fimmtudagur, september 29, 2005

Klukkuð... eða klikkuð?

Já, kannski kominn tími á að ég láti verða að þessu klukkstandi sem ég á víst að framfylgja. Mér skilst að ég eigi að segja frá einhverjum fimm hlutum um sjálfa mig. Að eigin vali... held ég. Ef ekki er ykkur frjálst að lemja mig með priki. Jæja, hefjumst handa.

Nafnið mitt: Já. Andrea Björk Andrésdóttir. Ég hef skrifað um það svo oft að ég kann ræðuna utanbókar. Andrea þýðir hugrökk og karlmannleg, tekið af nafninu Andrés, sem er, eins og glöggir hafa kannski tekið eftir, nafn föður míns! Ég veit ekki hvernig þetta nafn á við mig en einhvernvegin fannst foreldrum mínum það. Ég er þó fremur karlmannleg með mínar stóru hendur og djúpu rödd. Björk þýðir ekkert mikið nema bara já... björk, byrkitré. Þið skiljið. Ég bjó samt aldrei í Byrkihvammi. Ég átti sko að heita Víðir ef ég hefði fæðst með typpi. En neiiii, það gerðist ekki. Annars finnst mér Andrea alveg skítsæmilegt nafn... ekkert prinsessunafn en ég heiti allaveganna ekki Jófríður eða Jakobína. Það myndi sko ekki fara mér vel.

Kækirnir mínir: Ég er voðalega pirrandi manneskja og hef nokkra misskemmtilega kæki. Ég braka rosalega mikið í fingrunum og ja, bara allstaðar þar sem hægt er að braka. Sumum finnst það rosa kúl en öðrum pirrandi. Svo hef ég tekið upp þá áráttu að slökkva alltaf í öllum sígarettustubbum sem verða á vegi mínum. Stundum hleyp ég meira að segja á eftir þeim eins og óð manneskja. Ég er með fleiri rosalega leiðinlega kæki en ég man ekki eftir neinum fleiri núna. Jú... ég raða koddunum mínum alltaf eins. Annars verð ég leið.

Legghlífarnar mínar: Já, ég á legghlífar. Ég á tvær gerðir af fjólubláum legghlífum. Einar eru úr Hagkaupum en hinar úr Spútnik, sem er eini staðurinn sem hægt er að fá legghlífar nú til dags vegna minnkandi vinsælda þeirra. Svo á ég einar röndóttar, rauðar og svartar, sem ég fékk í afmælisgjöf. Ég nota þær ekki mikið. Ég á líka einar hvítar úr Spútnik sem eru frekar nýjar. Þær eru rosa fínar. Ég átti einu sinni bleikar legghlífar líka. Svo á ég rosalega stóra ullarsokka sem mætti telja með en amma mín prjónaði þá handa mér. Þeir eru rosa þægilegir.

Andrésblöðin mín: Ég á fullt af Andrésblöðum. Ég á yfir 1000 Andrésblöð. Ég fékk þau í afmælisgjöf frá mömmu um daginn þegar ég varð 16 ára. Ég átti nú slatta fyrir en mig langaði í fleiri. Núna á ég of mikið. Ég þyrfti að fara að flokka þetta bráðum og þarf einhvern með mikinn viljastyrk í að hjálpa mér. Hver þorir? Anyone?

Augun mín: Já, ég er með augu. Sumir eru ekki með augu eins og ég. Mér finnst ég heppin að vera með augu því að sumir eru ekki með augu. Mín eru samt svoldið gölluð sko. Já... ég get ekki kafað með opin augun, þá svíður mig. Svo þarf ég alltaf að ganga með gleraugu, því annars sé ég ekkert og þá gæti ég kannski labbað á eitthvað og meitt mig. Það viljum við sko ekki. Annars virka þau fínt, fyrir utan þetta nærsýnis-thing. Augun mín eru líka blá og gul. Sumir vilja meina að þau séu græn en þau eru blá og gul. Stundum ímynda ég mér að ég sé af ætt Ísfólksins. Mikið væri það nú gaman. Jæja, núna eru komnir fimm hlutir. Húrra! Ég þakka þeim sem höfðu þrautseigjuna í að lesa þetta. Takk.

Pæling dagsins: Ég verð að koma með eina tillögu. Fram líða stundir og sannarlega eru tímarnir breyttir. Fólk er lausgirt og frjálslynt og mér sýnist allir vera með öllum. Eitt finnst mér vanta í þessu samhengi og það er orðsamband sem lýsir því þegar karlmaður hefur fengið annan karlmann í bossann í fyrsta skiptið og er þá svona eiginlega afmeyjaður. En þar sem að karlmenn eru karlmenn gengur auðvitað ekki að "afmeyja" þá. Þessvegna legg ég til að fundið verði annað orðsamband sem gæti átt við þegar karlmaður er "afmeyjaður".

Karlmaður að missa "meydóminn" = Að missa sápuna

Grípandi, ekki satt? "Já, hann Jón var nú að missa sápuna á fimmtudaginn og er allur helaumur í bossanum" gæti verið dæmi um notkun orðsambandsins. Mér finnst þetta rosa flott og sniðugt. Mér finnst að allir ættu að byrja að nota þetta orðsamband því það er rosa kúl. Svo mega auðvitað allir falla á knén og tilbiðja mig ef þeir vilja... ég myndi ekkert skyrpa á ykkur...

Kv. Andrea

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég geri þetta líka með sígarettu stubbana........fólk..horfir skringilega á mig..

Ég á vinkonu sem heitir Jakobína..aumingja stúlkan..

Ég..er ekki enn búinn að missa sápuna. Er það eðlilegt á mínum aldri? Er ég að missa af einhverju eða? o_O

föstudagur, september 30, 2005 12:19:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

er nokkuð slæmt að vera lauslátur ? ég bara spyr
annars myndi ég bjóða sjálfa mig fram í andrésar flokkun ef sambandið væri ekki svona stirt á milli okkar núorðið ...

laugardagur, október 01, 2005 12:36:00 f.h.  
Blogger Esox lucius said...

ef að þú býður upp á nóg af kjaftasögum og hugsanlega eitt stykki diktu þá bíð ég mig heilshugar fram til að flokka andrésblöðin þín.
flokkun er skemmtileg- veit ekki afhverju.kannski að finnast maður hafa stjórn á einhverju í lífinu-

fimmtudagur, október 06, 2005 9:23:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jeg myndi bjóða mig fram í að flokka andrésblöðin þín ef við þekktumst eitthvað almennilega. Ég er í æfingu, það eru til íslensk blöð frá um 94, slatti af norskum og dönskum og svo er til um það bil eitt gósen af syrpum (þó ég viti ekki hvort gósen er alvöru mælieining).
Ég er með verulega slæma kæki. Ég er alltaf að bíta saman tönnunum og svo tel ég atkvæði í huganum. Það er erfitt að venja sig af svona. Þegar ég var lítil taldi ég líka öll skrefin mín...

Og já, þetta er Alda, frænka þín.. svona svo þú hafir einhverja hugmynd um það hver ég er.

sunnudagur, október 09, 2005 7:28:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

eh... þegar strákur er "afmeyjaður" þá kallast það að vera afsveinaður ;)

sunnudagur, desember 25, 2005 8:56:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home