mánudagur, desember 26, 2005

Kynlíf og borgarlíf.

Ég er mjög sorgmædd. Ég var búin að skrifa langt langt blogg um daginn og veginn en allt í einu ákvað tölvan mín að endurræsa sig, mjög spondant. Mig langar eiginlega ekki að skrifa það aftur... mig langar eiginlega bara að fara og gráta, ein í myrkrinu. En maður má ekki láta deigan síga... kannski ég geri örstutta færslu. Á meðan ég horfi á Sex and the City. Ég horfði á Eternal Sunshine áðan og fullt af myndum á undan henni... en hún hræði óvenjulega mikið fyrir annað áhorf. Svo er Pay it Forward í gangi á RÚV. Ég myndi horfa á hana en ég hata Haley Joel Osmond. Hann er lúði. Ég hef það samt á tilfinningunni að ég hafi séð myndina áður... Minnir mig á afhverju ég hata Haley. "Sjáið hvað ég er lítill og bláeygður, elskið mig!" GubbGubb.

, hvað það er heitt hérna. Jólin voru ágæt annars, fyrst þið spurðuð. Mér finnst spurðuð samt hljóma vitlaust. Kannski er það bara ég. Það skemmtilega við jólin er hversu líkami manns getur komið manni á óvart. Á aðeins 2 dögum hef ég blásið út eins og blaðra og það hjálpar ekki að ég er í rauðum bol núna. Mér líður svolítið eins og blöðru. Ég gæti þó laðað að mér trúða... og börn. Við vitum öll hversu mikið ég elska trúða og börn. HAHAHAHA! Litla bláeygða barnið dó! ... Ég er grimm grimm manneskja. Jæja, núna er öll dagskráin búin á öllum stöðvunum... Kannski það sé kominn tími á háttinn? Já. Ég fékk fínar jólagjafir en ég nenni samt eiginlega ekkert að tala um það. Fékk samt glorious sæng sem er rosa þykk og góð. Takk mamma :D

Kv.Andrea

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mmm... tölvur og boot fara illa saman.

Ég elska kvikmyndaspilið.
Hver getur leikið við okkur á áramótunum svo, veistu það?
Þurfa helst að vera a.m.k. fjórir til samans.
Það var erfitt að spila við Önnu Láru og Bergrúnu.
Sérstaklega þar sem það besta sem Bergrún fann var miss Congeniality og 40 Days & 40 Nights.

Hey, ég var að horfa á Radiohead live at the Astoria í nótt og tók eftir því að ég gaf þér Thom Yorke bol án minnar vitundar.
Hversu töff er það?
Mig langar líka í þannig.

Haha!!
Kóðinn sem ég þarf að skrifa hér að neðan er "oiiiajrn"
Kómískt!!

mánudagur, desember 26, 2005 7:56:00 f.h.  
Blogger Gummi said...

"Osmond" litli er mun betri leirkeri en þú og hafðu það! (Leirkeri, náðuð þið þessu?) Hann er góður leikari. Betri en Daniel litli Potter.

mánudagur, desember 26, 2005 6:58:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Andrea gæti vel verið ágætis leirkeri.

mánudagur, desember 26, 2005 7:05:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Ég þarf ekkert að vera betri en hann til að geta gagnrýnt hann. Hann er bara f00kin lame gaur, og mér finnst hann asnalegur.

mánudagur, desember 26, 2005 10:53:00 e.h.  
Blogger Gummi said...

Hann er svo sætur!

mánudagur, desember 26, 2005 11:30:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home