laugardagur, september 24, 2005

RÚV að representa Yann Tiersen!

, það er satt. Einnig þarf ég að koma á framfæri einhverju klukk-thingeríi. Veit ekki alveg hvernig það gengur fyrir sig svo að ég ætla að geyma það fram í næstu blogfærslu, key? Þessi verður stutt og (vonandi) hnitmiðuð.

Í dag tókst Hildi að plata mig með sér á eitthvert opnunarhóf í boði Hugleiks Dagsonar sökum einhvers leikrits og útgáfu einhverra bóka. Mér skilst að hann sé að fara að gefa út fyrstu bækurnar sínar 3 í einu bindi og líka einhverja nýja bók. Svo er einhver leiksýning líka á stúfunum. Hvað sem því líður, þá var hófið haldið í Borgarleikhúsinu. Ekki var mikið um manninn en mér til mikillar gleði var búið að hengja aragrúga af myndum úr nýrri bók frá honum upp á vegg. Jæja, við Hildur tókum eftir litlum miða hliðin á myndunum sem stóð á "Myndir eftir Hugleik Dagsson á 15.000 kr. stykkið." Þar brá okkur svo sannarlega. Hvað? Afhverju eru þessir blekkrotuðu bréfsnifsi svo ógurlega dýr, spurðum við sjálfa okkur. Hví leggst Hugleikur svo lágt? Ekki einu sinni Skúli hefði gert þetta! Eftir miklar vangaveltur kom okkur til hugar að þar væri brandari á ferð. Ég kann ekki að segja frá þessu svo hér er bara samtalið:

Við: Ha! Á þetta að vera brandari?
Hugleikur: Já, reyndar.
Við: En afhverju er þá rauður límmiði við sumar myndirnar?
Hugleikur: Það eru hálfvitarnir sem föttuðu ekki brandarann! HAHAHAHA!
Við: HAHAHAHAHAHAHAHAHA!

(Þetta gerðist ekki í alvöru, en hefði það ekki verið fyndið?)...

Hvað um það. Ég vil einnig lýsa óánægju minni yfir veitingastaðnum Mekong í Bæjarlind. Það er bara kjánalegur staður með kjánalegum yfirmanni! Kjánalegum segi ég! Hafa ekki einu sinni kúlurnar í það að tala bara við mig. Kjánalegur. Ég held ég sé bara dæmd til þess að vera atvinnulaus að eilífu. Oi, vei.

Unaður Dagsins: Sólstafir og norðurljós. Fallegast í heimi! Verst að það er sjaldan hægt að ná því á mynd. En já, ég elska að ganga heim og taka eftir sólstöfum gægjast á milli skýjanna eins og englarnir séu að horfa niður til manns. Ég elska líka norðurljósin. Fylgjast með þeim hreyfast hægt og seiðandi, að gleyma sér algjörlega og glápa út í tómið langtímunum saman. Stundum finnst mér eins og norðurljósin séu endalausar raðir sála á leið til Himnaríkis. Vá, hvað þessi dálkur er orðinn trúaður! Englar, Sálir og Himnaríki... Úff, ég meika þetta ekki. Farin að kjammsa á nautalundum.

Kv.Andrea

1 Comments:

Blogger Benedikta said...

já, gleymdi að segja þér það... yfirmaðurinn ætlar að tala við þig í næstu viku þegar hann skipuleggur endanlegt vaktaplan... m'keij? the job is as good as yours, so don't panic sweetie ;)

sunnudagur, september 25, 2005 12:26:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home