mánudagur, ágúst 29, 2005

Kannski ertu bara...

Jæja, þá er það búið. Ég, Andrea Björk Andrésdóttir er orðin 16 ára. Ekki 15 ára, ekki 17 ára heldur 16 ára. Því fylgja fríðindin að mamma má ekki lengur taka upp reikningana mína og... ég get menntað mig í svokölluðum aksturshæfileikum. Ég ætla að nýta mér hvorug forréttindin. Ég verð samt að viðurkenna að þetta afmæli hefur verið eitt það besta síðustu árin. Afmælisdaginn sjálfan hélt ég te-afmælisboð, sem var einstaklega ánægjulegt. Ég bauð mínum nánustu vinum í kökur og það var virkilega "kósí" ef ég segi sjálf frá. Um kveldið var svo sunnudagsmáltíð með ættingjum. Það sem kom mér mest á óvart var gjafafjöldi þessa afmælis. Venjan er að þegar maður eldist fái maður alltaf færri og færri gjafir, en í ár var ég beinlínis syndandi í gjöfum. Hér kemur svo upptalningin. Af tónlist fékk ég tvö þriggja diska söfn, annars vegar með Megasi og hinsvegar með Frank Sinatra. Það var hann faðir minn sem gaf mér Megas en Hildur Sinatra. Mamma og pabbi fóru í keppni hvor gæti fundið flottari gjöf handa mér, og eins og áður kom fram gaf pabbi mér þriggja diska sett með Megasi. Mamma gaf mér glermálningu, Eureka (eftir Edgar Allan Poe) og William Blake - The Complete Poems. What do you know, þau hlusta á mig eftir allt saman. Frá þeim báðum fékk ég svo Andrés Önd blöð. Ég ætlaði að kaupa mér safnið sjálf, en ég rakst á kvenmann í söluhugleiðingum á Huga og mig hefur lengi langað í fleiri Andrésblöð. Mamma og pabbi ákváðu svo að gefa mér það bara. Ég hef ekki tölu á öllum blöðunum, en við skulum bara segja að þau séu mörg. Frá ömmu og afa fékk ég gjiiiðveika olíumálningu, akrýlliti og tvo striga. Það var mjög vel metið, enda var ég að verða uppiskroppa með málningu. Bróðir minn gaf mér svo "The Art Of Downloading Music" og Arnór gaf mér "The Melancholy Death Of Oyster Boy & Other Stories" eftir Tim sjálfann Burton. Hún er l-o-v-e-l-y. Fleira sem ég fékk var ilmvatn, teiknibólur, koddi og brauð! Íris Gísladóttir gekk nú samt alveg út í öfgar. Ég fékk göfina mína frá henni í morgun. Fyrst rétti hún mér nammipoka með uppáhalds namminu mínu, svo henti hún í mig tíkall og sagði "hvað erum við búnar að þekkjast lengi?". Ég tjáði henni árafjöldann. Svo rétti hún mér umslag. Tíu krónur fyrir hvern dag sem við höfum þekkst. Við höfum þekkst í 3 ár. Þið megið reikna. Bunkinn af fimmhundruðkrónunum var freeeeekar þykkur. Það var erfitt að taka við gjöfinni. Úff, mér líður eins og litlu barni á jólunum. Spurning hvernig mér tekst að toppa þessa gjöf í desember.

Dagurinn: Dagarnir eru farnir að lengjast og ég er farin að vera ívið þreytt í tímum, eins og ég á að mér að vera. Eitt við menntaskóla, hann er flókinn. Ég ætlaði að kaupa mér skáp í dag afþví mér var sagt að það færi að byrja skápasala en neiii, það er víst bara auglýst á einhverjum skjá. Þegar einhver segir við ykkur "það verður bara auglýst á skjánum í þessarri viku" hvað mynduð' þið álykta, því ég er engu nær. Svo er þetta með busadaginn, ég veit ekki hvenær hann er, og hvenær ég get sótt um í ráð eða nefndir eða hvað þetta heitir nú... þetta er allt í óvissu. Ég komst að því í dag hvenær busaferðin er þó. Ég á að koma með sundföt... *grettir sig* Ég á ekki sundföt! Ljóta klandrið. Það gerðist annars ekkert markvert í dag. Mig langar rosalega að fara bara að sofa núna. Kannski ég geri það bara.

Unaður Dagsins: Að skríða undir sæng með iPodinn og hlusta á tónlist algerlega lokuð frá umheiminum og angri hans. Það er hreinn unaður. Gott ef maður sofnar ekki bara frá því, þá er stundin fullkomnuð. Einnig hef ég uppgötvað að gott te getur verið alger unaður.

Kv.Andrea

3 Comments:

Blogger Andrea said...

Já, þið eruð öll aumingjar og hálfvitar og ég hef ekkert við ykkur að segja! Jafnvel Hildur, mín kæra hefur ekki kómentað. Ég er yfir mig hneiksluð. Held ég leggi starfsemi mína niður um stund. Takk fyrir kómentið elskan :D

þriðjudagur, ágúst 30, 2005 8:48:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Æj, cheer up woman.... comments arent everything!

Kannski þarf að ýta undir commentagleði fólks með því að spurja einhverrar spurningar í færslunni sem margir finna sig knúna til að svara.. eða einhverja pælingu.

En hey, what do I know.. mér er slétt sama hvort fólk commenti eður ei hjá mér...

þriðjudagur, ágúst 30, 2005 10:18:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Þar sem Ívar virðist ekki hafa tekið eftir þessu þá finnst mér ég knúinn til að benda þér á að maður skrifar "hneyksluð".

þriðjudagur, ágúst 30, 2005 11:28:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home