miðvikudagur, apríl 06, 2005

Bloggin' est goooood


Ég er nú búin að fá að heyra það að það sé ekki æskilegt að ég hafi ekki bloggað í 3 daga og að það megi ekki gerast. 3 DAGA! Guð minn góður, hún hefur eignast sér líf! Svo brjótast út óeirðir og fólk veit ekki hvað á að gera við sjálft sig. Nei, en aðalástæðan (fyrir utan leti) er annríki. Já, ég er nefnilega búin að eignast barn (allir fara að spyrja sig...er það mitt??? og byrja að telja mánuði). Já, hann heitir Pétur... Svarti-Pétur. Og hann er köttur. Hmmm... ég fékk hann á mánudaginn. Hann er pííínulítill og svartur og er strax farinn að telja sig karlmann heimilisins. Stundum skil ég ekki hvað strákar hafa á móti köttum því þeir eru bara svo yndislegir! Mér persónulega finnst kettir mikið skemmtilegri dýr en hundar. Hundar eru bara heimskir, sama hversu mikið af kúnstum þeir kunna þá eru þeir alltaf heimskir og slefandi. Þeir fylgja bara eiganda sínum og spá ekkert í afhverju. Svo þarf að sjá svo mikið fyrir þeim. Kettir eru gæludýr lötu manneskjunar. Æj, mér finnst þetta allaveganna næs tilbreyting, að hafa einhver upp í rúmi að kúra á milli brjóstana á mér (uppáhalds staðurinn hans, hann gerir mikið að því... að sofa á mér) líka þar sem að ég er búin að breyta herberginu mínu svo að allt tækjadót er í einni hillu HLIÐINÁ rúminu mínu svo að basically þá þarf ég ekkert að fara framúr, og með nýju tölvuna mína getur ekkert stöðvað mig. Jamm... annars, eins og allir vita þá styttist í Samræmda-djöfulinn og ég er well... svona næstum því byrjuð að læra. Arg! Ég veit ekki hvað er að mér, en ég held alltaf áfram að fresta þessu! Einhver verður bara að slappa mig aðeins til og neyða mig til þess að læra, annars geri ég það ekkert. Þetta er indeed þvílík krísa. Hey vá... ANTM er byrjað, ég klára þetta eftir það.

Dagurinn: Það eru flestir dagar eins hjá mér, og þessi var engin undantekning. Ég svaf reyndar yfir mig og kom allt of seint í náttúrufræði, en náttúrufræðikennarinn kippti sér lítið upp við það. Svo fór ég upp á bókasafn og reyndi að læra í gatinu mínu... það gekk ekki alveg eftir óskum, ég náði að klára mestallt stærðfræðiheftið en lítið annað en það. Kannski ég ætti bara að hætta að blogga þanga til að prófin eru búin. Ég ætla nú ekki að staðhæfa neitt en færslunum mínum mun líklega fækka héðan í frá. En já... svo var umræðutími í félagsmálafræði og ég var að fatta að strákar, eins vel og þeir reyna að fela það eru með rosalega hommaphobiu. Well, auðvitað ekki allir strákar en það var alveg áberandi hversu margir strákar í félagsmálafræði voru með mikla hommaphobiu. Hvað varð um opnari huga á 21 öldinni? Oh, hvað veit ég... Well, anyways. Þaaað er ekkert að taaaala um. Jú, reyndar er full til þess að blogga um en ég veit ekki... ætli ég verði ekki bara leiðinleg við það?

Pæling dagsins: Jámm... Fyrr í dag var ég hvött til þess að hugsa jákvæðara og vera ekki alltaf svona reið út í heiminn. Mig langar rosalega að vita hvernig ég geri það? Hvernig á ég að breyta allri þessarri innbyrgðu reiði og pirringi í jákvæða orku sem að gæti td. fengið mig til þess að læra(?!) eða eitthvað annað uppbyggilegt. En er það bara ég sem er svona reið? Í gær ætlaði ég til dæmis að eyða smá qualitytime með vinkonum mínum og fyrst var Íris G. svo pirruð að hún gat nánast ekki talað við mig í tíma... *hóst*strákamál*hóst* og svo varð Sunza alveg furious þegar það sprakk jógúrt í töskunni hennar og hún var alveg miður sín hálfann daginn yfir því, sem að ég held að hafi verið dulbúin afsökun fyrir því að vera reið út í heiminn. Í þessu nútímasamfélagi er finnst mér einhvervegin svo mikil áhersla á því að vera fullkomlega eðlilegur og hamingjusamur daginn út og daginn inn að það eru bara ekkert allir sem geta "kópað" við svoleiðis álagi sem gerir það að verkum að það eru miklu fleirri þunglyndir en í den. Sérstaklega þegar öll "unglingareiðin" og skammdegisþunglyndis sem herjar óðum á okkur Íslendingana er á sínum hápunkti. En sem betur fer er dagurinn farinn að styttast og ég veit ekki um ykkur en ég er farin að bíða eftir afsökun til þess að ganga í pilsi alla daga. Mig langar bara ekki að hafa snjóinn lengur, og "íslenskar sumarnætur" eru óneitanlega skemmtilegar (í réttum félagsskap þá)... En jámm, þó svo að ég sé ekki komin með vinnu fyrir sumarið eða hafi nokkur plön vott só ever þá hlakka ég mikið til þess að fá smá sól inní í líf mitt. Úh... og ein spurning til allra sem lesa þetta, hvað ætliði að gera í sumar??? Fyrir þá yndislegu sem nenna að svara, you know the drill.

Kv.Andrea

12 Comments:

Blogger Gummi said...

Ætli ég reyni ekki að redda mér einhverri annarri og gróðavænni vinnu en unglingavinnan er. Svo er auðvitað fótboltinn sem verður í fullum gangi. Ég veit þó ekki hvort ég hafi tíma til þess að spila fótbolta og vinna því að ég er alltaf á kvennaveiðum...

miðvikudagur, apríl 06, 2005 11:19:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Já, pottþétt... ég held ég endi bara í unlingavinnunni... nenni enganvegin að redda mér betri vinnu :P

miðvikudagur, apríl 06, 2005 11:21:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég á líklegast eftir að enda þar líka.

miðvikudagur, apríl 06, 2005 11:38:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Hmm.... Hagkaup og Mekong verða líklegast launagreiðendur mínir í sumar... engin andskotans unglingavinna fyrir mig! Whoohoo!!

fimmtudagur, apríl 07, 2005 12:03:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Mér datt nú í hug að þú þoldir mig ekki... en heví barsmíðar? Hmmm... hverskonar barsmíðaaar??? Hvað er þetta líka með Kettir*hornklofi, finn ekki á lyklaborðinu*Hundar...?

fimmtudagur, apríl 07, 2005 6:11:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Haha, hundahræðslan hans Ívars er svo fyndin :)

fimmtudagur, apríl 07, 2005 6:26:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Nei...mér datt það í hug en ákvað að spilla ekki hreinann hugsunahátt minn með því.

fimmtudagur, apríl 07, 2005 7:23:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ertu að gefa í skyn að ég sé flysjungsleg??? Þúúú....Ef það er eitthvað sem ég er ekki þá er það lausagopi! OG hættiði svo að deletea kommentunum ykkar!

föstudagur, apríl 08, 2005 1:13:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

aaannndreeaaaaahhhhh*vælutónn* hvernig geturu gert MÉR þetta (ég ég ég ég er nafli alheimsins!!!!!)
bloggið þitt er eini fasti punkturinn í lífi mínu ... færri færslur ??? Hvað ég ég að gera ... eymd eymd eymd og sjálfsvorkun.... take pity on me ... plís *hvolpaaugu*

laugardagur, apríl 09, 2005 1:34:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Það var ágætt... hann talaði í þónokkra stund um bara söguna í kringum myndina og svona... sensa ég smááááá öfundsýki?

laugardagur, apríl 09, 2005 1:45:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I'm home... safe!

...just thought you'd like to know :)

We've totally got to have a movie marathon... so funny ;)

sunnudagur, apríl 10, 2005 4:11:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

yebbyebb

sunnudagur, apríl 10, 2005 12:36:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home