sunnudagur, júní 18, 2006

Sólskin í poka?

Ég hef tekið eftir því að bloggin mín eru farin að hljóma nokkuð sundurliðuð og óskiljanleg með meiru, allavega fyrri utanaðkomandi aðila - ég býst við því að ég hafi bara ákveðið fyrir löngu að eina fólkið sem les þetta blogg þekki mig og viti nákvæmlega hvað ég er að tala um. Kannski ég ætti að hætta þeim hugsunarhætti, ímynda mér að ég eigi leynda aðdáendur sem lesa bloggið mitt reglulega og þori bara ekki að kómenta. Það sem kemur upp í hugann við þessa pælingu er: As if, Andrea. Sættu þig bara við það að eiga færri vini en fingur. Kannski ég sætti mig bara við það... það er bara svo leiðinleg og asnaleg staðreynd. Finnst ykkur bitur sjálfsvorkunn mín ekki ótrúlega krúttleg? Hmmm?

Ég er bara búin að vera ótrúlega neikvæð uppá síðkastið. Og ekki einu sinni á skemmtilega bitran hátt - bara hreint og kalt neikvæð gagnvart öllu. Ég býst við því að það eigi að vera svoleiðis eftir að maður hættir í sambandi, en það bara sökkar ótrúlega mikið. Undanfarna daga hef ég verið að reyna að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni svo að ég sökkvi ekki í algjört þunglyndi (því það er svo ósvalt að vera þunglyndur á sumrin, en hey... rigningin hefur þessi áhrif), og ég skil vel afhverju mig langaði að fá tilbreytingu frá þessari senu in the first place. Fyrir utan það að vera að vinna meira en 100% þá hafa frítímar mínir farið í þann pakka sem flestar vinkonur mínar eru í - hitta fólk, vera á stjái en mestmegnis bara vera full. Og það heillar mig ekkert svakalega (ekki misskilja, alltaf gaman að vera fullur en það er bara eitthvað sem að ég fíla ekki við þessa stemmningu - kannski er ég bara félagslega þroskaheft... eða feimin). Svo hef ég verið dregin niður í bæ frekar mikið líka og hef fengið smjörþefinn af þessarri miðbæjarstemmningu og skemmtistöðum og svona. Eftir nokkra þrítuga Guns n' Roses aðdáendur sem reyndu að fara í sleik við mig komst ég að þeirri niðurstöðu að bærinn væri bara ekki minn pakki. Kannski er það bara ég að vera neikvæð en það vekur ekkert áhuga minn - fólk er allt jafn leiðinlegt og engar sérstakar tómstundir eða hlutir höfða neitt sérstaklega til mín. Jafnvel þynnka er ekki skemmtileg lengur! Og mér fannst geðveikt gaman að vera þunn einu sinni. Nennir einhver að bjarga mér frá þessarri geðveiku fílu sem hefur heltekið mig?

Og hey! Er ég eina manneskjan sem er komin með gjörsamlega upp í kok af þessu viðbjóðslega Gnarrs Barkley (eða hvað sem þetta heitir) lagi, Crazy? Fólk virðist ekki geta fengið nóg af því. Mér finnst það hræðilegt. Eftir svona þriðju hlustun ákvað ég að bara fólk með tæpa geðheilsu meikuðu þetta lag. Viti menn, ungþjóð Íslands öll með tölu heldur varla vatni yfir þessum óbjóð! Ég held að ég sé sú eina með viti hérna, og þið hin - þið eruð öll snarbiluð. Allavega ef þið fílið þetta helvítis lag.

Kv. Andrea hatar þig

5 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég verð að gefa Gnarls Barkley það, er að það þarf hæfileika til að semja svona lélegt lagt, það er bara hreinlega ekki undir öllum komið.

þriðjudagur, júní 20, 2006 12:08:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

Ó, P.S., fokkin brilliant mynd af Linkin Park gaurnum.

þriðjudagur, júní 20, 2006 12:10:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

Gwuffy: yay getting new linkin park album
CoRDS: are you about to break?
Gwuffy: nope
Gwuffy: but im one step closer
CoRDS: thats way too much angst for one person
devkev: he needs a little room to breathe

þriðjudagur, júní 20, 2006 3:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Drepleiðinlegt lag. Og þetta kemur frá mér, ekki neikvæðum.

En lagið með stelpu sem ég man ekki hvað heitir og er eitthvað á þessa leið:

...She is the prom queen
and I'm in the marching band
She is a cheerleader
And I'm sittin' in the stands...

Geðveikislega skemmtilegt lag sem tekur teen angst betur en Linkin Park gerði nokkru sinni. Síðan er Dirty Little Secret lagið líka að gera sig.

þriðjudagur, júní 20, 2006 7:01:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég lifi fyrir að hlusta á þetta lag! Siríuslí.

miðvikudagur, júní 21, 2006 5:45:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home