mánudagur, apríl 11, 2005

Ég er fokking runni.


Já,
ég er ekki búin að vera í góðu skapi í dag... eiginlega bara inní hausnum samt... ég er eitthvað skrítin. Þegar ég er ekkert rosalega reið læt ég það sjást og er leiðinleg við alla... en þegar ég er reið og pirruð fyrir alvöru segi ég ekkert og rífst hálfpartin við sjálfa mig. Er búin að vera þannig í mestallan dag, frekar utan við mig og alveg ómöguleg. Hvað er eiginlega málið með stráka? Flestir, ef ekki allir strákar sem ég þekki eru búnir að vera alveg undarlega pirrandi og erfiðir uppá síðkastið, eða kannski er það bara ég sem er svo ótrúlega frústreruð og erfið af blíðuleysi. Ég hérmeð bið alla sem ég er búin að vera á einhvern hátt leiðinleg við upp á síðkastið afsökunar. It's those bloody hormones. Stundum vil ég bara að allir láti mig í friði, en samt ekki... æj ég veit ekki hvað ég er að segja... að ég sé með athyglisþörf á háu stigi sem jaðrar við geðveiki?

Dagurinn:
Óðurinn til mánudaga... er ekkert nema harmavein. Vá hvað ég er mikið skitsó, afþví að það er mánudagur í dag fór ég að hugsa um byrjunina í Office Space... sú snilldarmynd... á mánudeginum og leiðinlega kellingin er að spyrja hann hvort hann sé í "mánudagaskapi" eða eitthvað í þá áttina... og afþví að myndin heitir Office Space fór ég að hugsa um auglýsingu sem ég sá á Comedy Central stöðinni í USA af þætti sem heitir The Office... oh, þetta var svo mikil snilldarauglýsing... Now this is our receptionist, Jenny... If you think she's hot now... you should have seen her a few years ago...wraaawrrr! (Hún stendur hliðiná gaurnum og er bara...what! ...ah... Priceless.) Oh, mig langar svo að sjá þessa þætti!!! Merde! En já...mánudagurinn. Alveg eins og hver annar mánudagur nema það að Bjössi, samfélagsfræðikennarinn okkar ákvað bara að mæta ekkert til þess að kenna okkur þannig að ég náði að klára heimalærdóm... sem er sjaldgæft. Svo áður en ég labbaði heim (oh... svo dugleg!) fann ég myndina hennar Hildar í skápnum mínum. Sunza hafði þá skilið hana þar eftir allt saman... ég var rosa hrædd um að einhver perri hafi stolið henni....samt ekki, hvað ætti perri að vera að gera með þessa mynd? Æhj, bleh... bara ánægð að hún komst í leitirnar. Annars er skapið að batna núna... er búin að hlusta svo mikið á Postal Service að ég er orðin semi-glöð aftur. Ég er að hugsa um að fara bara að læra smávegis, ætli ég hafi ekki bara gott af því.

Pæling dagsins: Ein af aðal ástæðunum fyrir litla melancholiukastinu í dag var að ég uppgötva að 10 skólaárið mitt er að verða búið innan skamms. Mér finnst eins og fyrsti skóladagurinn hafi verið í gær. Ekki það að ég hlakki ekki til þess að komast út úr þessarri vítisholu þar sem takmarkaður fjöldi skilur mig, alls ekki.... ég hlakka mjög til þess, en mér finnst eins og ég hafi ekki atorkað neinu þetta árið... eða bara öll árin ef ég hugsa út í það. Þau eru bara svo fjót að líða þótt það gerist aldrei neitt. Allir dagar eru eins, vikan gengur hring eftir hring og fyrr en þú veist er heill mánuður búinn og ég man aldrei hvað ég gerði þennan mánuðinn. Eins og td. þessi mánudagur er alveg eins og allir hinir mánudagarnir og á morgun verður þriðjudagur... alveg eins og allir hinir. Maður tekur ekki eftir því, en tímin rennur stanslaust út í sandinn og á augnabliki verð ég örugglega gömul bitur kona með gassilljón ketti út um allt. Spurningar renna yfir augu mín stanslaust.... hvað er ég að gera við líf mitt? Hverju hef ég atorkað? Hvert stefni ég? Hvað er ég að gera hérna? Ég finn ekki svarið, og ég er hrædd. Hrædd við að finna ef til vill aldrei svarið. Hvað ef ég lifi í óvissu allt mitt líf? Ég gæti ekki lifað með ákvarðanafælni, engann stöðugleika yfir ævina... gæti ég það? Oh... stundum vildi ég bara að ég gæti skrúfað fyrir hugsannaflæðið í nokkrar sekúntur og lifað í algjörri óvissu. Hugsanir... well, veit ekki um ykkur en mínar eru nefnilega oftast frekar neikvæðar og niðurdrepandi. Það á víst ekki að vera uppbyggjandi fyrir sálina. Hvað þarf ég að gera til þess að fá að hugsa ekki og lifa í algjöru algleymi? Hvort viljum við hugsa eða ekki? Afsakið þessu þunglyndislegu færslu.

Where are you? I am finally seeing why I was one worth leaving.

Just say you love me now
And forget this whole row
Just save your energy
For making up with me


Kv.Andrea

11 Comments:

Blogger Gummi said...

Bjössi er á Portúgal svo að það er nú ekki skrýtið að hann hafi ekki komið

mánudagur, apríl 11, 2005 9:10:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Afsakanir afsakanir...

mánudagur, apríl 11, 2005 9:34:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

úff, vertu bara fegin að andskotans grunnskólinn er að verða búinn... leiðinlegt helvíti sem hann er :P

mánudagur, apríl 11, 2005 9:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er fegin að losna úr skólanum... hlakka til að prófa nýjan :)

Annars skil ég þetta teenage angst þitt... er farin að finna virkilega fyrir ógáfulegum táningavandamálum "give me back me smart problems"!!!!!

Híh það var svo gaman að setjast í snjóinn og fara með þessa setningu... it always makes me giggle!

mánudagur, apríl 11, 2005 10:21:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Hehe, var það þess virði að vera blaut á bossanum semsagt?

mánudagur, apríl 11, 2005 10:23:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eruð þið til í að hætta að vitna í þetta kvöld !!!! ATH ég er bitur ........!!!!! Unglingavandamál??? hver kannast ekki við það ... þjáumst við ekki öll af blíðuskort nú á dögum

mánudagur, apríl 11, 2005 10:23:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Jú... ég held samt að það séu nú bara við stelpurnar... nema strákarnir séu bara að fela það... eiga nú víst að vera góðir í því, því að eins og við öll vitum eiga strákar ekki að sína tilfinningar sínar. :D

mánudagur, apríl 11, 2005 10:35:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Hvað eru kvikmnyndir?

þriðjudagur, apríl 12, 2005 12:01:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÉG HORFI Á KVIKMYNDIR... OG MIKIÐ AF ÞEIM!

Annars var þetta þess virði já... ég fékk líka skemmtilegar náttbuxur með engu gati... í rassinum þá.

þriðjudagur, apríl 12, 2005 1:09:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Andrea ... við erum sorglegar

þriðjudagur, apríl 12, 2005 7:44:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

who isn't?

þriðjudagur, apríl 12, 2005 9:55:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home