sjálfmennta mig í teikningu. Það var misheppnað. Félagsmálafræði var...hmm.... ekki skemmtileg, stundum finnst mér ég vera vaxin upp úr öllum í kring um mig. Ég vil ekki hljóma eins og eitthver sem stendur á stól og horfir niður á hina en ég bara samsama mig ekki við skólafélaga mína lengur, sem er ósköp hvimleitt því að það gerir mig bara enn þunglyndari að vera alltaf í þessarri litlu vítisholu. Æj, núna líður mér eins og algjörum hálfvita að segja svona hluti... Nóg um það. Eins og venjulega kom skólarútan ekki svo ég ákvað bara að labba í sólkskininu heim. Núna sit ég niðri í eldhúsi og er að fylgjast með lasagnianu mínu að bubbla inní ofni, japlandi á jarðaberjum. Mér fannst alveg tilvalið að nota þennann situtíma í að bloggast smá. Allt nema lærdóm. Þegar ég kom heim var ég eitthvað svo yfirdrifin af hamingju (guð einn veit afhverju) að ég skellti mér í pils og tiplaði út í sólskinið með Pésa og kynnti hann fyrir náttúrunni. Hann var sko ekki að fíla grasið sem náði honum upp á mitt bak og var eiginlega hálfhræddur. Ég ælta að vona að hann venjist náttúrunni því ég nenni ekki alltaf að hafa hann inni, hann er svo ótrúlega hyper. Oh hvað ég hlakka til þegar lúpínurnar blómstra og ég get horft út á fjólublátt heiman frá. Yes... I'm a bit of a tree hugger.
Pæling dagsins: Núna ætla ég að koma með dæmisögu. Héðinn sagði frá henni í félagsmálafræði og ég fór að velta fyrir mér, maður getur í rauninni kynnst fólki mjög vel með niðurstöðum þeirra í þessu. Ekki svona þúst "Hæ ég heiti Andrea" kynnst... en bara fattað hvernig hugsanagangur þess er. Jæja... sagan. Þar sem að ég er ekki með töflu get ég ekki teiknað þetta upp. En það er fljót (ímyndið ykkur) og einu megin við ána eru 2 hús. Hinumegin eru líka 2 hús. Öðru megin býr Abingale (eitthvað svoleiðis) og Jóhannes. Hinumeginn býr kærasti Abingale, Phil (ööh... held ég að hann heiti) og maður að nafni Tommi. Nú, þessi á er mjög straumhörð og eina (EINA) leiðin er að fara yfir hana á bát en greyjið Abingale á ekki bát. Jóhannes á hinsvegar bát. Abingale vill endilega komast til kærastans síns og fer þessvegna yfir til Jóhannesar og biður hann um að fá lánaðann bátinn. Það vill Jóhannes ekki gera nema hún sofi hjá honum. Það finnst Abingale fáránlegt... en hana langar svo mikið að komast yfir að hún gefst upp og sefur hjá Jóhannesi og kemst loks yfir. Þegar hún er komin yfir er hún samt með svo rosalegt samviskubit að hún segir Phil frá því. Phil trompast, lemur hana og hendir henni út. Abingale fer þá til Tomma og segir honum sólarsöguna. Tommi verður alveg bálreiður og ríkur yfir til Phil og lemur hann til óbóta. Núna er sögunni lokið... og spurningin sem var borin fyrir mig var eftirfarandi: Hver af þeim var verst? Abingale er nr.1, Jóhannes er nr.2, Phil er nr.3 og Tommi er nr.4.... veltið þessu fyrir ykkur og svarið svo endilega í kommentunum, sá sem var verstur fyrst og sá sem var skástur síðast. Mitt svar var til dæmis öh.... vá, ég er alveg búin að gleyma því! Úff... allaveganna... Þetta er svolítið spes saga og uhmm... já :) verið nú aktív í guðanna bænum.
And when i see you, I really see you upside down
But my brain knows better
It picks you up and turns you around.
Smá krúttlegur partur úr laginu A lack of color með Death cab for cutie. Fann bara löngun til þess að koma þessu að :P
Kv.Andrea
Dagurinn: Já, dagurinn í dag gekk ágætlega... frekar stuttur ef maður telur ekki félagsmálafræðina með en einhverra hluta vegna var hann bara góður. Eftir skólann fór ég niður í sjoppu og við fórum uppá svalir í sólbað/reykingapásu... Þar sem að ég reyki ekki gekk þetta aðallega út á að dýrka sólina en þetta minnti mig svo á sumarið eftir áttunda bekk, þá vorum við alltaf á umræddum svölum. Það voru yndislegir dagar, allt var svo... carefree. Núna þjappast skildurnar að mér hægri vinstri og ég veit varla hvað skal gera. Ég talaði samt við Héðin í dag um að vinna á leikjanámskeiði í sumar... Ég veit ekkert hvar ég er í þeim málum svo ég hef ákveðið að líta neikvætt á málið til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum sem gerist oftar en ekki þegar Andrea ákveður að dýfa stóru tá í ólgandi sundlaug vinnumarkaðsins. Brennt barn forðast eldinn. Annars reyti ég bara arfa í staðin... kannski ég gerist bara grænmetisæta og þá þarf ég ekki einu sinni að koma með nesti! (Pollíannan að kikka inn) Svo ætlaði ég að vera úber virkur nemandi og fara upp á bókasafn að læra en neiii... ég bara get ekki haldið einbeitingu við stærðfræði. Svo ég fór að teikna, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hæfileikar mínir á því sviði eru horfnir. Mig skortir andagift og er alltof löt við að sjálfmennta mig í teikningu. Það var misheppnað. Félagsmálafræði var...hmm.... ekki skemmtileg, stundum finnst mér ég vera vaxin upp úr öllum í kring um mig. Ég vil ekki hljóma eins og eitthver sem stendur á stól og horfir niður á hina en ég bara samsama mig ekki við skólafélaga mína lengur, sem er ósköp hvimleitt því að það gerir mig bara enn þunglyndari að vera alltaf í þessarri litlu vítisholu. Æj, núna líður mér eins og algjörum hálfvita að segja svona hluti... Nóg um það. Eins og venjulega kom skólarútan ekki svo ég ákvað bara að labba í sólkskininu heim. Núna sit ég niðri í eldhúsi og er að fylgjast með lasagnianu mínu að bubbla inní ofni, japlandi á jarðaberjum. Mér fannst alveg tilvalið að nota þennann situtíma í að bloggast smá. Allt nema lærdóm. Þegar ég kom heim var ég eitthvað svo yfirdrifin af hamingju (guð einn veit afhverju) að ég skellti mér í pils og tiplaði út í sólskinið með Pésa og kynnti hann fyrir náttúrunni. Hann var sko ekki að fíla grasið sem náði honum upp á mitt bak og var eiginlega hálfhræddur. Ég ælta að vona að hann venjist náttúrunni því ég nenni ekki alltaf að hafa hann inni, hann er svo ótrúlega hyper. Oh hvað ég hlakka til þegar lúpínurnar blómstra og ég get horft út á fjólublátt heiman frá. Yes... I'm a bit of a tree hugger.
Pæling dagsins: Núna ætla ég að koma með dæmisögu. Héðinn sagði frá henni í félagsmálafræði og ég fór að velta fyrir mér, maður getur í rauninni kynnst fólki mjög vel með niðurstöðum þeirra í þessu. Ekki svona þúst "Hæ ég heiti Andrea" kynnst... en bara fattað hvernig hugsanagangur þess er. Jæja... sagan. Þar sem að ég er ekki með töflu get ég ekki teiknað þetta upp. En það er fljót (ímyndið ykkur) og einu megin við ána eru 2 hús. Hinumegin eru líka 2 hús. Öðru megin býr Abingale (eitthvað svoleiðis) og Jóhannes. Hinumeginn býr kærasti Abingale, Phil (ööh... held ég að hann heiti) og maður að nafni Tommi. Nú, þessi á er mjög straumhörð og eina (EINA) leiðin er að fara yfir hana á bát en greyjið Abingale á ekki bát. Jóhannes á hinsvegar bát. Abingale vill endilega komast til kærastans síns og fer þessvegna yfir til Jóhannesar og biður hann um að fá lánaðann bátinn. Það vill Jóhannes ekki gera nema hún sofi hjá honum. Það finnst Abingale fáránlegt... en hana langar svo mikið að komast yfir að hún gefst upp og sefur hjá Jóhannesi og kemst loks yfir. Þegar hún er komin yfir er hún samt með svo rosalegt samviskubit að hún segir Phil frá því. Phil trompast, lemur hana og hendir henni út. Abingale fer þá til Tomma og segir honum sólarsöguna. Tommi verður alveg bálreiður og ríkur yfir til Phil og lemur hann til óbóta. Núna er sögunni lokið... og spurningin sem var borin fyrir mig var eftirfarandi: Hver af þeim var verst? Abingale er nr.1, Jóhannes er nr.2, Phil er nr.3 og Tommi er nr.4.... veltið þessu fyrir ykkur og svarið svo endilega í kommentunum, sá sem var verstur fyrst og sá sem var skástur síðast. Mitt svar var til dæmis öh.... vá, ég er alveg búin að gleyma því! Úff... allaveganna... Þetta er svolítið spes saga og uhmm... já :) verið nú aktív í guðanna bænum.
And when i see you, I really see you upside down
But my brain knows better
It picks you up and turns you around.
Smá krúttlegur partur úr laginu A lack of color með Death cab for cutie. Fann bara löngun til þess að koma þessu að :P
Kv.Andrea
7 Comments:
úfúf mér finnst jóhannes verstur en ég veit líka alla söguna ......
Jú, mér fannst Jóhannes verstur... það fannst það samt ekki öllum sko, sumum fannst Abingale verst, ég fattaði það ekki alveg en oki... sniðugur *hósthóst* alveg rooosalega.
Mér finnst Jóhannes. Svona eru samt margar manneskjur í dag, því miður.
jóhannes, Abingale, phil, tommi... RAGNAR!!!!!
Eitthvað kannast ég samt við Phil og Tomma nöfnin
"I'm telling Thom!"
Hvernig getið þið sett Abingale sem næstversta af þeim öllum. Það eina sem hún gerði af sér var að sakna kærastans síns of mikið.
Verstur er vafalaust Jóhannes sem notfærir sér Abingale þegar hún er vulnerable. Næstverstur er Phil sem í fyrsta lagi gerir ekkert til að hjálpa Abingale að komast yfir og síðan ber hann hana þegar hún gerir það eina sem hún gat til að komast til hans. Tommi og Abingale eru bara jöfn, bæði gerðu ekkert rangt. Allavega ekki samkvæmt siðferðiskennd minni.
jamm... mér fannst Jóhannes verstur.. svo ehm...Tommi því að hvað var hann að skipta sér af? Ofbeldi leysir ekki neitt... en það gerir Phil alveg jafn mikinn hálfvita og Tomma... ég finn eiginlega til með greyjið Abinbale þar sem að enginn vinnur með henni... Tommi var örugglega bara á einhverju testasterón flippi og þurfti að berja einhvern... en hvað veit ég? Jú... en ég er þá eiginlega sammála Arnóri... afsakið... Engli (þetta hljómar samt furðulega). En hmm.. ekki skemmtileg dæmisaga? :D Og fyrst að næstum allir sem kommenta eru búnir að kommenta kemur stóra twistið (sem gerir þetta eiginlega að allt annarri sögu) því að Jóhannes er nefnilega fyrrverandi eiginmaður Abingale og Tommi er sonur þeirra en Phil er jafnaldri Tomma... Núna finnst mér þau öll bara vera 'tvisted fokks'.
Ég var ekki að raða þessu eftir minni skoðun þarna að ofan. Ég skrifaði nöfnin bara upp af handahófi...
Skrifa ummæli
<< Home