Gleði, gleði, gleði...
Uppskrift að sjálfsmorði. Ég vaknaði í morgun spræk og kát, tilbúin til þess að smæla framan í heiminn. Trallaði mér út á stoppustöð einungis til þess að bíða í kuldanum í 10 mínútur. Strætó kom seint, eins og venjulega. Ég lét það ekki á mig fá vegna þess að ég komst á réttum tíma í frönsku hvort eð er. Í frönsku var einhver forfallakennari sem talaði BARA frönsku og ég skildi vitanlega ekki orð. Frönskutíminn var ekkert rosalega skemmtilegur. Í hádeginu ákvað ég að vera gjafmild og örlát og gaf Dóra kók og keypti skúffuköku handa Hannesi... Hannes át ekki einu sinni kökuna. Ég varð lítillega móðguð, sérstaklega þar sem að nú átti ég engan pening til þess að kaupa mat handa sjálfri mér. Ég fékk það staðfest í dag að ég komst ekki inn í Listafélagið. Ég vissi það reyndar allan tímann en maður er stundum svo heimskur að leyfa sér að vona. Afþví að ég fékk að vita þetta svona seint var ég ekki búin að borga leikfélagsgjöldin svo að ég er ekki lengur í Leikfélaginu heldur. Sumsé algerlega útskúfuð úr öllu félagslífi, sem að ég er alls ekki vön. Það kætti mig alls ekki að strætó kom seint, aftur þegar ég ætlaði heim úr skólanum. Heima var ekki til neitt gott að borða, ekki einu sinni kók. Algert volæði þetta líf. Ég lét mér leiðast um tíma en ákvað svo að skrá mig á ræðunámskeið Málfundafélagsins, svona til þess að vera ekki alveg félagslega dauð. Tók strætó upp í MH, strætó kom seint eins og venjulega og ég kom of seint á námskeiðið. Til þess að toppa þetta allt saman vissi ég ekki að maður átti að vera með ræðu tilbúna svo ð ég skáldaði eitt stykki hræðilega ræðu á púltinu og gerði mig að þvílíku fífli fyrir framan hópinn minn. Á þeim tímapunkti langaði mig helst að fleygja mér í jörðina og grenja. Ég tók síðan strætó heim, sem ótrúlegt en satt kom ekki seint. Æpoddinn varð batteríislaus á leiðinni, það kætti mig ekki. Núna ætla ég svo að fara að sofa og vona að ég vakni ekki aftur fyrr en eftir nokkra mánuði.
Á tímum sem þessum finn ég mjög sterka löngun í áfengi. Þetta er vafalaust einn af ömurlegri dögum sem ég hef gengið í gengum og sem betur fer er hann búinn eftir 25 mínútur. Ég þakka áheyrnina meðan ég jós úr skálum reiði minnar og vonbrigðum.
Kv.Andrea
Á tímum sem þessum finn ég mjög sterka löngun í áfengi. Þetta er vafalaust einn af ömurlegri dögum sem ég hef gengið í gengum og sem betur fer er hann búinn eftir 25 mínútur. Ég þakka áheyrnina meðan ég jós úr skálum reiði minnar og vonbrigðum.
Kv.Andrea
4 Comments:
Er það þessi mánuður eða erum við bara að skiptast á voðavikum hérna?
Láttu mig vita ef þú veist um eitthvað sem ég get gert til að kæta þig en ég mun gera mitt besta á morgun, mín kæra.
Annars er frestur til að borga leiklistina fram á næsta mánudag finnst mér ég hafa heyrt í kvöld :)
Það besta sem guð hefur skapað...?
Við þurfum endalaust að ganga í gegnum þessa hræðilegu daga og oft kemur það fyrir að dagurinn lengist í viku jafnvel mánuð eða lengur...hundakúks tilfinningin..eins og ég kýs að kalla hana.
Oft þurfum við að leita aðeins minna til að finna gleðina, ef við leitum of mikið finnum við ekkert nema hundakúk.
...er nýr dagur :)
PASSAÐU ÞIG, ÍVAR, ÞARNA ER FANTA!!!
...sorry samt
verð að vera sammála ívari í þessum efnum ... skemmtileg lestning.. kom mér í gott skap .. þakkir
Skrifa ummæli
<< Home