mánudagur, janúar 23, 2006

How do you do it?

Make me feel like I do?

Mér er sama þótt ykkur finnist það lame, en ég hlusta á Incubus og annað "meinstrím" drasl og mér finnst það bara foooookin' ágætt. Ég ætti eiginlega að vera að lesa Gylfaginningu en ég finn mig knúna til þess að gera það ekki. Það er eitthvað með stjórnun og vald, fyrst mér er skipað að lesa hana langar mig ekki til þess, en almennt séð hef ég mjög gaman að goðafræði. Ég heillast líka að erfiði. Mér finnst erfiðir hlutir oft á tíðum skemmtilegri en auðveldir og auðfengnir hlutir. Sama með fólk. Ég eyði litlum tíma í auðvelt fólk. Svona fólk sem manni lyndir auðveldlega við og er alltaf opið fyrir nýjum vinum. Ég þarf smá challange. Erfitt fólk hrífur mig. Fólk sem að á erfitt með að tjá sig, eignast vini eða er jafnvel fjandsamlegt, langar mig -einhverra hluta vegna- að umgangast. Því flóknari, því betri. Ég vil helst hafa vini mína flóknari en Rubik's Cube. Það gerir bara listina að mannlegum samskiptum svo helmingi skemmtilegri.

Romance in Durango. Þetta lag... það er fast í hausnum á mér. Frá því að ég heyrði það fyrst, sem var fyrir nokkrum árum, hefur það haldið föstu taki um heilann á mér. Ætli það hafi ekki verið þegar ég var í 9 bekk. Mamma og ég sátum inn í tölvuherbergi og hún var að tengja plötuspilarann. Ég valdi plötu úr kassanum af handahófi og fyrir valinu var Desire hans Dylans. Ókey, í sannleikan sagt valdi ég fyrst Jólaball með Dengsa og félögum en ég var ekki í miklu jólaskapi í maí. Þegar ég tók upp snjáð plötuumslagið hugsaði ég með mér hve maðurinn væri nú óheppinn í framan, en við seinni áhorf venst hann auganu. Mamma fékk plötuna í fermingargjöf frá strák sem var virkilega hrifinn af henni. Hún kunni ekki að meta gjöfina fyrr en miklu seinna, sagði hún mér svo, og fannst ekki mikið til þessarar fermingargjafar koma. Við hlustuðum á B-hliðina saman á meðan mamma lét renna í bað. Þá heyrði ég fyrst lagið. Við fyrstu hlustun stóð reyndar uppáhalds lag mömmu, Sara, uppúr... en nokkrum dögum síðar heyrði ég lagið aftur og mér fannst ég hafa hlustað á það milljón sinnum áður, en gat þó ekki fengið leið á því. Ég hlustaði á það aftur og aftur og í við hverja hlustun sogaðist ég meira inn í það. Og geri það ennþá. Ég sé fyrir mér parið á flótta, landamærin í Mexico, inn með fjalllendi Perú og inn í eyðimerkur Chile. Ég finn fyrir hitanum, sandinum, finn lykt af kryddi og sé fyrir mér fallegt sólarlagið. Forboðin ást, morð, tangó og rósir. Buenos Aires. Hvað veit ég samt? Ekki mikið, þetta gæti gerst í Alaska fyrir mér. Kannski er ég bara búin að lesa of margar Isabel Allende töfraraunsæisbækur, en þetta hljómar allt svo... rómantískt. Það liggur við að ég fái fiðring í magann. Ég vorkenni þeim sem lásu þetta allt í gegn en hafa aldrei heyrt lagið... sorrý.

Mælieiningar. Ég bý til mínar eigin mælieiningar. Til að sjá verðgildi peninganna minna, og læra að virða þá, mæli ég þá í hlutum sem ég girnist. Þegar ég er að vinna mæli ég eina vakt sem einn og hálfan geisladisk. Ég mæli líka klinkið mitt í kókdósum, eða lítramagni af kók úr Nettó. Sama með tíma, ef ég er til dæmis að bíða eftir strætó. Það er reyndar mismunandi, en oftast mæli ég biðtímann í hversu oft ég get hlustað á Viðrar vel til loftárása. Á morgnana mæli ég tímann í Snooze-einingum, það er að segja hversu oft ég get ýtt á snoozetakkann áður en ég missi af strætó. Er ég kolklikkuð eða eru fleiri sem gera þetta? Ég veit að Hildur gerir þetta líka, en hún er líka amaba svo það telst ekki með.

Eitt að lokum. Ég er hrædd um að ég sé haldin valkvíða á háu stigi. Ef það er á annað borð til, kannski var Erla Dóra bara að búa þetta til svo hún fengi meðaumkun mína. En ef það er til... gæti vel verið að ég sé svolítið insein in þí meinbrein. Það er mér bara lífsins ómögulegt að velja. Hvort sem það er um sokka, nammi eða fólk. Ég get bara ekki ákveðið mig og haldið mig við eina ákvörðun. Þetta er farið að verða mikið vandamál og strákarnir í Maraþaraborg hafa ekki endalausa þolinmæði. Ætli það sé hægt að fá lyf við þessu? Erla virðist þó hafa getað valið sér strák...

Kv.Andrea

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrstur.

Eitt heilræði.

Ákveddu þig áður en þú ferð útí maraþaraborg, og ef ekki, biddu um kók og láttu fólkið ná í það á meðan þú ákveður þig :)

ég veit, ég er klár.

mánudagur, janúar 23, 2006 11:56:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ewww... midgetporn

Ég hef ekki sagt þér frá því þegar ég var að vinna á sunnudaginn og stelpurnar í bakaríinu opnuðu sig fyrir mér og sögðust hafa beðið spenntar bakvið þegar ég var að sækja um og spurt starfsmannastjórann strax á eftir hvernig ég hefði verið. Hún svaraði að ég væri venjuleg og þær hoppuðu hæð sína því það að venjulegt fólk sæki um í bakaríinu, Suðurveri er víst mjög sjaldgæft.

Þegar ég heyrði þetta varð ég ekkert minna glöð en þegar stelpan í ensku kallaði mig "artsý" (með bros á vör þannig að það var í jákvæðum meiningi ef þér fannst þetta hljóma eins og meinyrði).
Ég er greinilega ekki með sama hugsunarhátt og Mena Suvari í American Beauty.

Ég held ég hafi ósköp lítið fleira að segja því í einum dálkinum hafði ég ekki heyrt umræðuefnið og í öðrum var ég ekki tekin með. Farvell!

þriðjudagur, janúar 24, 2006 8:32:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

...... valið ... tisk það var blygðunarkenndin og ekkert annað nema þá kannski skammdegisþunglyndið .... en já valkvíði er til .. þetta er mental sjúkdómur ... samúð takk

þriðjudagur, janúar 24, 2006 10:48:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home