Karma bítur fast og óreglulega.
Eftir svona 1-2 mánuði gætuð þið farið að taka eftir smávægilegri breytingu á tilveru ykkar og spurt sjáf ykkur eftirfarandi spurningar: Var ekki einhver manneskja í lífi mínu sem hefur ekki látið sjá sig lengi? Svo veltið þið því fyrir ykkur hver þetta gæti verið og ef til vill vaknar spurningin "Hvar er Andrea eiginlega?" í hausnum á ykkur. Svo gæti náttúrulega verið að sú spurning vakni aldrei í höfðinu á ykkur, og þá er það bara ykkar lukka.
En ástæðan fyrir skyndilegu brotthvarfi mínu úr mannlegu samfélagi gæti ykkur þótt kjánaleg eður kómísk, jafnvel bæði. Skiptir ekki máli, þið fáið samt að heyra um það. Ég taldi það nefnilega góða hugmynd á sínum tíma að panta mér tíma í klippingu. Þar sem að ég á þann ósið til að ljúga að hárgreiðslufólki (önnur saga sem ég segi kannski seinna) þarf ég alltaf að finna mér nýjar hárgreiðslustofur, og í þetta sinn valdi ég ágætlega útlítandi stofu að nafni Gel á Hverfisgötunni. Og í dag átti ég tíma í klippingu klukkan 6, fyrir 2 tímum. Ég dró Sunnu með mér, svo einhver myndi halda mér frá lygaveikinni minni - og allt stefndi á besta veg. En hárgreiðslumaðurinn, sem ég kýs að kalla Jesús vegna mikilla líkinda hans við frelsarann, var greinilega á allt annarri hillu en ég. Ég bað hann að klippa á mig heldur kvenlega klippingu og ekki taka of mikið af hárinu. Þá skrækti Sunna: Þú ert búin að vera með sömu klippinguna í 5 ár, Andrea! Og Jesús hlustaði frekar á Sunnu og ekki einungis klippti hann mig stutt, heldur sleppti hann því bara að klippa nokkra lokka. Útkoman er sú að ég lít út eins og eighties glamrokkari. Lesbískur eighties glamrokkari. Eða eins og strákurinn á myndinni. Jesús og Sunna voru mega sátt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ef einhver hefði snefil af virðingu fyrir mér myndi sú virðing fara sömu leið og bróðurparturinn af hárinu á mér - í ruslafötuna, við að líta mig augum. Og það er ástæðan fyrir brotthvarfi mínu úr mannlegu samfélagi. Sé ykkur í nóvember!
Kv.Andrea
En ástæðan fyrir skyndilegu brotthvarfi mínu úr mannlegu samfélagi gæti ykkur þótt kjánaleg eður kómísk, jafnvel bæði. Skiptir ekki máli, þið fáið samt að heyra um það. Ég taldi það nefnilega góða hugmynd á sínum tíma að panta mér tíma í klippingu. Þar sem að ég á þann ósið til að ljúga að hárgreiðslufólki (önnur saga sem ég segi kannski seinna) þarf ég alltaf að finna mér nýjar hárgreiðslustofur, og í þetta sinn valdi ég ágætlega útlítandi stofu að nafni Gel á Hverfisgötunni. Og í dag átti ég tíma í klippingu klukkan 6, fyrir 2 tímum. Ég dró Sunnu með mér, svo einhver myndi halda mér frá lygaveikinni minni - og allt stefndi á besta veg. En hárgreiðslumaðurinn, sem ég kýs að kalla Jesús vegna mikilla líkinda hans við frelsarann, var greinilega á allt annarri hillu en ég. Ég bað hann að klippa á mig heldur kvenlega klippingu og ekki taka of mikið af hárinu. Þá skrækti Sunna: Þú ert búin að vera með sömu klippinguna í 5 ár, Andrea! Og Jesús hlustaði frekar á Sunnu og ekki einungis klippti hann mig stutt, heldur sleppti hann því bara að klippa nokkra lokka. Útkoman er sú að ég lít út eins og eighties glamrokkari. Lesbískur eighties glamrokkari. Eða eins og strákurinn á myndinni. Jesús og Sunna voru mega sátt. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ef einhver hefði snefil af virðingu fyrir mér myndi sú virðing fara sömu leið og bróðurparturinn af hárinu á mér - í ruslafötuna, við að líta mig augum. Og það er ástæðan fyrir brotthvarfi mínu úr mannlegu samfélagi. Sé ykkur í nóvember!
Kv.Andrea
3 Comments:
innilegar samúðaróskir
kannast við þetta..
ég er haldin mikilli hræðslu við hárgreiðslufólk svo að ég brosi venjulega alltaf bara feimnislega og segji aha... nú... jú jú...
Ahhhh, þú veist samt að samkvæmt gallup könnununm þá er fólk of upptekið að horfa á brjóstin á þér að það tekur örugglega ekki eftir því að þú ert að fíla þig of mikið inní hlutverk í eigtís bíómynd...sem þú fékkst ekki....
Frænka mín bakar kökur sem hún kallar Karma..
HAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHHAHAHAHAHHA
Vertu fegin að hann klippti ekki allt af nema smá barta, það hefði gefið þér afsökun til þess að vera voða emo og enda tilveru þína
Skrifa ummæli
<< Home