sunnudagur, janúar 01, 2006

Áramótaheit eru fyrir portkonur.

Svo þetta er nýja árið. Árið hefur verið ja... áhugavert. Fullt af drasli sem vert er að minnast á og aðrir hlutir sem er ekki eins vert að minnast á. Í anda þess að íslenskir unglingar eru þunglyndir með meiru ætla ég að sömmóna liðna árinu í 3 orðum: fólk er fífl. Jú jú, góðir hlutir hafa líka átt sér stað á árinu en enda þeir ekki bara oftast illa? Verður nýja árið betra? Maður getur alltaf vonað, þó ég efi það. Ég held ég sé ekki tilbúin fyrir aðra önn í húsi hégómans. Mig langar helst að klifra upp í fjöllin, eins og herra Hilmir. Nema bara ekki fara niður aftur. Ef ég væri ekki svona háð samfélaginu væri ég löngu farin. En við verðum að sætta okkur við staðreyndirnar. Það eru ekki seldir MacDonalds hamborgarar uppí fjöllum.

Ég skemmti mér ágætlega í nótt. Fyrir þá sem hafa áhuga þá sprengdi ég allskonar hluti, drakk allskonar drykki og hitti allskonar fólk. Mestmegnis frændfólk og vinkonur. Planið var alltaf að fara niður í Haukalind og spila Kvikmyndaspilið með Hildi og hennar fríða föruneiti en ég kíkti óvart inní Haukalind 12 í leiðini og þar kom mér margt spánskt fyrir sjónum. Reyndar ekki, en aukaatriði. Ég fór sumsé þangað að leita uppi ástkonu mína og hljómsveitarmeðlim (*fliss* ég sagði limur!), Sunnu. Í miðri Haukalindinni sáum við svo tvær týndar stúlkur, á leið okkar til Hildar. Þær spurðu okkur hvort við vissum hvar Hásalir væru. Það fannst mér fyndið. Ég sagði henni að ég ætti heima þar. Kom í ljós að þessar stúlkur voru að fara heim til mín í partí. Þær eltu okkur, fólkið sem veit leiðina. Við vitum leiðina og við sjáum ljósið. Þegar heim komið var klukkan orðin margt og ma petite tête var orðinn þungur sömuleiðis. Dorkus Barty hélt sýna fyrstu tónleika fyrir spenntan áhorfanda. Toppur kvöldsins var líklegast þegar við öskruðum úr okkur lungun við ljúfa undirtóna Death Cab, okkar útgáfu af The New Year. "SVO ÞETTA ER NÝÁRIÐ OG MÉR LÍÐUR AAAALVEG EIIINS!", voru eflaust orðin sem að vöktu fólkið í næsta herbergi. Eftir þann tímapunkt er allt svolítið óljóst... ég veit reyndar að við spiluðum aldrei Kvikmyndaspilið og mér þykir það leitt, Hildur. Geturu fundið það í þér að fyrirgefa mér?

Við Sunna vöknuðum svo einhvertíman í dag og ég hef verið að slæpast um og vera mygluð í allan dag. Ég horfði meira að segja á Ríkissjónvarpið í nokkrar klukkustundir. Og bruddi verkjalyf eins og smartíes. Ekki það að ég hafi verið þunn, mig langaði bara svo í íbúfen ;) ... Ég strengdi ekki nein áramótaheit. Ég sé ekki tilganginn í því, það heldur þau enginn. Þau gera mann bara leiðan þegar maður fattar að þeir hlutir sem maður vill gera eru settir saman í kjánaleg áramótaheit, og maður veit fyrirfram að ekkert muni gerast. Og það eru 4 dagar í skólann. Ég velti því fyrir mér hvar allur snjórinn er, mig langar á bretti. Ég þarfnast þess. Ég þarfnast líka koffíns, og þessvegna segjum við þessa færslu nógu langa fyrir prent, og ég er farin að fá mér kók.

Kv.Andrea

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég fyrirgef allt... eða þust skilru

sunnudagur, janúar 01, 2006 8:15:00 e.h.  
Blogger Esox lucius said...

ég held að ég sé soldið hrædd um þig andrea mín... "mig langaði bara í íbúfen";)

mánudagur, janúar 02, 2006 4:21:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég man þegar Óli kallaði mig portkonu. Ég strengi samt ekki áramótaheit.. au fara bara í vaskinn.

Þögul loforð til mín eru betri.

föstudagur, janúar 06, 2006 2:20:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað er portkona

miðvikudagur, janúar 11, 2006 6:26:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Flettu því upp á Skaramúss og sannleikurinn mun afflækjast!

(flettu því samt í alvörunni upp á skaramúss. Prófaðu svo að fletta upp... mella, hóra, vændiskona og svo framvegis)

fimmtudagur, janúar 12, 2006 4:09:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home