Þeir sem hafa kannski verið að fylgjast með þessu bloggi af einhverju viti hafa eflaust tekið eftir því að þessa dagana hefur allt gengið á afturfótunum hjá henni litlu mér.
Og ef þið
hélduð að það gæti ekki versnað úr þessu, guess again. Ég sit hérna heima, í rúminu mínu, með 39 stiga hita og streptókokka. Og ekki bara það, heldur er ég með
króníska streptókokka. Þannig að ég fæ að vera á rosalega hressu lyfi sem heitir Kaavepenin, sem að er, að sögn læknis, svo sterkt að ég þarf að vera á magasýrutöflum líka til þess að Kaavepeninið éti ekki upp örvefina í maganum mínum. Vá, can you say hressleiki?
Ég fæ þó allavega ótakmarkað magn af stafasúpu, en þeir sem hafa fengið streptókokka vita hvernig það er að borða mat, og að borða stafasúpuna er svo sársaukafull að það eyðileggur alveg sportið við að borða súpuna. Þannig að ég ligg hérna upp í rúmi með kalda stafasúpu og sofandi kött og dunda mér á Radio blogclub púntur komm.
Fyrir utan það ákváðu báðir foreldrar mínir að yfirgefa mig á ögurstundu fyrir golf (hvað annað) þannig að ég er í umsjá ömmu minnar sem telur að ég sé dauðvona og bannar mér að fara framúr nema það sé bráðnauðsynlegt. Nú er komið að ykkur að hlæja að óförum náungans. Á öðrum nótum er
þetta samansafn af misþunglyndislegum lögum í hlustun þessa dagana.
Kv. Andrea