fimmtudagur, desember 29, 2005

Slow syndrome...

Bonjour. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég sé þroskaheft. Það gæti alveg verið... Kannski ekki þroskaheft en það er eitthvað að mér. Ég geri allt svo hægt! Ég er skjaldbaka. Skjaldbökur eru frábær dýr, ekki misskilja mig. En svo fooookking slow. Og svoleiðis er ég líka. Mér finnst ég samt líkjast ketti meira en skjaldböku ef ég ætti að vera eitthvað dýr. En skjaldbaka er ég. Bæði á stærðfræði og söguprófinu mínu rann ég út á tíma. Ég hugsa líka hægt, fólk. Ég er líka geðveikislega slow í vinnunni. Geri allt miklu hægar. Það getur verið pirrandi.

Maður reynir auðvitað að byrja að ganga frá snemma þegar maður er einn en í dag hélt fólkið bara áfram að koma... og síðustu tveir viðskiptavinirnir komu inn 2 mínútum fyrir lokun, fengu sér sæti í matsalnum (þannig að ég gat ekki skúrað fyrir þeim) og þegar þeir vöru búnir að borða (notabene korter eftir lokun) ákváðu þeir að panta sér MEIRI mat "fyrir morgundaginn". Það gerði mig mjög leiða. Svo þurfti ég að ganga frá öllu ein og dræverinn fór STRAX og hann var búinn að skila posanum og nennti ekki einu sinni að stóla niður fyrir mig. Þetta varð til þess að ég missti af strætóinum mínum og þurfti að bíða úti í kuldanum í hálftíma. Það var fleira þennan dag sem að ég ætla ekki að fara út í en eins og stendur hef ég mjög litla trú á mannkynið. Svo þegar ég kom heim, klukkutíma eftir lokun, var læst. Seint og um síðir opnaði vinur bróðir míns fyrir mér, og skellti svo strax aftur á mig. Honum fannst það víst mega fyndið. I was not amused. Og þetta var allt útaf því að *ég* er skjaldbaka. Ætli ég gæti sótt um örorkubætur? Þetta eru ansi góð rök, verð ég að segja.

Kv.Andrea

mánudagur, desember 26, 2005

Kynlíf og borgarlíf.

Ég er mjög sorgmædd. Ég var búin að skrifa langt langt blogg um daginn og veginn en allt í einu ákvað tölvan mín að endurræsa sig, mjög spondant. Mig langar eiginlega ekki að skrifa það aftur... mig langar eiginlega bara að fara og gráta, ein í myrkrinu. En maður má ekki láta deigan síga... kannski ég geri örstutta færslu. Á meðan ég horfi á Sex and the City. Ég horfði á Eternal Sunshine áðan og fullt af myndum á undan henni... en hún hræði óvenjulega mikið fyrir annað áhorf. Svo er Pay it Forward í gangi á RÚV. Ég myndi horfa á hana en ég hata Haley Joel Osmond. Hann er lúði. Ég hef það samt á tilfinningunni að ég hafi séð myndina áður... Minnir mig á afhverju ég hata Haley. "Sjáið hvað ég er lítill og bláeygður, elskið mig!" GubbGubb.

, hvað það er heitt hérna. Jólin voru ágæt annars, fyrst þið spurðuð. Mér finnst spurðuð samt hljóma vitlaust. Kannski er það bara ég. Það skemmtilega við jólin er hversu líkami manns getur komið manni á óvart. Á aðeins 2 dögum hef ég blásið út eins og blaðra og það hjálpar ekki að ég er í rauðum bol núna. Mér líður svolítið eins og blöðru. Ég gæti þó laðað að mér trúða... og börn. Við vitum öll hversu mikið ég elska trúða og börn. HAHAHAHA! Litla bláeygða barnið dó! ... Ég er grimm grimm manneskja. Jæja, núna er öll dagskráin búin á öllum stöðvunum... Kannski það sé kominn tími á háttinn? Já. Ég fékk fínar jólagjafir en ég nenni samt eiginlega ekkert að tala um það. Fékk samt glorious sæng sem er rosa þykk og góð. Takk mamma :D

Kv.Andrea

miðvikudagur, desember 14, 2005

La vita è bella!

Húrra! Kvíði, pína og kvöl hafa séð fyrir enda sinn og í dag þreytti ég mitt síðasta lokapróf á þessarri önn. Yfir allt saman hefur mér gengið ágætlega í prófunum og ég er ekki að búast við falli í neinu. Ég er heldur ekki að búast við toppeinkunum í neinu svo það jafnar þetta út. En ég fékk samt sem áður út úr stöðuprófinu mínu í ensku áðan og ég fékk 6 einingar metnar! Það eru mjög góðar fréttir og þýðir að ég þarf ekki að taka kúkaáfangana 103 og 203 í ensku, en stekk beint upp í 303! Hipp hipp húrra, anybody? Þannig að núna er ég komin í jólafrí, það er ball í kvöld og við erum að líta fram á 26 einingar eftir þessa önn :D Mér finnst það magnað.

Á öðrum nótum þá er víðfræga hljómsveitin okkar Sunnu komin með heimasíðu, og ég mæli sterklega með því að allir sem vettlingi geta valdið fari og tjekki á henni. Slóðin er:

www.blog.central.is/dorkus_barty

Töff? ASS-KICKIN' TÖFF!! Algjörlega... Jæja, í tilefni af því að ég er komin í jólafrí ætla ég að fara og flokka Andrésblöðin mín. Mér finnst það ívið töff. Ekki reyna að stoppa mig!

Kv.Andrea

föstudagur, desember 09, 2005

EUREKA!

Það er komið.

Ég er búin að finna svarið. Nei, það er ekki 42. Svarið sem við erum öll að leita að en enginn finnur. Hver er ástæðan fyrir tilveru okkar?

Undirbúið ykkur fyrir hrottafenginn sannleikann sem kemur eins óvænt og blaut tuska með sinnepslykt í andlitið á ykkur.

VIÐ ERUM ÖLL ÖMURLEG. C'mon, þið getið ekki neitað því.

Kv.Andrea

föstudagur, desember 02, 2005

Þú færð sko ekki að sofa hjá mér!

Þegar ég er í strætó byrja ég rosa mikið að blogga í hausnum á mér. Svo gleymi ég því flestu þegar ég kem inn. Mér finnst oftast frekar gaman í strætó, svo lengi sem ég þurfi ekki að bíða eftir honum í meira en 20 mínútur.

Topp 5 lög til að hlusta á í strætó:

1. In the waiting line - Zero 7
2. Where I end and you begin (The sky is falling in) - Radiohead
3. Ex Factor - Lauren Hill (hún er töffari, mmkey? Viðurkennið það ellegar verðið hnífuð)
4. Sleep Spent - Death Cab For Cutie
5. Viðrar vel til loftárása - Sigur Rós

Svo er allur Desire diskurinn hans Dylans frekar næs fyrir langar strætóferðir. Til að njóta strætóferðanna í botn er svo best að vera vel dúaður með stóran trefil og draga nokkrar ýsur aftast í kósí hornsæti strætósins. Það er sko "really nice" eins og útlendingarnir myndu segja. Ég veit samt eiginlega ekkert hvað þeir myndu segja... afþví að þeir fara kannski ekkert rosa oft í íslenska strætóa til að sofa... en hvað veit ég?

Annars er ég byrjuð í prófum. Vonandi er ég ekki fallin í frönsku 203, mér gekk skítsæmilega á prófinu. Annað fréttnæmt er að mín fær að taka stöðuprófið í ensku. Fyrst um sinn ætluðu þurrkunturnar upp á skrifstofu ekki að leyfa mér að taka það en svo hringdi hún mamma köggull í konrektor og sýndi henni hvar Davíð keypti ölið. Já, hún mamma mín, hún er sterkust í öllum heiminum! Ef einhver ögrar henni verður sá hinn sami löðrungaður í frumeindir. Fékk 9 í hagfræði og allt! (ég er svo stolt af henni). Svo á ég bara eftir að rúlla upp afgangnum af prófunum. Koma tímar, koma ár, brátt verður Andrea fáránlega einingarík.

Kv.Andrea