mánudagur, apríl 18, 2005

Það eru litlu hlutirnir...

Hæhó, komin aftur til þess að blogga úr ykkur allt vit... því að ég hef svo gaman að því. Nei reyndar... þá bara hef ég verið óvenju dugleg að læra og fannst því rétt að umbuna sjálfri mér fyrir það. Þetta meloncholíska tímabil mitt sem hefur verið að ganga yfir hmm... síðustu ár, ég veit ekki... ég finn á mér að því sé að fara að ljúka. Það er bara einhver carefree fílingur í loftinu, vitneskjan um að þessu samræmda stressi fer að ljúka og ekkert stress... no more! :D Ekki misskilja mig, ég á mjög líklega eftir að fá svona unglinga-þunglyndisköst af og til, og ég er ennþá rosalega einmana og í þörf fyrir blíðu en eftir helgina fékk ég einhvernvegin betri sín á lífið og tókst að vinna úr litla veggnum af áhyggjum sem ég var búin að múra svo fallega í kring um mig með rauðum múrsteinum. Um helgina fékk ég nefnilega mestu útrás sem ég hef fengið í langann tíma. Ég veit nú ekki hvort eða hvernig ég á að segja frá þessu, en ég hmm... (ætli fullorðnir lesi þetta og sjokkerist?) lenti ærlega á rassgatinu. Það var rooosalega gaman, þrátt fyrir að vera mjög óplanað, misheppnað og vandræðalegt daginn eftir þá fékk ég alveg kikk út úr því að loksins gera eitthvað. Ég veit ekki hvort nokkur hérna skilur þetta. Ég fann allaveganna fyrir miklum létti. Á sunnudaginn og einnig í dag hef ég svo ekkert gert nema lært staaanslaust. Og mér líður líka mikið betur fyrir vikið. Það er ekkert nagandi samviskubit frá samræmduprófa draugnum. Ég var líka að uppgötva að litlu hlutirnir skipta svo miklu máli til þess að verða ekki geðveik. Eins og Amélie Poulain þeytti kerlingar á stíflunni þá er ég farin að njóta lítilla asnalegra hluta meira en venjulega. Eins og... þegar ég er í sturtu og vatnið er geðveikt heitt finnst mér gaman að skrúfa hitann alveg niður og láta fossa á mig ískalt vatn í smá stund og svissa svo aftur. Fæ alltaf hroll frá helvíti... það er samt eitthvað svo skemmtilegt! Eins og að stökkvar í djúpu laugina í fyrsta skipti. Ég gæti talið áfram en ég nenni því ekki... klukkan er orðin svo margt og ég er að fara í lokapróf í íslensku á morgun.

Dagurinn: Var mjög svo venjulegur... slapp reyndar við íslensku framhald sem var frekar svít og eyddi hléinu í almennt sjoppu og sófatjill með Írisi Gje. Eftir samfélagsfræði valhoppuðum við glaðar í bragði beina leið heim... ok, með smá útúrtúr í Nettó en já.. við enduðum allaveganna heima. Lærðum svo til kl.7 og eftir mat líka ;) Well... það fór svolítið mikill tími í að flissa, spjalla og gretta sig en já... maður uppsker víst eftir því sem maður sáir... Ojæja... svo fór ég í sturtu áðan og ætti að fara að sofa en er að berjast við bleika Gúmmísvínið (það er nafnið á poddaranum mínum). Hann vill einfaldlega ekki samþyggja nýju lögin... Hann er alveg í steypu. Ég var nefnilega að uppgötva snilldina við gamla Pottþétt diska og er orðin heilluð af Pottþétt 3 og Pottþétt 13, hver elskar ekki næntís tónlist? Gömlu góðu dagarnir. Það er ekki annað hægt en að sakna þeirra... ég meina... KoolAid og Children með Robert Miles, ef það öskrar ekki nostalgía, hvað gerir það þá? Jæja, best að slútta þessu... ætti í raun að skella mér í háttinn og gefa baráttu mína við bleika plastsvínið.

Pæling dagsins: Eða ætti eiginlega að vera kveldsins... langt síðan ég hef bloggað svona seint.. ó, vell! Get ekki mikið við því gert úr þessu. Hef enga sérstaka pælingu í pokahorninu... og ég nenni bara ekkert að bulla eitthvað upp, hvað er málið með þessar skeiðar allstaðar?
Hvernig getur litur látið mann líða öðruvísi? Ég meina... þetta kemur líka fyrir mig. Er búin að vera í smá litapælingum, og já...hverju skipta litir máli? Ég er ekki að segja að þeir skipti ekki máli því þeir skeika mjög svo tilveru manna en já... td. þá hafa kannski ákveðnir litir ákveðna merkingu, eins og svartur dauði... en afhverju er svartur einkennandi fyrir dauðann? Og líka með hárliti... fólk hrífst af mismunandi hárlitum, ég td. hrífst af dökkhærðum strákum... Er einhver leynd meining í því? Eða eitthvað svoleiðis..? Veit iggi... svo vorum við Kalli að tala saman um daginn og hann sagði mér að þegar hann sagði Andrea hugsaði hann grænt, og að það væri gott því að greinilega í hans hugarheimi er grænn góður hlutur. Ég skildi það ekki... en já, afhverju er litur svona merkingarmikill? Svo á hann víst að stjórna skapinu mikið... síðast þegar ég vissi var fjólublár róandi litur og að maður yrði síður svangur í fjólubláu herbergi en nýfengnar upplýsingar gefa allt annað til kynna (sjá í komment á fyrra bloggi). Úff, ég er alveg blank á þetta... orðin svona nett þreitt líka. Hugsanlega farin að sofa.

Kv.Andrea

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég geri það sama. Tengi liti oft við fólk og hluti.

Já það var gaman að fá smá útrás.

þriðjudagur, apríl 19, 2005 12:41:00 f.h.  
Blogger Benedikta said...

Mér finnst fjólublár syfjulegur litur, en það stafar líklegast af því hversu mikið við sofum í fjólubláa herberginu þínu.... Mér líður best umkringd vínrauðum veggjum.. finnst það voða róandi og þægilegur litur.. svona "easy on the eyes" ... svo spilar kannski inn í að uppáhaldsstaðirnir mínir tveir eru vínrauðir (herbergið mitt og herbergið hans agga) ... það gæti spilað eitthvað inn í.... en ég meina, ef þér líður vel umkringd fjólubláum, haltu þeim lit þá, þetta gæti allt verið persónubundið..

þriðjudagur, apríl 19, 2005 2:02:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Cool Aid var helvíti góður drykkur. Ég man að við áttum svona hundruði pakka af þessu dufti sem var blandað við 2 bolla af sykri og restin vatn í 2 L flöskur mmm helvíti gott :P

þriðjudagur, apríl 19, 2005 9:06:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég er oftast með sturtuna stillta á svona 44°. Ég skil ekki hvernig þú getur haft hitann stilltan svona lágt Skúli. Mér verður bara kalt.

miðvikudagur, apríl 20, 2005 1:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er líka með heita sturtu... samt ekki 44 en svona samt yfir 40. Þyrfti samt að prófa þetta sturtutrikk ykkar.

miðvikudagur, apríl 20, 2005 6:04:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Svona 43-44

miðvikudagur, apríl 20, 2005 8:04:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já mér finnst líka gaman í sturtu .. það getur verið "heitt" e

ég verð samt að fá útrás fyrir smá fliss ... heheh Ívar er lítill litakarl .... sé hann svo mikið fyrir mér .. pínulítinn í marglitum smekkbuxum *fliss*

fimmtudagur, apríl 21, 2005 12:08:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að fá svona komment

fimmtudagur, apríl 21, 2005 8:03:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home