miðvikudagur, janúar 25, 2006

Furðulegt.

Heyja fólk, ég er farin að verða ofurdugleg í þessu.
Í dag gerðist svolítið skrítið, að mér fannst. Ég sat í rólegheitum í skólanum og skoðaði gjaldfrjálst blað Svarta Kortsins (að ég held) þegar ég rakst á lítið horn þar sem fjallað var um plötur sem kæmu út á næsta leiti. Þetta væri ekki frásögum færandi nema hvað að það stóð í dálknum að platan ...Is A Real Boy með hljómsveitinni Say Anything væri bráðlega að koma út, og lofaði góðu. Þetta kom mér virkilega á óvart þar sem að ég hef átt nokkur lög af þessarri plötu í rúmt ár, eða frá því í 10. bekk...

Kannski er ég ein um það að finnast þetta merkilegt, who cares? Ég mæli allaveganna með disknum til allra áhugasamra, hann er voða fresh. Hér getið þið svo hlustað á nokkur lög með hljómsveitinni. Allt voða teknó.

Kv. Andrea

mánudagur, janúar 23, 2006

How do you do it?

Make me feel like I do?

Mér er sama þótt ykkur finnist það lame, en ég hlusta á Incubus og annað "meinstrím" drasl og mér finnst það bara foooookin' ágætt. Ég ætti eiginlega að vera að lesa Gylfaginningu en ég finn mig knúna til þess að gera það ekki. Það er eitthvað með stjórnun og vald, fyrst mér er skipað að lesa hana langar mig ekki til þess, en almennt séð hef ég mjög gaman að goðafræði. Ég heillast líka að erfiði. Mér finnst erfiðir hlutir oft á tíðum skemmtilegri en auðveldir og auðfengnir hlutir. Sama með fólk. Ég eyði litlum tíma í auðvelt fólk. Svona fólk sem manni lyndir auðveldlega við og er alltaf opið fyrir nýjum vinum. Ég þarf smá challange. Erfitt fólk hrífur mig. Fólk sem að á erfitt með að tjá sig, eignast vini eða er jafnvel fjandsamlegt, langar mig -einhverra hluta vegna- að umgangast. Því flóknari, því betri. Ég vil helst hafa vini mína flóknari en Rubik's Cube. Það gerir bara listina að mannlegum samskiptum svo helmingi skemmtilegri.

Romance in Durango. Þetta lag... það er fast í hausnum á mér. Frá því að ég heyrði það fyrst, sem var fyrir nokkrum árum, hefur það haldið föstu taki um heilann á mér. Ætli það hafi ekki verið þegar ég var í 9 bekk. Mamma og ég sátum inn í tölvuherbergi og hún var að tengja plötuspilarann. Ég valdi plötu úr kassanum af handahófi og fyrir valinu var Desire hans Dylans. Ókey, í sannleikan sagt valdi ég fyrst Jólaball með Dengsa og félögum en ég var ekki í miklu jólaskapi í maí. Þegar ég tók upp snjáð plötuumslagið hugsaði ég með mér hve maðurinn væri nú óheppinn í framan, en við seinni áhorf venst hann auganu. Mamma fékk plötuna í fermingargjöf frá strák sem var virkilega hrifinn af henni. Hún kunni ekki að meta gjöfina fyrr en miklu seinna, sagði hún mér svo, og fannst ekki mikið til þessarar fermingargjafar koma. Við hlustuðum á B-hliðina saman á meðan mamma lét renna í bað. Þá heyrði ég fyrst lagið. Við fyrstu hlustun stóð reyndar uppáhalds lag mömmu, Sara, uppúr... en nokkrum dögum síðar heyrði ég lagið aftur og mér fannst ég hafa hlustað á það milljón sinnum áður, en gat þó ekki fengið leið á því. Ég hlustaði á það aftur og aftur og í við hverja hlustun sogaðist ég meira inn í það. Og geri það ennþá. Ég sé fyrir mér parið á flótta, landamærin í Mexico, inn með fjalllendi Perú og inn í eyðimerkur Chile. Ég finn fyrir hitanum, sandinum, finn lykt af kryddi og sé fyrir mér fallegt sólarlagið. Forboðin ást, morð, tangó og rósir. Buenos Aires. Hvað veit ég samt? Ekki mikið, þetta gæti gerst í Alaska fyrir mér. Kannski er ég bara búin að lesa of margar Isabel Allende töfraraunsæisbækur, en þetta hljómar allt svo... rómantískt. Það liggur við að ég fái fiðring í magann. Ég vorkenni þeim sem lásu þetta allt í gegn en hafa aldrei heyrt lagið... sorrý.

Mælieiningar. Ég bý til mínar eigin mælieiningar. Til að sjá verðgildi peninganna minna, og læra að virða þá, mæli ég þá í hlutum sem ég girnist. Þegar ég er að vinna mæli ég eina vakt sem einn og hálfan geisladisk. Ég mæli líka klinkið mitt í kókdósum, eða lítramagni af kók úr Nettó. Sama með tíma, ef ég er til dæmis að bíða eftir strætó. Það er reyndar mismunandi, en oftast mæli ég biðtímann í hversu oft ég get hlustað á Viðrar vel til loftárása. Á morgnana mæli ég tímann í Snooze-einingum, það er að segja hversu oft ég get ýtt á snoozetakkann áður en ég missi af strætó. Er ég kolklikkuð eða eru fleiri sem gera þetta? Ég veit að Hildur gerir þetta líka, en hún er líka amaba svo það telst ekki með.

Eitt að lokum. Ég er hrædd um að ég sé haldin valkvíða á háu stigi. Ef það er á annað borð til, kannski var Erla Dóra bara að búa þetta til svo hún fengi meðaumkun mína. En ef það er til... gæti vel verið að ég sé svolítið insein in þí meinbrein. Það er mér bara lífsins ómögulegt að velja. Hvort sem það er um sokka, nammi eða fólk. Ég get bara ekki ákveðið mig og haldið mig við eina ákvörðun. Þetta er farið að verða mikið vandamál og strákarnir í Maraþaraborg hafa ekki endalausa þolinmæði. Ætli það sé hægt að fá lyf við þessu? Erla virðist þó hafa getað valið sér strák...

Kv.Andrea

laugardagur, janúar 21, 2006

Það sem ekki má gera og ekki segja.

Æ, úbs. Ég gerði það aftur? Það veit ég ekki. Ég veit hinsvegar að mig langar í sveittan hamborgara og mig langar ekki í vinnuna. Mig langar að leggjast niður og liggja í nokkra daga. Leyfa heiminum að gleyma mér í smá stund og vera ein, með engar áhyggjur eða skildur. Ég hata skildur. Stundum reynir maður að vera rosa fullorðinn en það er bara leiðinlegt. Inní mér er ég bara lítill krakki og ég nenni ekki að vera í vinnu og skóla. Ég vildi að ég væri köttur, þá væri allt miklu auðveldara.

Ég er ekki búin að blogga neitt í langan tíma. Ég hef ekkert að blogga um, ekki einu sinni núna. Lífið er búið að setjast í kerfisbundna ró sem inniheldur svefn, skóla, vinnu og badminton. Kannski smá bretti, á meðan veður leyfir. Annars snéri ég mig svo svakalega síðast þegar ég fór (sem var á fimmtudaginn) að ég veit ekki hvort ég treysti mér aftur í bráð. Hnéð er stokkbólgið og ég er öll útí marblettum. Snjóbretti ekki jaðaríþrótt? Hmmm... Kannski bara marblettasport. Hvað sem því líður, þá er aðalböggið útgjöldin við þetta. Rútan kostar núna 1000 kr. en ekki 500 kr. eins og það var alltaf. Og samkvæmt Bláfjallapakkinu er ég fullorðin, svo það eru enn meiri útgjöld en venjulega. Ekkert smá lame pakk.

Á öðrum nótum, þá er ég að drukkna í heimalærdómi. Dönskum heimalærdómi, til að vera nákvæm. Ég væri mjög til í að fljóta bara í gegnum áfangann á svona 6 en nei nei. Það get ég ekki gert. Móðir mín setti mér þá afarkosti að ef ég fengi yfir 7 í dönsku þá mætti ég fara á Hróaskeldu. Ég ætla á Hróaskeldu, og það þýðir að ég þurfi að klára fjandans lærdóminn. Og stunda námið af innileika. Ég veit ekki hvort mér sé það fært. Ég veit ekki hvort þetta var málfræðilega rétt. Mér er líka alveg sama. Ívari er samt örugglega ekki sama. Hann er líka plebbz. Nei nei, ég segi bara svona. Hann er ágætur.

Það sem er hip og kúl þessa dagana er: Panic! At The Disco, Johnson's baby oil og tónlistin úr La Marche de l'Empereur.
Það
sem er ekki hip og kúl þessa dagana er: nýju hliðin í Kóngsgili, vöðvabólga og vinna á laugardögum.

Segjum þetta svo bara nóg í bili og þið megið vænta annarrar færslu frá mér eftir langan tíma, ef ég þekki mig rétt. Haldið inni þvaginu krakkar, ég veit ég er góð en þið verðið bara að finna ykkur annað takmark í lífinu en að elska mig.

Kv.Andrea

sunnudagur, janúar 01, 2006

Áramótaheit eru fyrir portkonur.

Svo þetta er nýja árið. Árið hefur verið ja... áhugavert. Fullt af drasli sem vert er að minnast á og aðrir hlutir sem er ekki eins vert að minnast á. Í anda þess að íslenskir unglingar eru þunglyndir með meiru ætla ég að sömmóna liðna árinu í 3 orðum: fólk er fífl. Jú jú, góðir hlutir hafa líka átt sér stað á árinu en enda þeir ekki bara oftast illa? Verður nýja árið betra? Maður getur alltaf vonað, þó ég efi það. Ég held ég sé ekki tilbúin fyrir aðra önn í húsi hégómans. Mig langar helst að klifra upp í fjöllin, eins og herra Hilmir. Nema bara ekki fara niður aftur. Ef ég væri ekki svona háð samfélaginu væri ég löngu farin. En við verðum að sætta okkur við staðreyndirnar. Það eru ekki seldir MacDonalds hamborgarar uppí fjöllum.

Ég skemmti mér ágætlega í nótt. Fyrir þá sem hafa áhuga þá sprengdi ég allskonar hluti, drakk allskonar drykki og hitti allskonar fólk. Mestmegnis frændfólk og vinkonur. Planið var alltaf að fara niður í Haukalind og spila Kvikmyndaspilið með Hildi og hennar fríða föruneiti en ég kíkti óvart inní Haukalind 12 í leiðini og þar kom mér margt spánskt fyrir sjónum. Reyndar ekki, en aukaatriði. Ég fór sumsé þangað að leita uppi ástkonu mína og hljómsveitarmeðlim (*fliss* ég sagði limur!), Sunnu. Í miðri Haukalindinni sáum við svo tvær týndar stúlkur, á leið okkar til Hildar. Þær spurðu okkur hvort við vissum hvar Hásalir væru. Það fannst mér fyndið. Ég sagði henni að ég ætti heima þar. Kom í ljós að þessar stúlkur voru að fara heim til mín í partí. Þær eltu okkur, fólkið sem veit leiðina. Við vitum leiðina og við sjáum ljósið. Þegar heim komið var klukkan orðin margt og ma petite tête var orðinn þungur sömuleiðis. Dorkus Barty hélt sýna fyrstu tónleika fyrir spenntan áhorfanda. Toppur kvöldsins var líklegast þegar við öskruðum úr okkur lungun við ljúfa undirtóna Death Cab, okkar útgáfu af The New Year. "SVO ÞETTA ER NÝÁRIÐ OG MÉR LÍÐUR AAAALVEG EIIINS!", voru eflaust orðin sem að vöktu fólkið í næsta herbergi. Eftir þann tímapunkt er allt svolítið óljóst... ég veit reyndar að við spiluðum aldrei Kvikmyndaspilið og mér þykir það leitt, Hildur. Geturu fundið það í þér að fyrirgefa mér?

Við Sunna vöknuðum svo einhvertíman í dag og ég hef verið að slæpast um og vera mygluð í allan dag. Ég horfði meira að segja á Ríkissjónvarpið í nokkrar klukkustundir. Og bruddi verkjalyf eins og smartíes. Ekki það að ég hafi verið þunn, mig langaði bara svo í íbúfen ;) ... Ég strengdi ekki nein áramótaheit. Ég sé ekki tilganginn í því, það heldur þau enginn. Þau gera mann bara leiðan þegar maður fattar að þeir hlutir sem maður vill gera eru settir saman í kjánaleg áramótaheit, og maður veit fyrirfram að ekkert muni gerast. Og það eru 4 dagar í skólann. Ég velti því fyrir mér hvar allur snjórinn er, mig langar á bretti. Ég þarfnast þess. Ég þarfnast líka koffíns, og þessvegna segjum við þessa færslu nógu langa fyrir prent, og ég er farin að fá mér kók.

Kv.Andrea