Hugsanlega Mögulega
Kannski ég bloggi bara smá. Helgin er nánast á enda og ég ligg upp í rúmi og soga að mér súrefni í gríð og erg. Ég nenni ekki að standa upp en svengdartilfinningin herjar að. Svo næ ég heldur ekki í fötin mín, sem að eru einhverra hluta vegna í hrúgu hinum megin í herberginu. Rosalega er kalt hérna. Ég held ég haldi mig bara undir sænginni. Ég vildi að ég væri bara með svona langan krók hjá rúminu, þá þyrfti ég aldrei að standa upp. Á föstudagskvöldið fékk ég lánaðan sumarbústað afa míns. Það vill svo vel til að afi minn er kapitalisti með meiru og þessvegna er sumarbústaðurinn uppfullur af veraldarlegum gæðum. Ég prufukeyrði djakúsíinn um kvöldið, hann er meget fæn, með nuddstútum og læti. Sökum áfengisneyslu varð ég svo ofurölvi og fékk mér lúr á amerískri spring-dýnu. Ég á ekki einu sinni svona góða dýnu í mínu eigin rúmi! Á laugardaginn tókum við svo út trampólínið. Svo tóku strákarnir smá spin á golfbílnum (sem að ákveðinn margverðlaunaður leikstjóri hefur setið í btw... *mont*) þó ég viti ekki alveg hvort það hafi verið leyft. Well þeir fóru ekki langt, mamma! Vistin í sumarbústaðnum var frekar skemmtileg, enda í übergóðum félagsskap. Well, helgin hefur liðið frekar fljótt fyrir utan það. Íris, bjórinn þinn er ennþá heima hjá mér! Ef þú drekkur hann ekki bráðlega geri ég það.
Dagurinn: Ég ligg ennþá upp í rúmi. Veit ekki hvernig deginu skal eyða. Mig langar í kók en ég veit að við eigum ekkert. Á laugardaginn hinsvegar vaknaði ég útfrá því að dreyma um kók og það var mjög gleðilegur morgun afþví að ég vissi að við ættum kók. Ætli heimalærdómur bíði mín ekki bara... á morgun er Franska, Íslenska og Stærðfræði sem eru einmitt allt tímar þar sem að ofvirkir kennarar gefa allt of mikinn heimalærdóm. Ég nenni þessu ekki, vá. Kannski ég byrji daginn bara á því að fá mér að borða. Ég er svöng.
Pæling dagsins: Það er í sjálfu sér ákvörðun að taka ekki ákvörðun, rétt? Er þá í sjálfu sér pæling að pæla í því að sleppa pælingu dagsins? Ég held að Harvey Cox hafi verið skakkur þegar hann tók þessa ákvörðun. Annars veit ég ekkert hvað ég á að pælast í. Stjórnmál? Ne... aðeins of þungmelt fyrir sunnudagsmorgun. Svo veit ég ekkert um stjórnmál hvort eð er. Það virðist bara vera svo hip og kúl eitthvað núna. Mér finnst það asnalegt. Afhverju getum við ekki bara verið börn að eilífu? Þarf ég að fullorðnast, og verða bara algjör plebbi fyrir vikið? Ég nenni ekki að hugsa, spá, spekúlera og meika mér skoðanir. Það hljómar bara leiðinlega. Er ég þá geðveikt ó-hipp og kúl? So be it.
Kv.Andrea
Dagurinn: Ég ligg ennþá upp í rúmi. Veit ekki hvernig deginu skal eyða. Mig langar í kók en ég veit að við eigum ekkert. Á laugardaginn hinsvegar vaknaði ég útfrá því að dreyma um kók og það var mjög gleðilegur morgun afþví að ég vissi að við ættum kók. Ætli heimalærdómur bíði mín ekki bara... á morgun er Franska, Íslenska og Stærðfræði sem eru einmitt allt tímar þar sem að ofvirkir kennarar gefa allt of mikinn heimalærdóm. Ég nenni þessu ekki, vá. Kannski ég byrji daginn bara á því að fá mér að borða. Ég er svöng.
Pæling dagsins: Það er í sjálfu sér ákvörðun að taka ekki ákvörðun, rétt? Er þá í sjálfu sér pæling að pæla í því að sleppa pælingu dagsins? Ég held að Harvey Cox hafi verið skakkur þegar hann tók þessa ákvörðun. Annars veit ég ekkert hvað ég á að pælast í. Stjórnmál? Ne... aðeins of þungmelt fyrir sunnudagsmorgun. Svo veit ég ekkert um stjórnmál hvort eð er. Það virðist bara vera svo hip og kúl eitthvað núna. Mér finnst það asnalegt. Afhverju getum við ekki bara verið börn að eilífu? Þarf ég að fullorðnast, og verða bara algjör plebbi fyrir vikið? Ég nenni ekki að hugsa, spá, spekúlera og meika mér skoðanir. Það hljómar bara leiðinlega. Er ég þá geðveikt ó-hipp og kúl? So be it.
Kv.Andrea
5 Comments:
Þessi sumarbústaðarferð var frábær :D ég var sérstaklega hrifin af pottinum :)
allt ágætlega heppnað, nema þegar kristján kom.... *sighs* HE ATE MY CANDY!!! *grr*
Omg gegt skiluru þúst bara gmg lol og rofl meina bara vá skiluru!
hmm wel orðað. Lífinu á að lifa til hins ýtrasta og yakuzi hlómar well.
auðvita væri ég til í að sitja og spjalla .... auðvita væri ég til í að sitja og kjammsa á fitunni ... en einhver er að hlusta !!!!!!
Erla... þetta var svooo 2004 (ef ekki 2001) *sveifla hárinu*
Skrifa ummæli
<< Home