fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gelgjublogg #43

Hef ekkert að gera, ætla þessvegna að æfa fingrasetninguna og blogga. Sem stendur ligg ég upp í rúmi, þreitt, að veigra mér við að fara á fætur og læra. Það hefurekki mikið gerst síðan ég bloggaði síðast. Reyndar gerist eiginlega aldrei neitt á milli blogga. Ég tók íslenskupróf, og gekk ekkert sérlega vel. Ég er búin að vera dugleg að læra... ja, eða svona "dugleg"... ég veit vel að ég get lært meira en þar sem að fólk (nefni engin nöfn) er alltaf að bæta sér otomatískt inn í lærdómshópinn okkar Írisar þá get ég ekkert einbeitt mér. Frekar læri ég ein. Eeeeen já, foreldrar mínir eru farnir til Danmerkur og ég er búin að vera ein heima í 2 daga. Einhvernvegin hefur bróður mínum og vinum hans tekist að klára allann matinn og rústa húsinu á þessum stutta tíma sem bætir nokkrum hlutum við á listann minn yfir hluti til þess að gera. Ekki gaman. Í gær var svo aukatími í olíumálun og ég ætlaði að klára eina mynd sem ég er að gera... mér tókst það ekki, gerði við 2 aðrar myndir en EKKERT við þessa sem ég ætlaði að klára. Í gær eldaði ég líka svínalundir fyrir Sunnu Rós og Bensa... þær heppnuðust ágætlega (vá... þessi síða ætti að vera bönnuð... sem og önnur gelgjublogg). Og svo röltum við niðrí Smára að hitta Kalla (og yndislega samkynhneigðu kettina hans *tíst*)... svo fórum við út einhvertíman um kvöldið... ööh.. sonna hálf 12 or sum. Allt í einu, þegar við vorum bara að labba eftir þarna götunni í Smáranum (einhver gata, þessi sem að 18 keyrir um :P) og kemur þá ekki bara hestur brokkandi inn götuna í mesta tjilli. Alveg laus, með lögreglufylgd. Okkur Sunnu fannst þetta geðveikt súrealískt og asnalegt og hlógum eins og vitleysingar á meðan Kalla fannst þetta greiiinilega bara old news og ekkert spennandi. Löggan króaði hann af inná leikskóla og fór svo. Svooo vorum við bara eitthvað að tjilla og róla okkur á umræddum leikskóla og þá var hesturinn þar ennþá :D Méééér fannst það gaman. Annars er ekki mikið frásögum færandi um gærkveldið nema ég vann bróðir minn og Kára í Popppunkt. Svo fór ég að sofa kl. 5 í nótt og vaknaði kl.11 í morgun! Það er fuuurðulegt.

Dagurinn: Í dag er Sumardagurinn fyrsti. Eins og öllum sönnum Íslendingum sæmir ætti ég að vera að labba niður einhverja götu í tilgangslausri mannþröng með blöðru, helst í vondu veðri að velta fyrir mér hvenær skrúðgöngunni lyki, eeen þar sem að ég er latari en allt sem latt er þá ákvað ég að hanga bara frekar heima... Mig langar samt í helíumblöðru. Og lakkríssnuð. Í stað þess ligg ég bara hérna í volæði með ákvörðunakvíða og velti fyrir mér hvað allir séu. Mér var lofað miklum félagsskap í dag en enginn hefur hringt eða talað við mig svo að ég held að fólk sé bara sofandi eða eitthvað. Það gæti ekki verið að fólk sé að beila á mér er það? :P Vona ekki... Þessvegna ligg ég bara og horfi á ofsóknarbrjálaða köttinn minn fleygja sér á húsgögn og hlusta á My Own Summer með Deftones. Ég þá, ekki kötturinn, hann er of upptekinn við að verjast stanslausum árásum frá húsgögnum. Á maður ekki alltaf að gera eitthvað skemmtilegt á Sumardaginn fyrst? Ég veit... mér finnst skemmtilegt að borða! Ég er svo mikill snilli.. búin að bjarga deginum, ég ætla að fara niður og fá mér að borða. Oooog fyrst enginn er að hafa fyrir því að tala við mig ætla ég bara að fara í sturtu líka og hugsanlega læra. Og svo þarf ég að fara að tala við Benediktu... er ekki búin að tala við hana í aldir... veit ekki einu sinni hvort hún tekur eftir því, allur þessi urmull af vinum sem hún á. Ég skil ekki hvernig ég kemst ennþá inná skedúalið hjá henni. Ætli ég reyni ekki að tala við hana í dag þá? Jæja... ég er farin að hafa ógeð á sjálfri mér fyrir að halda alltaf áfram að blogga... þar sem að ég er bara að röfla um hversu rosalega erfitt það sé að vera ofdekraður krakki í ríkari hverfum StórKópavogssvæðisins. Ég á svo bágt.

Pæling dagsins: Hvað varð um allann sjálfsagann minn? Er hann alveg horfinn? Ég man eftir því t.d. í fyrra vaknaði ég alltaf kl.7 og aldrei seinna... í ár sef ég æ oftar yfir mig og nenni sjaldan sem aldrei að fara framúr kl.7... snooze takkinn er upplitaður af notkun. Ég á alveg fleiri dæmi um týnda sjálfsagann minn í pokahorninu en ég nenni ekki að telja upp. Ég hef reyndar aldrei haft neinn sjálfsaga í sambandi við lærdóm og vantar mikið núna. Ég bara er ekki drifin af fítonskraft sem áður. Smá taminn sjálfsagi er alltaf nauðsynlegur fyrir geðheilsuna, en alltaf þegar ég fæ verkefni til þess að leysa eða mín bíða væntingar fer ég alltaf í kerfi og slæ hlutunum á frest. Afhverju geri ég það? Þetta er svo mikið bull... ég held ég fari bara og fái mér að borða... og læri! Ég þarf þess og í andartak ætla ég bara að ímynda mér að ég hafi smá snefil af sjálfsaga og læra. Sæl að sinni.

Kv.Andrea

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú vilt sjá gelgjublogg mæli ég með síðunni hennar frænku www.blog.cntral.is/pirate_boy

WTF!

fimmtudagur, apríl 21, 2005 8:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ef ég þekki mig rétt fer ég almennilega í þetta rétt fyrir prófin og næ þó yfir meðallagi... It's nice being lucky!

föstudagur, apríl 22, 2005 9:53:00 f.h.  
Blogger Benedikta said...

SVARAÐU SÍMANUM ÞÍNUM!!!!!!

föstudagur, apríl 22, 2005 1:57:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

MÉR ER ILLT Í HAUSNUM!!

Hvað gerðist með Ragga í gær?... eða Adda????

sunnudagur, apríl 24, 2005 8:55:00 f.h.  
Blogger Benedikta said...

*sniffle* I need your blogging, 'caus I'm bored at school!

þriðjudagur, apríl 26, 2005 8:56:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

You just wont let it go will you?

þriðjudagur, apríl 26, 2005 4:12:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home