sunnudagur, ágúst 14, 2005

Ánægð og fokkin lífsglöð

Ég er. Veit ekki alveg hvað er í gangi í hausnum á mér. Allt í einu er ég farin að vera ýkt tortryggin og erfið og ég veit ekki hvort fólk nenni að umgangast mig þegar ég er með svona stæla eins og mamma mín kallar það. Ég hélt það væri góð hugmynd að blogga aðeins, ekki veit ég þó afhverju. Ég er svo fokking óskiljanleg að ég skil ekki einu sinni sjálfa mig. Hvað ég gæfi ekki fyrir að gera bloggað hnitmiðað og fallega svo að allir skildu mig og ættu ekki erfitt með að komast í gengum allann textann sem er þó, orðinn nokkrar línur.

Ég ætlaði að kíkja til Arnórs, þar er barnaafmæli og við vitum öll hversu skemmtileg þannig afmæli eru. Ekkert áfengi... Ég hætti við á ögurstundu og ákvað að vera heima, tölvulaus og ómöguleg. Bróðir minn stal tölvunni minni og þessvegna sit ég við heimilistölvuna og hef ekkert betra að gera en að blogga um alls ekki neitt. Mér finnst eins og allt sem ég skrifa fari í band og biðu sem ekki er lesanleg. Svona eins og lesblinda... "Dyslexias are fnu." Núna er Íris hinsvegar á leiðinni til mín og við ætlum að skella okkur í bíó.

Ég er líka öll út í marblettum og exemi. Handleggirnir á mér eru aumir eftir óhóflega mikinn húsgagnaburð og almennt púl, því ég er svo dugleg. Svo er ég líka frekar þreytt og mér er kalt á táslunum. Kannski er ég bara að búa mér til þunglyndi, af gömlum vana... en það er svo erfitt að vera alltaf glöð. Þetta ástand er farið að hræða mig. Það er einfaldlega ekkert að og ég hef engar áhyggjur. Það sýgur!

Ég held að þessi færsla hafi verið sú arfaslakasta í langann tíma, ef ekki frá byrjun bloggsins sem var í byrjun árs 2002, en þá var ég nú alveg óþolandi og leiðinleg. Mér finnst bloggmenningin okkar vera að fara í kúk, því þarf að bjarga. Málið er bara að til að allir verði aktífir aftur verða einhverir þrír að byrja að blogga reglulega svo að fólk taki þau sér til fyrirmyndar og vilji blogga sjálf. Ef þið nennið því þá mun ég byrja að blogga aftur sem og fleiri, tel ég víst. Ef þessi sjálfselski póstur hræddi ykkur örvæntið ekki, eðlileg færsla kemur vonbráðar. Skólinn byrjar eftir viku og þá hef ég kannski eitthvað að tala um... En þangað til er ég út. ÚT! DJÖFULLINN!

Kv.Andrea - ps. ef þú átt gömul húsgögn sem þú þarf að losna við, talaðu við mig!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

...ég fer feitt í gang þegar skólinn byrjar... nú vil ég bara nýta tímann í það sem ég vil nákvæmlega gera í fríinu og eitt af því er rkki blogga

sunnudagur, ágúst 14, 2005 9:36:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég líka .. hef mikvilvægari hluti að gera heldur en að blogga ... eins og að horfa á Glæstar vonir .... guð ég veit ekki hvort ég hata Deacon eða elski hann ... tilfinningaflækjur .... HJÁLP

mánudagur, ágúst 15, 2005 10:08:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

JOSH HOMME ER EKKI LÍKUR DEACON!!!!

*grátur og skellur í gólf*

mánudagur, ágúst 15, 2005 2:13:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

øss, cheer up min ven! Jamms, eg er ad koma heim a eftir, og tad er nu gledifrettir og eitthvad til ad hlakka til, right (egoooo)

annars, hilsen fra køben min kæreste, jeg savner dig meget!

meeeet meee!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005 7:53:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Hehe :D aww... en þú veist ég kann ekki dönsku ástin. Ég sakna þín líka.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005 12:07:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home