Guð býr í garðslöngunni, amma...
Jæja, ég ákvað að senda inn smá blogg í staðin fyrir að vera ábyrgðarfullur nemi og læra mig til dauða. Ég er búin að vera rosalega löt við bloggræktun. Afhverju ætli það sé, spyr ég sjálfa mig. Seint verður fundið svar við leti minni, svo að sinni verðið þið kæru lesendur að bíða óþreyjufull eftir næsta bloggi í viku eða tvær. Annars var ég í réttum um helgina og hafði þar af leiðandi engann tíma fyrir blogg og þess háttar dót. Ég er dauðþreytt eftir helgina og nenni varla að skrifa eitthvað af viti hérna. Ein spurning þó.
Lagið All Of Me, hvor útgáfan er betri. Frank Sinatra eða Megas? Mér þótti einstaklega fyndið þegar ég fattaði að lagið er á báðum 3diska söfnunum sem ég fékk í afmælisgjöf. Kannið málið og svarið svo... ég get ekki ákveðið sjálf. Mér finnst Megasar útgáfan passa betur við textann því að Frank er einhvernvegin alltaf svo rosalega glaður í öllu sem hann syngur, jafnvel þótt það sé angurvær ástartexti. En Frank syngur óneitanlega betur en Magnús. Ég hallast samt sem áður að Megasar útgáfunni. Veit ekki... bleh. Kannski ég fari bara að sofa, svo ég vakni nú alveg örugglega á morgun.
Unaður Dagsins: Að keyra um sveitir Íslands og horfa á landslagið í Borgarfirðinum með Loksins erum við engin diskinn í eyrunum. Gott að vera með kodda við hendina líka, einstaklega þæginlegt og drepur tíma óvenjuvel þegar maður situr í bíl í 4 klukkutíma.
Kv.Andrea
Lagið All Of Me, hvor útgáfan er betri. Frank Sinatra eða Megas? Mér þótti einstaklega fyndið þegar ég fattaði að lagið er á báðum 3diska söfnunum sem ég fékk í afmælisgjöf. Kannið málið og svarið svo... ég get ekki ákveðið sjálf. Mér finnst Megasar útgáfan passa betur við textann því að Frank er einhvernvegin alltaf svo rosalega glaður í öllu sem hann syngur, jafnvel þótt það sé angurvær ástartexti. En Frank syngur óneitanlega betur en Magnús. Ég hallast samt sem áður að Megasar útgáfunni. Veit ekki... bleh. Kannski ég fari bara að sofa, svo ég vakni nú alveg örugglega á morgun.
Unaður Dagsins: Að keyra um sveitir Íslands og horfa á landslagið í Borgarfirðinum með Loksins erum við engin diskinn í eyrunum. Gott að vera með kodda við hendina líka, einstaklega þæginlegt og drepur tíma óvenjuvel þegar maður situr í bíl í 4 klukkutíma.
Kv.Andrea
2 Comments:
Mmmmmm múm. Ísland er oft of nálægt okkur til þess að við sjáum það.
Má ég koma og hitta Guð? Ég hef margt við hann að ræða.
Hringdu bara í hann ef þú vilt hann, gunnar.
Annars eelska ég bílaferðir um landið.
Ef limewire lagast hjá mér bráðum mun ég niðurhala báðum lögunum og gefa dóm minn.
Skrifa ummæli
<< Home