Hamagangur og heimamundur
Mín hvunndagslegu pistlaskrif eru farin að pirra mig óheyrilega mikið. Skólaleysið er farið að hafa áhrif á málfræði- og stafsetningarnotkun mína og mér finnst ég vart getað talað lengur. Það er líka einn hlutur sem fer í taugarnar á mér. Ég get ekki gert málsgreinar í réttri lengd. Annaðhvort verða þær alveg herfilega langar með allt upp í fjórar setningar eða þær verða allt of stuttar með aðeins einni setningu. Horfið td. á undanfarna málsgrein. Stundum fer líka ofnotkun á stuttum orðum í mínar fínustu. Hjá mér það er að segja. Aftur, undanfarin málsgrein inniheldur ekki eitt tveggja atkvæða orð. Ég klúðra líka orðtökum allt of oft, og er móðir mín iðin við að leiðrétta mig. Mér finnst líka eins og mín eigin skrif séu eitthvað svo viðvaningsleg miðað við bloggóða vini mína. Ég get heldur aldrei verið málefnaleg eða skrifað frá hjartanu, og í sannleikann sagt finnst mér BLOGGHORN ANDREU eigi að flokkast undir hina ívið skemmtilegu katagoríu "gelgjublogg". Af upptöldum ástæðum finn ég ekki lengur mikla löngun til pistlaskrifa og hef þessvegna ekki bloggað í eina og hálfa viku. Þetta er ein af lengri, ef ekki lengsta afsökun sem ég hef gubbað út úr mér í langann tíma.
Á döfinni er ekkert. Ég er komin í frí og ég ætla að nýta það í nákvæmlega ekki neitt. Að sofa langt fram eftir degi og gera ekkert er það sem ég sækist eftir. Nú styttist líka í skólabókakaup, og það er alltaf skemmtilegt. Í rauninni hef ég ekkert að tala um, frá því á föstudaginn hef ég ekki gert neitt markvert... og þegar ég hugsa um það þá gerði ég heldur ekkert markvert alla daga fyrir föstudaginn og auðvitað föstudaginn sjálfann. Ég geri bara aldrei neitt markvert. Jú annars, þá fór ég í skrúðgöngu í gær. Ég hef ekki farið í skrúðgöngu í langann tíma, og þessi var mjög litrík og skemmtileg. Ég hitti líka fullt af fólki, sumt skemmtilegt og annað miður skemmtilegt.
Unaður Dagsins: Heit sæng að skríða undir þegar maður kemur inn úr ísköldu og leiðinlegu veðri. Sérstaklega indælt þegar kötturinn skríður síðan uppí og kúrir með þér... Mætti náttúrulega líka alltaf vera maki en ég leyfi sjálfri mér að fullyrða að flestir sem lesa þetta blogg séu ekki komnir með lífsförunaut til að deila rúmi með. Heit sæng er æði á köldum dögum.
Tónlistin: Ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt um tónlist núna, en þar sem ég ætla að sleppa bæði "Deginum" og "Pælingu Dagsins" neyði ég sjálfa mig til þess. Ég keypti mér tónlistina úr Le Fabuleux Destin D'Amélie Poulain á einungis 999 kr. í Bónus um daginn. Þetta finnst mér alger fásinna með meiru þar sem um er að ræða klassíska snillinginn Yann Tiersen og snilligáfa hans ætti að vera verðsett á meira en aumar þúsund krónur. En þessi kostakaup lágu þarna fyrir framan mig og ég stökk til og tryggði mér eintak. Diskurinn gerir mann hamingjusamann, svo mikið get ég sagt. Löngunin til þess að kunna Vínarvals er einnig mjög sterk og þrúgandi. Svo bíða mín tveir diskar heima hjá Skúla sem var að koma frá Úsanu. You'll Rebel To Anything með Mindless Self Indulgence, og Dresden Dolls frumraunina. Kannski fjalla ég um þá seinna, þegar ég fæ þá. JIBBÍ! Magnað ekki satt? Jæja. Förum nú að setja punkt í enda málsgreinarinnar.
Kv.Andrea
Á döfinni er ekkert. Ég er komin í frí og ég ætla að nýta það í nákvæmlega ekki neitt. Að sofa langt fram eftir degi og gera ekkert er það sem ég sækist eftir. Nú styttist líka í skólabókakaup, og það er alltaf skemmtilegt. Í rauninni hef ég ekkert að tala um, frá því á föstudaginn hef ég ekki gert neitt markvert... og þegar ég hugsa um það þá gerði ég heldur ekkert markvert alla daga fyrir föstudaginn og auðvitað föstudaginn sjálfann. Ég geri bara aldrei neitt markvert. Jú annars, þá fór ég í skrúðgöngu í gær. Ég hef ekki farið í skrúðgöngu í langann tíma, og þessi var mjög litrík og skemmtileg. Ég hitti líka fullt af fólki, sumt skemmtilegt og annað miður skemmtilegt.
Unaður Dagsins: Heit sæng að skríða undir þegar maður kemur inn úr ísköldu og leiðinlegu veðri. Sérstaklega indælt þegar kötturinn skríður síðan uppí og kúrir með þér... Mætti náttúrulega líka alltaf vera maki en ég leyfi sjálfri mér að fullyrða að flestir sem lesa þetta blogg séu ekki komnir með lífsförunaut til að deila rúmi með. Heit sæng er æði á köldum dögum.
Tónlistin: Ég nenni eiginlega ekki að skrifa neitt um tónlist núna, en þar sem ég ætla að sleppa bæði "Deginum" og "Pælingu Dagsins" neyði ég sjálfa mig til þess. Ég keypti mér tónlistina úr Le Fabuleux Destin D'Amélie Poulain á einungis 999 kr. í Bónus um daginn. Þetta finnst mér alger fásinna með meiru þar sem um er að ræða klassíska snillinginn Yann Tiersen og snilligáfa hans ætti að vera verðsett á meira en aumar þúsund krónur. En þessi kostakaup lágu þarna fyrir framan mig og ég stökk til og tryggði mér eintak. Diskurinn gerir mann hamingjusamann, svo mikið get ég sagt. Löngunin til þess að kunna Vínarvals er einnig mjög sterk og þrúgandi. Svo bíða mín tveir diskar heima hjá Skúla sem var að koma frá Úsanu. You'll Rebel To Anything með Mindless Self Indulgence, og Dresden Dolls frumraunina. Kannski fjalla ég um þá seinna, þegar ég fæ þá. JIBBÍ! Magnað ekki satt? Jæja. Förum nú að setja punkt í enda málsgreinarinnar.
Kv.Andrea
9 Comments:
*Bros* Kisa.
Passid ad fjuka ekki uti buskann.
Já Andrea mín, það má alltaf gera betur í notkun orðtaka og góðra og gildra íslenskra orða. T.d. orðið heimamundur er ekki til svo ég viti. En orðið heimanmundur hefur með það að gera að stúlka fer að heiman og fær eitthvað í mund (hendi) með sér.
Bestu kveðjur mamma :)
Oh mamma, þarftu alltaf að dissa mig fyrir framan vini mína? *grenjar* Annars held ég að ég sé komin með tannpínu...
Modir thin er bara ad kenna ther a islenska tungu svo thu farir rett med mal...hihi.
Karius og Baktus taka upp verfaerin eehh?
Já bónus er spes með tónlist. Ég keypti best of talking heads um daginn á 999 kr. líka.
Ég keypti samt Tom Jones ódýrari í skífunni :Ð
kunna og kunna ekki að blogga? er ekki sannleikurinn að maður er mis vel stefndur til tjáningar eftir dögum .. þegar þér langar mun frekar að gera allt annað en að vera að blogga þá væntanlega skín það í gegn um bloggið nema þí sért ansi fær í að hylja þitt eigið sjálf gegnum skrif þín sem ég þó stórlega efast um
Meðan við erum í íslenskunni þá tekur sögnin "langa" með sér þolfall og ætti þar af leiðandi að vera: "Mig langar".
HAHAH! Íslenskudúxinn skrifaði "mér langar"! HAHAHAHAHAHA!
þarf maður að standa sig eftir að maður dúxar ?? því nenni ég ekki að standa í
Skrifa ummæli
<< Home