Það sem ekki má gera og ekki segja.
Æ, úbs. Ég gerði það aftur? Það veit ég ekki. Ég veit hinsvegar að mig langar í sveittan hamborgara og mig langar ekki í vinnuna. Mig langar að leggjast niður og liggja í nokkra daga. Leyfa heiminum að gleyma mér í smá stund og vera ein, með engar áhyggjur eða skildur. Ég hata skildur. Stundum reynir maður að vera rosa fullorðinn en það er bara leiðinlegt. Inní mér er ég bara lítill krakki og ég nenni ekki að vera í vinnu og skóla. Ég vildi að ég væri köttur, þá væri allt miklu auðveldara.
Ég er ekki búin að blogga neitt í langan tíma. Ég hef ekkert að blogga um, ekki einu sinni núna. Lífið er búið að setjast í kerfisbundna ró sem inniheldur svefn, skóla, vinnu og badminton. Kannski smá bretti, á meðan veður leyfir. Annars snéri ég mig svo svakalega síðast þegar ég fór (sem var á fimmtudaginn) að ég veit ekki hvort ég treysti mér aftur í bráð. Hnéð er stokkbólgið og ég er öll útí marblettum. Snjóbretti ekki jaðaríþrótt? Hmmm... Kannski bara marblettasport. Hvað sem því líður, þá er aðalböggið útgjöldin við þetta. Rútan kostar núna 1000 kr. en ekki 500 kr. eins og það var alltaf. Og samkvæmt Bláfjallapakkinu er ég fullorðin, svo það eru enn meiri útgjöld en venjulega. Ekkert smá lame pakk.
Á öðrum nótum, þá er ég að drukkna í heimalærdómi. Dönskum heimalærdómi, til að vera nákvæm. Ég væri mjög til í að fljóta bara í gegnum áfangann á svona 6 en nei nei. Það get ég ekki gert. Móðir mín setti mér þá afarkosti að ef ég fengi yfir 7 í dönsku þá mætti ég fara á Hróaskeldu. Ég ætla á Hróaskeldu, og það þýðir að ég þurfi að klára fjandans lærdóminn. Og stunda námið af innileika. Ég veit ekki hvort mér sé það fært. Ég veit ekki hvort þetta var málfræðilega rétt. Mér er líka alveg sama. Ívari er samt örugglega ekki sama. Hann er líka plebbz. Nei nei, ég segi bara svona. Hann er ágætur.
Það sem er hip og kúl þessa dagana er: Panic! At The Disco, Johnson's baby oil og tónlistin úr La Marche de l'Empereur.
Það sem er ekki hip og kúl þessa dagana er: nýju hliðin í Kóngsgili, vöðvabólga og vinna á laugardögum.
Segjum þetta svo bara nóg í bili og þið megið vænta annarrar færslu frá mér eftir langan tíma, ef ég þekki mig rétt. Haldið inni þvaginu krakkar, ég veit ég er góð en þið verðið bara að finna ykkur annað takmark í lífinu en að elska mig.
Kv.Andrea
Ég er ekki búin að blogga neitt í langan tíma. Ég hef ekkert að blogga um, ekki einu sinni núna. Lífið er búið að setjast í kerfisbundna ró sem inniheldur svefn, skóla, vinnu og badminton. Kannski smá bretti, á meðan veður leyfir. Annars snéri ég mig svo svakalega síðast þegar ég fór (sem var á fimmtudaginn) að ég veit ekki hvort ég treysti mér aftur í bráð. Hnéð er stokkbólgið og ég er öll útí marblettum. Snjóbretti ekki jaðaríþrótt? Hmmm... Kannski bara marblettasport. Hvað sem því líður, þá er aðalböggið útgjöldin við þetta. Rútan kostar núna 1000 kr. en ekki 500 kr. eins og það var alltaf. Og samkvæmt Bláfjallapakkinu er ég fullorðin, svo það eru enn meiri útgjöld en venjulega. Ekkert smá lame pakk.
Á öðrum nótum, þá er ég að drukkna í heimalærdómi. Dönskum heimalærdómi, til að vera nákvæm. Ég væri mjög til í að fljóta bara í gegnum áfangann á svona 6 en nei nei. Það get ég ekki gert. Móðir mín setti mér þá afarkosti að ef ég fengi yfir 7 í dönsku þá mætti ég fara á Hróaskeldu. Ég ætla á Hróaskeldu, og það þýðir að ég þurfi að klára fjandans lærdóminn. Og stunda námið af innileika. Ég veit ekki hvort mér sé það fært. Ég veit ekki hvort þetta var málfræðilega rétt. Mér er líka alveg sama. Ívari er samt örugglega ekki sama. Hann er líka plebbz. Nei nei, ég segi bara svona. Hann er ágætur.
Það sem er hip og kúl þessa dagana er: Panic! At The Disco, Johnson's baby oil og tónlistin úr La Marche de l'Empereur.
Það sem er ekki hip og kúl þessa dagana er: nýju hliðin í Kóngsgili, vöðvabólga og vinna á laugardögum.
Segjum þetta svo bara nóg í bili og þið megið vænta annarrar færslu frá mér eftir langan tíma, ef ég þekki mig rétt. Haldið inni þvaginu krakkar, ég veit ég er góð en þið verðið bara að finna ykkur annað takmark í lífinu en að elska mig.
Kv.Andrea
7 Comments:
Þú ættir að vera skIldug að læra stafsetningu. Sé þarna ætti að vera er held ég.
Já, eftir að við Arnór leiðréttum alltaf það sem þú sagðir litli ofurkjúttlíngurinn minn.
Hróarskelda gerir mér lífið leitt.
Þið megið rotna!
Gummi, ég skil ekki orð af því sem þú segir.
Hildur... vertu þá bara svartsýn! Ég veit ég skil ekki en þú gætir allaveganna spurt áður en þú ferð að óska okkur rotnunar og þvíumlíku.
Það sem ég meinti er að það er oftast skrifað "skylda". Svo meinti ég að "sé", ætti að vera "er". Þú spurðir nú einu sinni. Annars gæti það verið rangt hjá mér. Sem er þó ofur-ólíklegt
Þú lifir of auðveldu lífi... rotnun
ég sakna þín svo mikið að það meiðir stundum , ´lífið mitt hefur engan tilgang án bloggsins þíns. Hróaskelda smóaskelda .... ekkert gaman á viðburðum sem innihalda ekki mig ... skil ekkert í ykkur
Skrifa ummæli
<< Home