mánudagur, júní 26, 2006

Karma bítur fast og óreglulega.

Eftir svona 1-2 mánuði gætuð þið farið að taka eftir smávægilegri breytingu á tilveru ykkar og spurt sjáf ykkur eftirfarandi spurningar: Var ekki einhver manneskja í lífi mínu sem hefur ekki látið sjá sig lengi? Svo veltið þið því fyrir ykkur hver þetta gæti verið og ef til vill vaknar spurningin "Hvar er Andrea eiginlega?" í hausnum á ykkur. Svo gæti náttúrulega verið að sú spurning vakni aldrei í höfðinu á ykkur, og þá er það bara ykkar lukka.

En ástæðan fyrir skyndilegu brotthvarfi mínu úr mannlegu samfélagi gæti ykkur þótt kjánaleg eður kómísk, jafnvel bæði. Skiptir ekki máli, þið fáið samt að heyra um það. Ég taldi það nefnilega góða hugmynd á sínum tíma að panta mér tíma í klippingu. Þar sem að ég á þann ósið til að ljúga að hárgreiðslufólki (önnur saga sem ég segi kannski seinna) þarf ég alltaf að finna mér nýjar hárgreiðslustofur, og í þetta sinn valdi ég ágætlega útlítandi stofu að nafni Gel á Hverfisgötunni. Og í dag átti ég tíma í klippingu klukkan 6, fyrir 2 tímum. Ég dró Sunnu með mér, svo einhver myndi halda mér frá lygaveikinni minni - og allt stefndi á besta veg. En hárgreiðslumaðurinn, sem ég kýs að kalla Jesús vegna mikilla líkinda hans við frelsarann, var greinilega á allt annarri hillu en ég. Ég bað hann að klippa á mig heldur kvenlega klippingu og ekki taka of mikið af hárinu. Þá skrækti Sunna: Þú ert búin að vera með sömu klippinguna í 5 ár, Andrea! Og Jesús hlustaði frekar á Sunnu og ekki einungis klippti hann mig stutt, heldur sleppti hann því bara að klippa nokkra lokka. Útkoman er sú að ég lít út eins og eighties glamrokkari. Lesbískur eighties glamrokkari. Eða eins og strákurinn á myndinni. Jesús og Sunna voru mega sátt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ef einhver hefði snefil af virðingu fyrir mér myndi sú virðing fara sömu leið og bróðurparturinn af hárinu á mér - í ruslafötuna, við að líta mig augum. Og það er ástæðan fyrir brotthvarfi mínu úr mannlegu samfélagi. Sé ykkur í nóvember!

Kv.Andrea

sunnudagur, júní 18, 2006

Sólskin í poka?

Ég hef tekið eftir því að bloggin mín eru farin að hljóma nokkuð sundurliðuð og óskiljanleg með meiru, allavega fyrri utanaðkomandi aðila - ég býst við því að ég hafi bara ákveðið fyrir löngu að eina fólkið sem les þetta blogg þekki mig og viti nákvæmlega hvað ég er að tala um. Kannski ég ætti að hætta þeim hugsunarhætti, ímynda mér að ég eigi leynda aðdáendur sem lesa bloggið mitt reglulega og þori bara ekki að kómenta. Það sem kemur upp í hugann við þessa pælingu er: As if, Andrea. Sættu þig bara við það að eiga færri vini en fingur. Kannski ég sætti mig bara við það... það er bara svo leiðinleg og asnaleg staðreynd. Finnst ykkur bitur sjálfsvorkunn mín ekki ótrúlega krúttleg? Hmmm?

Ég er bara búin að vera ótrúlega neikvæð uppá síðkastið. Og ekki einu sinni á skemmtilega bitran hátt - bara hreint og kalt neikvæð gagnvart öllu. Ég býst við því að það eigi að vera svoleiðis eftir að maður hættir í sambandi, en það bara sökkar ótrúlega mikið. Undanfarna daga hef ég verið að reyna að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni svo að ég sökkvi ekki í algjört þunglyndi (því það er svo ósvalt að vera þunglyndur á sumrin, en hey... rigningin hefur þessi áhrif), og ég skil vel afhverju mig langaði að fá tilbreytingu frá þessari senu in the first place. Fyrir utan það að vera að vinna meira en 100% þá hafa frítímar mínir farið í þann pakka sem flestar vinkonur mínar eru í - hitta fólk, vera á stjái en mestmegnis bara vera full. Og það heillar mig ekkert svakalega (ekki misskilja, alltaf gaman að vera fullur en það er bara eitthvað sem að ég fíla ekki við þessa stemmningu - kannski er ég bara félagslega þroskaheft... eða feimin). Svo hef ég verið dregin niður í bæ frekar mikið líka og hef fengið smjörþefinn af þessarri miðbæjarstemmningu og skemmtistöðum og svona. Eftir nokkra þrítuga Guns n' Roses aðdáendur sem reyndu að fara í sleik við mig komst ég að þeirri niðurstöðu að bærinn væri bara ekki minn pakki. Kannski er það bara ég að vera neikvæð en það vekur ekkert áhuga minn - fólk er allt jafn leiðinlegt og engar sérstakar tómstundir eða hlutir höfða neitt sérstaklega til mín. Jafnvel þynnka er ekki skemmtileg lengur! Og mér fannst geðveikt gaman að vera þunn einu sinni. Nennir einhver að bjarga mér frá þessarri geðveiku fílu sem hefur heltekið mig?

Og hey! Er ég eina manneskjan sem er komin með gjörsamlega upp í kok af þessu viðbjóðslega Gnarrs Barkley (eða hvað sem þetta heitir) lagi, Crazy? Fólk virðist ekki geta fengið nóg af því. Mér finnst það hræðilegt. Eftir svona þriðju hlustun ákvað ég að bara fólk með tæpa geðheilsu meikuðu þetta lag. Viti menn, ungþjóð Íslands öll með tölu heldur varla vatni yfir þessum óbjóð! Ég held að ég sé sú eina með viti hérna, og þið hin - þið eruð öll snarbiluð. Allavega ef þið fílið þetta helvítis lag.

Kv. Andrea hatar þig

miðvikudagur, júní 14, 2006

Gentlemen prefer blondes but marry brunettes.

Ég er jafn tóm og bjórdósin sem liggur hliðiná mér, afvelta á náttborðinu. Jafnt andlega sem líkamlega, og tóm í hausnum fyrir utan allt annað. Mér hefur sjaldnast liðið jafn holri að innan (holri? Hvurslags beyging er þetta?). Ég er með örlítin kökk í hálsinum og pínulítið ráðvillt, en annars finn ég ekki fyrir neinni sorg, óhamingju eða þvíumlíku. Ég veit þessar tilfinningar eru þarna einhverstaðar en ég finn ekki mikið fyrir þeim. Samt er ég heldur óhamingjusöm. Þið sem þekkið mig hafið eflaust áttað ykkur á hvað gerðist... aftur. Mér líður eins og algjörum hálfvita að hafa fallið í sömu gryfjuna tvisvar, ég ætti að vita betur - ég er ekkert það heimsk, sjáið til.

Þetta á eftir að verða litlaust sumar. Landsbankinn er fínn, en það er sami dagurinn, alla daga í 2 mánuði. Voða lítið um tilbreytingar. Sömu staðir, sama fólk, sömu hlutir - sömu samræður endurtaka sig. Mig vantar nauðsynlega að komast einhvert í burt en að öllum líkindum gerist það ekki fyrr en í ágúst. Annars ætla ég að fara í sokka. Kannski kætir það mig eitthvað að hitta góða vini á kaffihúsi... jafnvel þótt það sé endurtekning líka.

Kv.Andrea

fimmtudagur, júní 01, 2006

Bash.org

Ég ætti að vera sofandi. Bilstöngin mín er að vera með bögg. EN:

Dark_Fox - Kami: if you changed your name to Kame, you would have a much more interesting name :)
Kami - Dark_Fox: And if you changed yours to Dark_Fax, you'd have a more communicative name. :)
* Dark_Fox is now known as Dark_Fax
Kami - It'd be... 'telecommunicative.'
* Dark_Fax makes noises and bitches because he's out of paper ant toner *
Kami - Oh god, that happened at work today.
Dark_Fax - FEED MEE!!!
SailorV - Nuuuuuuuu
* Dark_Fax displays wrong time *
* Dark_Fax rings for no reason *
* Kami is now known as VCR-clock
* Dark_Fax gets a paper jam *
* VCR-clock blinks
* VCR-clock blinks
* VCR-clock blinks
* VCR-clock blinks
* VCR-clock blinks
* VCR-clock blinks
Dark_Fax- PAPPPERRRRR
* VCR-clock blinks
Dark_Fax - TOOOOOONEEERRRR
* VCR-clock blinks
VCR-clock - :)
* Dark_Fax breaks a bearing and bounces around on the counter *
Dark_Fax - FEEEED ERROORRR!!!! NEED PAPER!!
* Dark_Fax rings again for no reason *
* VCR-clock blinks some more
* SailorV runs and hides becuz there are weirdo's in here
* Dark_Fax chases SailorV * MY PAPER!!! MY PREEESCIOUUUS!!
* VCR-clock blinks
* VCR-clock blinks
SailorV - EEEE!
* SailorV unplugs the VCR
* VCR-clock has quit IRC
* Dark_Fax is now known as Dark_Fox
Dark_Fox - ok i think ive peaked the humor of that

Ég hló svo hátt að ég vakti foreldra mína. Þeir fylltust ekki kátínu.

Kv.Andrea