miðvikudagur, janúar 25, 2006

Furðulegt.

Heyja fólk, ég er farin að verða ofurdugleg í þessu.
Í dag gerðist svolítið skrítið, að mér fannst. Ég sat í rólegheitum í skólanum og skoðaði gjaldfrjálst blað Svarta Kortsins (að ég held) þegar ég rakst á lítið horn þar sem fjallað var um plötur sem kæmu út á næsta leiti. Þetta væri ekki frásögum færandi nema hvað að það stóð í dálknum að platan ...Is A Real Boy með hljómsveitinni Say Anything væri bráðlega að koma út, og lofaði góðu. Þetta kom mér virkilega á óvart þar sem að ég hef átt nokkur lög af þessarri plötu í rúmt ár, eða frá því í 10. bekk...

Kannski er ég ein um það að finnast þetta merkilegt, who cares? Ég mæli allaveganna með disknum til allra áhugasamra, hann er voða fresh. Hér getið þið svo hlustað á nokkur lög með hljómsveitinni. Allt voða teknó.

Kv. Andrea

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

C'mon fólk... sýnið smá áhuga! Svo er líka færsa fyrir neðan... mig langar í kóment :(

föstudagur, janúar 27, 2006 4:03:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Thins that are not hidden, are things that will be seen. I know everything, I know all. I know where you have been.

Write that down.

föstudagur, janúar 27, 2006 11:14:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég kommentaði á færsluna fyrir neðan fyrir löngu. Ég hef lítið að segja um say anything. Það bíður betri tíma.

laugardagur, janúar 28, 2006 8:25:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst Hildur svöl *aðdáun*
og þarna var ekki að finna neina kaldhæðni

mánudagur, janúar 30, 2006 9:31:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home