Yfir minn dauða líkama!
Já, ég hef ekkert að gera svo ég ætla bara að spinna eitthvað upp. Ég hef eiginlega ekki frá neinu markverðu að segja svo ég ætla bara að gleðja Hildi ólýsanlega. Hún hefur líklegast gert þetta einhvertíman sjálf, en hverjum er ekki sama. EN, getur einhver annar en Hildur sagt mér hvað þetta er?
Eitthvað fyrir tusku og beinamanninn
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Eitthvað stórt á eftir að gerast
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Einhvers sonur eða einhvers dóttir
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Svona enda ég á að vera sogin inn
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Ég ætla að fara að sofa
Láta þetta skvettast yfir mig alla
Við viljum ekki að vökuskrímslin taki yfir
“Blátáast um binda hann niður”
Við viljum ekki að vitfirringarnir taki yfir
“Blátáast um binda þau niður”
Megi fallegir hestar
Vitja þín
Þegar þú sefur
Ég ætla að fara að sofa
Láta þetta skvettast yfir mig alla.
Annars hafa dagarnir þrír í Hamrahlíðinni liðið alveg hreint ágætlega. Flestir tímarnir sem ég hef farið í hingað til voru biti úr böku, enskutíminn var reyndar hrútleiðinlegur en engan vegin krefjandi. Ég er að hugsa um að segja mig bara úr þeim áfanga. Í frönskutíma rak mér nú samt í rogastans (mamma, vinsamlegast leiðréttu mig ef þetta er vitlaust málfar) því að kennarinn talaði einungis á frönsku! Ég veit ekki um ykkur en mér finnst of mikils af mér mælst að kunna frönsku í áfanga 203. Hún skipaði mér að toga í vinstri eyrnasnepilinn á mér. Á frönsku. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Svo bað hún mig að segja sér hvað heillaði mig mest í fari karlmanna, á frönsku. Og -ég- átti að svara á frönsku! Mér líst ekki á blikuna. En ég hef aldrei verið góð í tungumálum hvort eð er svo þetta kemur mér faktískt ekkert á óvart. Svona lærir maður víst endalaust. Annars megið þið vænta eðlilegrar gelgjufærslu einhvertíman í kring um afmælið mitt, sem er á sunnudaginn næstkomandi. Mig langar í plötuspilara, olíumálningu og Ævisögu Jóakims Aðalandar. Einnig hefði ég ekkert á móti því að fá His Dark Materials trilogíuna á ensku. Spilastokkur væri líka vel þeginn. Hvað er ég að rugla? Ég yrði ánægð með hvað sem er. Ég þarf eiginlega ekkert svo já. Bleh! Ég þyrfti samt að fara að baka bráðlega. Svo ætla ég að halda afmælis-teboð. Það er samt bara hugmynd í mótun. Jæja, best að ég fari bara og finni mér eitthvað annað að gera. Góðar stundir.
Kv.Andrea
Kv.Andrea
Eitthvað fyrir tusku og beinamanninn
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Eitthvað stórt á eftir að gerast
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Einhvers sonur eða einhvers dóttir
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Svona enda ég á að vera sogin inn
“Fyrr mun ég dauð liggja”
Ég ætla að fara að sofa
Láta þetta skvettast yfir mig alla
Við viljum ekki að vökuskrímslin taki yfir
“Blátáast um binda hann niður”
Við viljum ekki að vitfirringarnir taki yfir
“Blátáast um binda þau niður”
Megi fallegir hestar
Vitja þín
Þegar þú sefur
Ég ætla að fara að sofa
Láta þetta skvettast yfir mig alla.
Annars hafa dagarnir þrír í Hamrahlíðinni liðið alveg hreint ágætlega. Flestir tímarnir sem ég hef farið í hingað til voru biti úr böku, enskutíminn var reyndar hrútleiðinlegur en engan vegin krefjandi. Ég er að hugsa um að segja mig bara úr þeim áfanga. Í frönskutíma rak mér nú samt í rogastans (mamma, vinsamlegast leiðréttu mig ef þetta er vitlaust málfar) því að kennarinn talaði einungis á frönsku! Ég veit ekki um ykkur en mér finnst of mikils af mér mælst að kunna frönsku í áfanga 203. Hún skipaði mér að toga í vinstri eyrnasnepilinn á mér. Á frönsku. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Svo bað hún mig að segja sér hvað heillaði mig mest í fari karlmanna, á frönsku. Og -ég- átti að svara á frönsku! Mér líst ekki á blikuna. En ég hef aldrei verið góð í tungumálum hvort eð er svo þetta kemur mér faktískt ekkert á óvart. Svona lærir maður víst endalaust. Annars megið þið vænta eðlilegrar gelgjufærslu einhvertíman í kring um afmælið mitt, sem er á sunnudaginn næstkomandi. Mig langar í plötuspilara, olíumálningu og Ævisögu Jóakims Aðalandar. Einnig hefði ég ekkert á móti því að fá His Dark Materials trilogíuna á ensku. Spilastokkur væri líka vel þeginn. Hvað er ég að rugla? Ég yrði ánægð með hvað sem er. Ég þarf eiginlega ekkert svo já. Bleh! Ég þyrfti samt að fara að baka bráðlega. Svo ætla ég að halda afmælis-teboð. Það er samt bara hugmynd í mótun. Jæja, best að ég fari bara og finni mér eitthvað annað að gera. Góðar stundir.
Kv.Andrea
Kv.Andrea
7 Comments:
Ég finn fyrir notatilfinningu og gleði. Ég skal gefa þér hvað sem er í afmælisgjöf núna.
Ásy, ;)
Hildur
Hver er Larry David?
Hann stendur á bak við Seinfeld og Curb your enthusiasm.
Já það er víst rak mig í rogastans. :))))
kv. mamma
þú hefur verið kysst/ur á kinnina af guðinum
Sendu þetta til minst tveggja annars byrjarðu ekki með neinum í 1 ár..
Þetta er ekki bull, þetta er keðja sem byrjaði árið 2004..
Ef þú sendir þetta til 10 manna verðuru kysst/ur innan 6 daga..
Ef þú sendir þetta til 15 manna muntu fá þann sem þú elskar
Mér finnst þetta allt saman furðulegt... hverjir eru þessir anonymous, og hvað vilja þeir með heimasíðuna mína?
Must be a devil between us
or whores in my head...
Hmm, looks like a virus..but not sure. Fögnun fæðingardagsins er oft á tíðum skemmtileg..eða..hlítur samt að vera fúlt.
Jú Ívar, hver sem þú ert..og hver sem ég er..við bíðum bara..bíðum, keðju rusl..
Skrifa ummæli
<< Home