miðvikudagur, júní 14, 2006

Gentlemen prefer blondes but marry brunettes.

Ég er jafn tóm og bjórdósin sem liggur hliðiná mér, afvelta á náttborðinu. Jafnt andlega sem líkamlega, og tóm í hausnum fyrir utan allt annað. Mér hefur sjaldnast liðið jafn holri að innan (holri? Hvurslags beyging er þetta?). Ég er með örlítin kökk í hálsinum og pínulítið ráðvillt, en annars finn ég ekki fyrir neinni sorg, óhamingju eða þvíumlíku. Ég veit þessar tilfinningar eru þarna einhverstaðar en ég finn ekki mikið fyrir þeim. Samt er ég heldur óhamingjusöm. Þið sem þekkið mig hafið eflaust áttað ykkur á hvað gerðist... aftur. Mér líður eins og algjörum hálfvita að hafa fallið í sömu gryfjuna tvisvar, ég ætti að vita betur - ég er ekkert það heimsk, sjáið til.

Þetta á eftir að verða litlaust sumar. Landsbankinn er fínn, en það er sami dagurinn, alla daga í 2 mánuði. Voða lítið um tilbreytingar. Sömu staðir, sama fólk, sömu hlutir - sömu samræður endurtaka sig. Mig vantar nauðsynlega að komast einhvert í burt en að öllum líkindum gerist það ekki fyrr en í ágúst. Annars ætla ég að fara í sokka. Kannski kætir það mig eitthvað að hitta góða vini á kaffihúsi... jafnvel þótt það sé endurtekning líka.

Kv.Andrea

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

aftur Andrea ?? ohh foolish hearts never learn.

fimmtudagur, júní 15, 2006 8:16:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

*réttir þér cabasa*

Komdu stelpa! Við ætlum að spila smá í lúpínunum og rigningunni!

föstudagur, júní 16, 2006 3:37:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

But always blossom until they burn.

föstudagur, júní 16, 2006 9:00:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Æhji, dúllan mín *stórt knús*

You're just a hopeless romantic sweetheart, that's all...

laugardagur, júní 17, 2006 11:44:00 f.h.  
Blogger Andrea said...

Takk fyrir alla samúðina en ég er samt ekki með krabbamein eða neitt þannig sko...

laugardagur, júní 17, 2006 9:21:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Andrea... þegar fólk reynir að vera góð við þig þegar það sér að þér líður illa, taktu því bara.. við erum ekki að hæðast að þér, við erum að reyna að vera vinir þínir, ok?

'ég er samt ekki með krabbamein eða neitt þannig sko...' er ekki gilt svar... þú ert líka búin að nota það áður, þannig að ef þú getur ekki sætt þig við góðmennsku, vertu allavega frumlegri :P

vildirðu kannski frekar svör eins og:
'haha! Gott á þig!'...? ég held þú yrðir ekki neitt rosalega ánægð með það...

mánudagur, júní 19, 2006 3:44:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Æi fáðu þér hundasúru, Benedikta. Ég var ekkert að dissa þig eða neitt þannig. Ég var ekkert að gera lítið úr tilsvörum allra, mér þótti mjög gaman að sjá að fólk findi til með mér.

Ég er hinsvegar bitur og leiðinleg manneskja að eðlisfari og það er ástæðan fyrir tilsvari mínu.

mánudagur, júní 19, 2006 6:46:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Ég tók þessu ekki beint sem dissi.. bara leiðinlegt þegar maður er að vera góður að fá það beint aftur í smettið...

ég LOFA að reyna ekki að vera góð við þig aftur... þú ert einfaldlega, of bitur fyrir heiminn...

mánudagur, júní 19, 2006 11:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home