föstudagur, maí 19, 2006

Glymskrattar.

Þeir sem hafa kannski verið að fylgjast með þessu bloggi af einhverju viti hafa eflaust tekið eftir því að þessa dagana hefur allt gengið á afturfótunum hjá henni litlu mér. Og ef þið hélduð að það gæti ekki versnað úr þessu, guess again. Ég sit hérna heima, í rúminu mínu, með 39 stiga hita og streptókokka. Og ekki bara það, heldur er ég með króníska streptókokka. Þannig að ég fæ að vera á rosalega hressu lyfi sem heitir Kaavepenin, sem að er, að sögn læknis, svo sterkt að ég þarf að vera á magasýrutöflum líka til þess að Kaavepeninið éti ekki upp örvefina í maganum mínum. Vá, can you say hressleiki?

Ég fæ þó allavega ótakmarkað magn af stafasúpu, en þeir sem hafa fengið streptókokka vita hvernig það er að borða mat, og að borða stafasúpuna er svo sársaukafull að það eyðileggur alveg sportið við að borða súpuna. Þannig að ég ligg hérna upp í rúmi með kalda stafasúpu og sofandi kött og dunda mér á Radio blogclub púntur komm.

Fyrir utan það ákváðu báðir foreldrar mínir að yfirgefa mig á ögurstundu fyrir golf (hvað annað) þannig að ég er í umsjá ömmu minnar sem telur að ég sé dauðvona og bannar mér að fara framúr nema það sé bráðnauðsynlegt. Nú er komið að ykkur að hlæja að óförum náungans. Á öðrum nótum er þetta samansafn af misþunglyndislegum lögum í hlustun þessa dagana.

Kv. Andrea

8 Comments:

Blogger Esox lucius said...

æjjj elskan mín... gangi þér vel að losna við streptókokkana
þú átt mína fyllstu samúð..
stafasúpa rokkar
:)

föstudagur, maí 19, 2006 7:25:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ef það hjálpar þá hefur mér sjaldan liðið jafn lamandi ömurlega og akkurat núna.

föstudagur, maí 19, 2006 11:05:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

....að borða rakvélablöð er víst besta lýsingin á því að borða með streptókokka...

Stafaðu eitthvað með stafasúpunni, þá hverfur gleðin ekki alveg.

sunnudagur, maí 21, 2006 7:37:00 e.h.  
Blogger Sunna said...

Er ég EINI vinur þinn sem er ekki að kúka á sig úr þunglyndi? djís!

Engu að síður, ég finn til með þér, ber meira að segja væga samúðarverki en ég held að það sé afþví að í fyllsku minni endaði ég uppi með að gera metal cover af land og sonum lögum og I'll be the first to tell you, það er sko bara ekkert gott fyrir mann...

Láttu þér batna svo við getum tjúttað og samið tónlist töööss <3

mánudagur, maí 22, 2006 5:53:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey, Lover, you should come over er mitt þunglyndislag. Back off, bitch. Bættu Flamenco sketches við og við skulum tala saman.

En gangi þér vel með kokkana. Báða tvo.

mánudagur, maí 22, 2006 7:19:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fkn pwnaði þig í stæ og ísl.

mánudagur, maí 22, 2006 10:57:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Lol nei! It was you that got PWND!

þriðjudagur, maí 23, 2006 1:48:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

öh... nei?

miðvikudagur, maí 24, 2006 12:00:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home