miðvikudagur, desember 14, 2005

La vita è bella!

Húrra! Kvíði, pína og kvöl hafa séð fyrir enda sinn og í dag þreytti ég mitt síðasta lokapróf á þessarri önn. Yfir allt saman hefur mér gengið ágætlega í prófunum og ég er ekki að búast við falli í neinu. Ég er heldur ekki að búast við toppeinkunum í neinu svo það jafnar þetta út. En ég fékk samt sem áður út úr stöðuprófinu mínu í ensku áðan og ég fékk 6 einingar metnar! Það eru mjög góðar fréttir og þýðir að ég þarf ekki að taka kúkaáfangana 103 og 203 í ensku, en stekk beint upp í 303! Hipp hipp húrra, anybody? Þannig að núna er ég komin í jólafrí, það er ball í kvöld og við erum að líta fram á 26 einingar eftir þessa önn :D Mér finnst það magnað.

Á öðrum nótum þá er víðfræga hljómsveitin okkar Sunnu komin með heimasíðu, og ég mæli sterklega með því að allir sem vettlingi geta valdið fari og tjekki á henni. Slóðin er:

www.blog.central.is/dorkus_barty

Töff? ASS-KICKIN' TÖFF!! Algjörlega... Jæja, í tilefni af því að ég er komin í jólafrí ætla ég að fara og flokka Andrésblöðin mín. Mér finnst það ívið töff. Ekki reyna að stoppa mig!

Kv.Andrea

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

...ég er ekki hrifin

miðvikudagur, desember 14, 2005 9:32:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Hvað áttu við?!

Kv.Andrea

fimmtudagur, desember 15, 2005 5:15:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

1. Ég fék kekki að taka stöðuprófið og ég tel mig hafa jafnmikinn rétt til þess.. ég vil helst bara hafa eins lítil samskipti við móður mína og ég get.

2.Ég fíla ekki svona gleði

3.Ég meika ekki Dorkus Barty.. Clervertoy er miklu flottari.. ég verð þá bara ein...

fimmtudagur, desember 15, 2005 6:46:00 e.h.  
Blogger Andrea said...

Vá, ef þú ætlar að vera svona f00kin fúl og leiðinleg þá skal ég bara láta þig í friði. :(

fimmtudagur, desember 15, 2005 11:47:00 e.h.  
Blogger Benedikta said...

Vá Hildur, Cheer the fuck up will ya? Common, þúrt komin í jólafrí! jeij!

og Dorkus Barty rúlar, ég er grúppía ^^

*ullar*

föstudagur, desember 16, 2005 12:03:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

IaMnOTaMuSeD

föstudagur, desember 16, 2005 7:19:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Andrea ... þú ert sko 2 lame ef þú ætlar að meina að Harry Potter sé ekki það svalasta í heimi . Ég meina það sko i alvöru hversu svalt er ekki að geta svarað móðgunum með vel völdun vörtugaldri ???
*fliss* og aðsniðni army jakkinn þinn er stolinn af mér sem stal honum af Erlu Rún sem þýðir að hann sé hnakka jakki og therefore ekki röff heheheee. ( hehe öll mín andrés blöð eru needly flokkuð)


algerbra er lífsstíll !e

laugardagur, desember 17, 2005 1:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eeeen, Erla, andrésblöðin hiema hjá ömmu þinni eru óþægilega óflokkuð. Í bæði skiptin sem ég hef komið þangað hef ég eytt meiri tíma í að flokka en að lesa.

Og já, ég er á sömu skoðun og andrea með harry Potter. Hér er eitt atriði mér til rökstuðnings:

HARRY
(við hermione og ron)

"Hlutirnir verða öðruvísi núna, er það ekki?"

HERMIONE
labbar að harry og tekur utan um axlirnar á honum

"já"


...mér fannst þetta bara svo asnalegt. I guess you have to see it to see it, you see?

Sum leyndarmál ertu betur geymd. (varðandi jakkann)

laugardagur, desember 17, 2005 3:28:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

well they are sorted now ....
og skoðun mín á óumdeilanlegum kúlisma harry potter stendur þótt ég játi það að myndirnar fá alltaf vænan skammt af urrum frá mér ... ég einfaldlega trúi ekki á að sjá myndir byggðar á bókum hafi ég þegar lesið bókina .

þriðjudagur, desember 20, 2005 12:48:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home